Vikan - 27.07.1989, Side 10
FOLK
„Þeir lifa «rf
sem skara framúr"
Ágúst Már Jónsson sem var að ganga í það heilaga, rœðir við Vikuna
um knattspyrnu, KR og sœnska liðið HÁCKEN, sem hann spilar nú með
TEXTI: BRYNDÍS HÓLM
Einhvers staðar segir í landsfræg-
um texta að maðurinn hafi æpt
...það var mark... Án efa vita allir
íslendingar hvað þessi orð
merkja og skilja að hvað þau varðar snýst
allt um einn bolta, nánar tiltekið fótbolta.
Vegur fótboltans á íslandi hefur farið ört
vaxandi, sérstaklega síðustu árin enda hef-
ur íslenska landsliðið oft á tíðum átt góðu
gengi að fagna og allnokkrir knattspyrnu-
menn gert garðinn frægan erlendis. Við
höfum á að skipa efhilegum og góðum
leikmönnum og það er umtalað hve líkam-
lega vel byggðir menn okkar eru. Atvinnu-
mennskan er heimur út af fyrir sig þar sem
menn ýmist verða stjörnur á einum degi
eða brotna niður og verða að engu því
þeir standast ekki þær kröfúr sem gerðar
eru til þeirra. Það er vei við hæfi að fá
kunnan knattspyrnumann hérlendis til að
segja frá því lífi sem knattspyrnumenn á
íslandi hafa þurfit að venjast.
Ágúst Már Jónsson og Guðný Þorvarðardóttlr
fyrir framan Dómkirkjuna að hjónavígslunni
afstaðinni. í baksýn má sjá föður brúðarinnar,
Þorvarð Helgason skólastjóra Verslunarskóla
íslands. Stóra myndin sýnlr Ágúst Má með
væna verðlaunabikara, sem knattspyman
hafði fert honum. Hann var valinn
iþróttamaður KR1988 og er það í fyrsta skipti
sem knattspymumanni hlotnast sá helður.
Skemmtilegra að eiga
árangurinn einn ■ ■■
Ágúst Már Jónsson, knattspyrnumaður
úr KR, hefur átt sína föstu stöðu í landslið-
inu og staðið sig með stakri prýði. Hann er
umtalaður fyrir hógværð jafnt utan vallar
sem innan og bera félagar hans honum þá
sögu að þar fari hreint einstakur maður.
Ágúst er sterklega vaxinn og hefúr það átt
sinn þátt í velgengni hans í knattspyrnu.
Gústa, eins og hann er kallaður, þótti ekk-
ert tiltökumál að veita blaðamanni létt
viðtal, jafnvel þótt hann væri á leið utan
innan sólarhrings ásamt eiginkonu sinni.
Þess verður að geta að Ágúst og hin lukku-
lega eiginkona hans, Guðný Þorvarðar-
dóttir, eru nýgift enda er ekki annað að sjá
en hamingjan geisli af þeim báðum.
►
\
10 VIKAN 15. TBL.1989