Vikan - 27.07.1989, Side 20
BALLETT
hafði bara tvær vikur til að æfa það. Sýn-
ingar höfðu staðið yflr um nokkurt skeið
og ég hljóp aðeins í skarðið fýrir annan
dansara. Ég þurfti að skella mér beint inn á
sýninguna án þess að hafa getað æft á svið-
inu. Ég náði heldur engri æfingu með ljós-
um og hljómlistarmönnum. Við þetta
bættist svo að ég var að dansa með fólki
sem ég þekkti ekkert og fyrir nýja áhorf-
endur í ofanálag. Ég þurfti að klípa sjálfa
mig í lok fýrstu sýningarinnar til þess að
athuga hvort ég væri lífs eða liðin. Mér
leist því ekki nema í meðallagi vel á þessa
nýju reynslu og hugsaði fýrst með mér að
þetta gengi ekki til frambúðar. Smám sam-
an vandist ég þessum nýju aðstæðum og
ákvað að gera samning til eins árs. Fyrsta
árið er nú liðið og þannig er mál með
vexti að ég er nýbúin að skrifa undir samn-
ing til eins árs til viðbótar.
Starfið er betur launað hér en heima.
Grunnlaunin eru mun betri en á móti
kemur að ég fæ ekkert aukreitis fyrir sýn-
ingar. Okkur sólódansarana geta þeir síðan
notað eins og þeir vilja. Heima eru grunn-
launin minni en þar fáum við sérstaklega
greitt fýrir hverja sýningu — sem að vísu
eru ekki margar."
Fjörutíu sýningar
á sex mánuðum
Katrín er hlédræg kona en ákaflega blátt
áfram og skemmtileg. Hún hefur greini-
lega ekki látið þessa upphefð hafa nein
áhrif á sig. Hún var spurð að því hvenær
ferill hennar sem atvinnudansara hefði
hafist.
„Ég byrjaði að dansa með íslenska dans-
flokknum 1983, strax og ég útskrifaðist úr
Ballettskóla Þjóðleikhússins þar sem ég
hafði stundað nám frá því ég var átta ára.
Veran í dansflokknum heima var geysi-
lega skemmtileg og lærdómsrík. Nú orðið
erum við þarna í fullu starfi. í raun má þó
segja að það mætti vera miklu meiri vinna
í sjálfú sér. Það er auðvitað alltaf verið að
æfa en sýningarnar eru of fáar. Þess vegna
er svo miklu meira gefandi að vera hérna
úti. Frá áramótum og ffam í miðjan júní
hef ég dansað í fjörutíu sýningum. Maður
lærir ákaflega mikið af því að vera á sviði
og dansa fyrir fullum sal áhorfenda. Mér
finnst ég vera reynslunni ríkari, jafhvel elst
um heil fimm ár.
Mér finnst þetta ekkert sérstaklega
strembið en óneitanlega er ég aðeins farin
að lýjast núna þegar aðeins tvær vikur eru
þangað til leikárinu lýkur. Ég hef i raun
aldrei fúndið fýrir því fýrr að vera farin að
þrá sumarffíið, sem ég mun sannarlega
reyna að nota til þess að jafúa mig fyrir
átök næsta vetrar.
Ballettdansarar mega samt ekki við of
löngu sumarffíi. Líkaminn verður þá svo
lengi að ná sér aftur. Þegar ég var yngri
notaði ég sumarið til þess að sækja ýmis
námskeið sem í boði voru. Nú legg ég
áherslu á að gera eitthvað annað en að
dansa, til dæmis að synda eða hlaupa.
Þannig get ég haldið líkamanum í sæmi-
legri þjálfún."
Megum ekki vanmeta okkur
— En hvernig kemur fslenski dansflokk-
urinn út í samanburði við það sem hún
hefúr kynnst í Köln á síðustu misserum?
„Dansflokkurinn okkar heima er mjög
góður og stendur í raun erlendum flokk-
um ekkert að baki. Það er á hinn bóginn
tilhneiging hjá okkur íslendingum að van-
meta okkur og það gerðum við stundum í
flokknum. Þetta er auðvitað vegna þess
hve sjaldan við sýnum og því fáum við svo
lítil viðbrögð. Við eigum þess heldur ekki
kost að sjá ýmislegt annað til samanburð-
ar. Þegar maður er staddur í miðri Evrópu
er svo lítið fyrir því haft að sjá aðrar sýn-
ingar og velta hlutunum fyrir sér í sam-
hengi.
Eitt er það sem gerir það skemmtilegra
að dansa hér, það er hljómsveitin. Við
dönsum aldrei öðruvísi en eftir tónlist full-
skipaðrar hljómsveitar. Einu sinni forfall-
aðist annar óbóleikarinn skömmu fyrir
sýningu. Uppi varð fótur og fit til að hafa
uppi á öðrum. Það tókst ekki í tæka tíð og
því hófet ekki sýningin fyrr en hálffíma of
seint. f Þjóðleikhúsinu heima höfúm við
ekki ráð á að hafa heila hljómsveit fyrir
nokkrar ballettsýningar. Því verðum við
að láta tónlist af segulbandi nægja. Það er
allt annað líf að dansa við lifandi tónlist.
Stundum geta sýningarnar farið eftir því
í hvernig skapi hljómsveitarstjórinn er.
