Vikan


Vikan - 27.07.1989, Page 19

Vikan - 27.07.1989, Page 19
BALLETT Katrín á meðal nokkurra félaga sinna úr dansflokknum eftir vel heppnaða sýn- ingu. í átökum við „músakónginn“ sem reyn- ir að fa stúlkuna til fylgilags við sig. og skipta um föt eftir æfinguna var rölt af stað eitthvert þangað sem unnt var að setj- ast niður í ffiði og ró og ræða málin. Krökkt var af fólki á göngugötunum í miðbæ Kölnar, enda veðrið feiknarlega gott. Erillinn var svo mikill að ákveðið var að tylla sér niður i kaffiteríunni í Wallraff Richartz-listasaihinu sem er þarna í næsta nágrenni. Á göngunni þangað notaði blaðamaður tækifærið og myndaði Katrínu svo lítið bæri á. Aðalhlutverkið í nýjum ballett „Ég kom fyrst hingað til Kölnar í maí á síðasta ári,“ sagði Katrín þegar við vorum loks sest og farin að sötra ískaldan svala- drykk. Jochen Ulrich, sem er yfirmaður ballettsins hér og aðaldansahöfúndurinn, hringdi í mig í mars og spurði hvort ég væri reiðubúin til að taka þátt í einni sýn- ingu og sjá svo til. Hann setti upp ballett- inn sinn, „Ég dansa við þig“, ásamt Svein- björgu Alexanders í Þjóðleikhúsinu árið áður. Ég dansaði í þessu verki og því kynntumst við vel. Ég hugsaði mig auðvitað vel um áður en ég sló til. Það var engin áhætta tekin þó ég tæki þátt í einni sýningu. Mér brá óneitan- lega þegar á hólminn kom. Þetta var aðal- hlutverk í nýjum ballett eftir Jochen og ég I Það var með ólíkindum hvað flokkurinn gat haft mikið umleikis í þessum litla æfingasal. 15. TBL 1989 VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.