Vikan


Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 13

Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 13
5ITTHVAÐ að verða atvinnumaður í knattspyrnu? „Nei, ekki beint. Það hefur ekki heillað mig hingað til að fara á fullt út í þetta. Ég spila reyndar með sænska liðinu HACKEN en það er ekki nema hálf atvinnumennska ef svo má að orði komast. Fótboltinn er ekki aðalvinnan hjá mér og mun eflaust ekki verða. Mér hefur alltaf liðið vel hér á klakanum þannig að ég er ekkert æstur í að hverfa á vit atvinnumennskunnar í leit að frægð og ffama. Ég fékk tækifæri í fyrra og bauðst að spila í Noregi sem atvinnu- maður en hafði ekki nægilegan áhuga á þvi. Ég viðurkenni samt að ég er orðinn svolítið þreyttur á að spila hér heima þannig að tilboðið lfá HÁCKEN í Gauta- borg kom á topptíma. Það verður væntan- lega ágæt tilbreyting að komast eitthvað annað og ég tala nú ekki um að prófa að búa erlendis sem gerir manni bara gott. Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og gerir mann reynslunni ríkari.“ Landsliðsandinn aldrei slæmur Svo við snúum okkur aðeins að landslið- inu en þú hefur átt nokkuð tryggt sæti í því síðastliðin ár. Hvernig er landsliðsand- inn? „Hann er alveg stórkostlegur að mínu mati. Hann er kannski betri ef vel gengur en þó aldrei slæmur. Það er ekki til rígur á milli leikmanna og hópurinn er yflrleitt stilltur inn á það sama þannig að liðsheild- in nær vel saman í flestum tilfellum." Hvernig eru keppnisferðir landsliðsins? „Þær geta off verið erfiðar, sérstaklega ef þær taka langan tíma. Þær hafa farið upp í tvær vikur sem er eiginlega það erflðasta og menn þá orðnir frekar þreyttir. Að mínu mati er nóg að spila einn leik í einu og koma heim á milli því menn verða mjög þreyttir á að vera lengi erlendis. Það getur líka komið niður á getu liðsins ef menn fá ekki að slaka vel á milli lands- leikja. Margir í landsliðinu eru fjölskyldu- menn þannig að í raun geta þeir ekki verið lengi erlendis í einu.“ Hvernig er aginn á liðinu rétt fyrir landsleiki? „Aginn hefur hingað til verið góður enda þýðir ekkert annað ef árangur á að nást í landsleikjum. Leikmönnum er sýnt nokkuð mikið aðhald og að mínu mati er það einungis góðs viti. Leikmenn virða það líka fullkomlega við þá sem að baki þeim standa og vita alveg að hverju þeir ganga hverju sinni.“ Hvaða kosti þarf góður leikmaður að hafa? „Leikmenn eru nú svo ótrúlega misjafn- ir enda eru til alls kyns leikmenn og hver hefur sína kosti. Menn þurfa að vera mjög ákveðnir og vita að hverju þeir ganga með liðsheildina í huga. Ef menn ætla sér að verða góðir þurfa þeir kannski að vera pínulítið harðir við sjálfa sig og það skiptir mjög miklu máli að vera útsjónarsamir, það er að kunna að lesa leikinn til enda. Þegar það síðan blandast saman við góða tækni þá er kominn góður leikmaður." Tóku Ghitu á orðinu TEXTI: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON LJÓSM.: VALDtS ÓSKARSDÓTTIR _ Iviðtali, sem Vikan átti við Ghitu Nprby síðastliðinn vetur, sagði leikkonan meðal annars: „Hugsið ykkur ef ég á nú kannski eftir að sitja íslenskan tölthest á íslandi. Það yrði stórbrotið." Þeir hjá Eld- hestum í Hveragerði voru ekki seinir á sér að hafa samband við Ghitu er þeir höfðu lesið viðtalið og