Takturinn getur verið mismunandi ffá
einni sýningu til annarrar, stundum of
hraður eða of hægur. Dansararnir verða að
vera vel með á nótunum í orðsins fýllstu
merkingu ætli þeir að dansa í réttum takti.
Hljómsveitin skiptir mjög miklu máli enda
byggist ballett annars vegar á dansinum og
hins vegar á tónlistinni."
Dansar á fastandi maga
Katrín á örugglega eftir að dansa í mörg
ár enn. Hún var ekki spurð að aldri en
blaðamaður leiddi að því líkur að hún væri
alveg við aldarfjórðunginn. Hún var spurð
að því hversu lengi hún gæti dansað
ballett.
„Starfsævi ballettdansara er ekki löng.
Það er erfitt að þurfa á besta aldri, jafnvel
fýrirvaralaust, að horfast í augu við það að
líkaminn segir „hingað og ekki lengra".
Konur dansa sjaldnast lengur en til 35-40
ára aldurs en annars er þetta einstaklings-
bundið. Þetta getur líka farið eftir því
hvernig fólk fer með sig.
Yfirleitt geta karlmenn dansað lengur,
þeir eru sterkari, þeir halda lengur út. Hjá
konunum ber meira á því þegar þetta hár-
fína fer úr danshreyfingum þeirra. Það
hlýtur að vera hræðilegt að standa í þeim
sporum - að vera dansandi á sviði vitandi
að maður sé á niðurleið. Það er því mikil-
vægt að reyna að nota þennan stutta tíma
vel þegar tækifæri bjóðast."
Blaðamaður tók eftir því að Katrín fékk
sér ekkert að borða þó svo hún hefði verið
að koma af langri og erfiðri æfingu. Það var
heldur ekki svo langt þangað til sýningin
átti að hefjast. Hann spurði hana því hvort
hún þyrfti að gæta vel að mataræði sínu og
þyrfti jafnvel að „dansa á fastandi maga“.
„Þetta er mjög einstaklingsbundið. Sum-
ir þurfa aldrei að hafa áhyggjur af því hvað
þeir setja ofan í sig og hversu mikið. Það
er til dæmis algengt að strákarnir borði
heilu máltíðirnar rétt fýrir sýningar. Það
má ég hins vegar alls ekki. Eins og flestar
konur í þessari grein verð ég að gæta mín
vel í þessum eftium. Vakin og sofin þarf ég
sem ballettdansari að vera meðvituð um
ástand líkamans. Þetta einkennir mjög
þessa veröld sem við lifúm í. Við erum
fýrir framan spegilinn í æfingasalnum alla
daga, maður þarf því að horfast í augu við
sjálfan sig og útlit sitt. Þér líður ekkert sér-
lega vel þegar þú ferð að sjá fellingarnar
koma í ljós.
Það er eins og með mataræðið — sumir
dansarar strompreykja og aðrir drekka
hressilega bjór og annað áfengi sé því að
skipta. Hver og einn verður að stjórna lífi
sínu sjálfur."
— Ofmetnast fólk ekki af hinum vöðva-
stælta og vel þjálfaða líkama sínum?
„í þessu fagi er öllum nauðsynlegt að
hafa sjálfeálit upp að ákveðnu marki en
jafinmikilvægt er að geta verið hæfilega
gagnrýninn á sjálfan sig. Það er því miður
algengt á meðal fólks í þessari stétt að það
hafi tilhneigingu til of mikillar sjálfsgagn-
rýni og fari ósjálfrátt að brjóta sig niður
fýrir ffarnan spegilinn. Þú ert þá aldrei
ánægður með það sem þú gerir, hvernig
þú lítur út og þar ffarn eftir götunum. Ég
þekki mjög fáa ballettdansara sem eru
ánægðir með sjálfa sig eins og þeir eru.
Sýnt á tveimur stöðum
Eins og fleiri hópar, sem tengjast leik-
húsi, er ballettflokkur Óperunnar í Köln á
nokkrum hrakhólum um þessar mundir.
„Við sýnum á tveimur stöðum, annars
vegar á sama sviði og Óperan hérna og
hins vegar í Leverkusen. Þangað þurftum
við að flytja hluta starfsemi okkar því
leikhúsið hérna, Das Schauspielhaus, sem
tengt er Óperunni, er í allsherjarviðgerð
að innan. Reyndar erum við núna að leita
að hentugu húsnæði hér í Köln sem við
gætum sýnt í til bráðabirgða. í upphafi
leikársins var aðsóknin hjá okkur í Lever-
kusen fremur dræm, miðað við það sem
hér tíðkast. Fólk vill hafa þetta við dyrnar
hjá sér til þess að hafa sig af stað. Á hinn
bóginn virðist þetta hafa spurst vel út og á
síðustu sýningum hefur verið þar húsfyllir.
Hér í Köln er aðsóknin yfirleitt mjög góð
og oftast er salurinn fúllsetinn en hann
tekur 1.500 manns. Það er til dæmis búið
að vera uppselt á hverja einustu sýningu á
Hnotubrjótnum í vetur og vor. Þetta mun
vera mest selda sýningin í Óperunni á
leikárinu sem endar núna í júnílok.
Auk Hnotubrjótsins erum við að sýna
þrjú ný verk í Leverkusen. Við erum auk
þess að sýna Coppelíu og „Schritt fúr
Schritt" sem er eftir Jochen. Það er einmitt
20 VIKAN 15. TBL 1989