Vikan


Vikan - 27.07.1989, Síða 14

Vikan - 27.07.1989, Síða 14
BALLETT Hal Cmwiher on Working the Syxtrm STYLE Wl I KIV /fc: Marvelous Maria Maria (iisiadoitir, lli^h Voint at the Niclitnoiul Hallct /Vi/s: Ihf l im I nv Clinic (innvs I )> María í atriðinu „í dauða og stríði" í ball- ettinum Saga hermannslns. She’s a throwback to another era, a romantic ballerina in an age of abstract dance. And as she preparesfor her leading role in “The Nutcracker, ” Maria Gisladottir is The Queen ofthe Season JsL „Hélt að ég myndi aldrei dansa f ramar" TEXTI: BRYNDlS KRISTJANSDÓTTIR MYNDIR: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON O.FL. Eftir skóla, á hverjum virkum degi, mæta þær í listdansskólann og æfa og æfa, sömu æfingarnar aftur og aftur... og einu sinni enn. Draum- urinn er að komast á stórt svið og fá að dansa aðalhlutverkið í einhverjum af frægu ballettunum... en draumurinn rætist hjá fæstum því á íslandi er ekki hægt að setja upp stóru ballettana - flokkurinn er of lítill og aðstaðan slæm. Aðeins ein leið er þeim fær sem stendur; að komast að hjá erlendum ballettflokki og til þess að fá að dansa stóru hlutverkin þurfa þær að vera MJÖG góðar því ballettdansarar allra hinna landanna vilja líka komast að. Draumurinn hennar Maríu Gísladóttur, einnar af litlu stelpunum úr Listdansskóla Þjóðleikhússins, rættist þó því undanfarin sautján ár hefur hún verið erlendis að dansa og hún hefur dansað óskahlutverkin stóru - og fengið afar góða dóma fyrir. „Þegar dansari hefúr dansað Giselle og í Svanavatninu er hann kominn eins langt og hægt er að komast. Ég hef líka dansað aðalhlutverkið í Þyrnirós, La Sylphide sem er frægt danskt verk og nú síðast í Don Quixote sem er æðislega skemmtilegur ballett, en áður en ég hætti langar mig að dansa Júlíu í Rómeó ogjúlíu - ekki það að ég sé að hætta neitt strax,“ segir María, sem verið hefur á íslandi síðan í maí og verður nýfarin aftur til Bandaríkjanna þeg- ar þetta viðtal birtist. Heim til að hitta venjulegt fólk María segist alltaf koma heim til íslands að minnsta kosti einu sinni á ári, „Til að safna kröftum og hitta venjulegt fólk,“ seg- ir hún og á þá við að hætta sé á að einangr- ast í ballettheiminum og hitta enga fyrir utan hann. Ballett er enginn dans á rósum, kröfúrnar eru óskaplegar: „Á hverjum degi - og ekki bara á sýningum - þarf að nálg- ast fúllkomnun. Starfið gengur alltaf fyrir og þegar heim er komið eftir vinnu er lík- amleg og andleg þreyta stundum svo mikil að maður orkar kannski ekki meira en að fá sér að borða og fara í bað. Ég sleppi til dæmis yfirleitt að fara í partí eftir vinnu því vöðvarnir slappast af áfengi. Það er samt afar mikilvægt að eiga vini og kunn- ingja fyrir utan ballettheiminn því annars verður áfallið svo mikið þegar maður hættir að dansa." María er afar grönn og nett þannig að það virðist auðséð að hún setji ekki ögn af neinni óhollustu ofan í sig. Reyndar segist hún vera ein af þessum óskaplega heppnu manneskjum sem aldrei verða of feitar — segist meira að segja gjarnan vilja vera feit- ari, væri hún ekki að dansa. Dansinum virðist sem sagt fylgja hið mesta meinlæta- líf, hugsum við nú, en dregur þá María ekki upp sígarettur og spyr hvort megi reykja??? ,Já, ég veit vel hvað þetta er slæmt fyrir mig og allt það en ég leyfx mér heldur eiginlega ekki neitt annað," segir hún afsakandi. „Og maður er meira að segja látinn finna reglulega fýrir því í Bandaríkjunum að reykingafólk er ekki sérlega vel liðið. Ætli maður til dæmis að fara út að borða og biður um borð þar sem má reykja verður maður að bíða lengur en aðrir af því að yfirleitt eru svo fá þannig borð á stöðunum og svo eru þau jafnvel höfð á versta stað í veitingahúsinu...en ég er að reyna að hætta. Ég þarf bara að búa mig undir það í svona viku, tíu daga fyrst." 1 4 VIKAN 15, TBL 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.