buðu henni að koma til ís- lands ásamt eiginmanninum og láta drauminn rætast. Þau hjónin voru því væntanleg til Iands- ins síðastliðinn laugardag til að slást í för með Eldhestum í ferð sem ber nafnið „Perlur Suðurlands", en þær ferðir standa í þrjá til sex daga. í viðtalinu við Vikuna sagði Ghita við blaðamanninn og ljósmyndarann: „Þið eruð einu íslendingarnir sem ég hef hitt, fýrir utan frú Vigdísi og Önnu Borg leik- konu, en hins vegar þekki ég íslenska hesta af eigin raun og þá elska ég. Að ríða þeim úti í snjó og kulda og heyra þá frýsa er alveg einstök tilflnning. Þeir hafa svo sterk og skemmtileg sérkenni..." „Hugsið ykkur nú bara ef ég á einhvern tímann eftir að sitja íslenskan tölthest á fslandi," sagði Ghita Nörby í viðtali við Vikuna í vetur - og Eldhestar tóku hana á orðinu. Og nú ætti leikkonan sem sé að vera búin að fá tækifæri til að njóta þess að ríða íslenska hestinum í hans rétta umhverfi eins og hún hafði þráð. Eiginmaður Ghitu Nprby heitir Svend Skipper og er píanóleikari. í gærkveldi, miðvikudagskvöldið 26. júlí, ætíaði hann að koma ffam í Norræna húsinu ásamt frúnni og eiga „en hyggelig aften, hvor alle har det rart“, eins og þau komust að orði. Hann ætlar að leika á píanó og hún að lesa sögur eftir H.C. Andersen og fleiri. Dag- skrána hafa þau nefht „Lidt om os — lidt om os allesammen". □ Hcrfnfirslc stúlka til Parísar - í boði Vikunnar, Flugleiða og Pierre Cardin egar dregið var úr innsendum seðlum í lesendakönnun Vikunnar 13. júlí síðastliðinn kom upp nafn 24 ára gamallar stúlku í Hafnarfirði, Ágústu Steingríms- dóttur, Stekkjarhvammi 28. Eftirsóknar- verð ferð fyrir tvo til Parísar í boði Flug- leiða, Vikunnar og tískukóngsins Pierre Cardin kom því í hennar hlut. Ágústa hélt utan sunnudaginn 23- júlí og flaug að sjálf- sögðu á Saga Class farrými. í París tók á móti henni blaðamaður og ljósmyndari Vikunnar, Gunnlaugur Rögnvaldsson, og ók henni á hið glæsilega Park Avenue Hotel. Um kvöldið beið þeirra svo kvöld- verður í Espace, helsta samkomustað glæsifólksins í París. Kvöldið eftir var svo á dagskránni kvöldverður í hinum heims- ffæga veitingastað Maxim ’s. Báðir staðirnir eru í eigu Cardin. Ennffemur var svo fyrsta morguninn á dagskránni skoðunar- ferð um borgina í lúxusútgáfu af Peugeot 505, sem biffeiðaverksmiðjurnar lögðu til ásamt bílstjóra og leiðsögumanni. Síðast en ekki síst var Ágústu boðið á tískusýningu hjá Pierre Cardin, aðra af tveimur á árinu, en sýningarnar eru aðeins fyrir fjölmiðlafólk og sérstaka boðsgesti aðra. Parísarferð Ágústu er því ævintýri sem fáir eiga kost á að upplifa. Að sjálfsögðu segir Vikan frá flottheitunum í máli og myndum í næstu tölublöðum. Au Pair í Ameríku Löglega leiðin til Bandaríkjanna Við leitum að fólki sem getur unnið í hlutastarfi við að tala við væntanlega umsækjendur og aðstoða við að velja þá. Þetta starf getur hentað vel þeim sem eru vanir að taka viðtöl og hafa virkilegan áhuga á menningarlegum samskiptum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi síma. Hafir þú áhuga á starfinu, vinsamlegast hafðu þá samband við: Dorothy Stuart, framkvæmdastjóra, 37 Queens Gate, London, SW7 5HR Sími í London: 581-2730. 15. TBL 1989 VIKAN 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.