Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 33

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 33
MAM5KEIÐ 5KOP an en hlutlausan hátt er á þessu námskeiði unnið að því að frelsa ákvarðanatökur okk- ar undan tilfinningaböndunum sem tengja okkur við viðbrögð barnsins sem við vor- um og sem hamla því að við getum mætt hverri manneskju á ferskan hátt. Hér er ekki ætlunin að vekja upp gamlan sársauka til þess að velta sér upp úr honum. Hér er heldur ekki um að ræða geðmeðferð. Það má líkja ferlinu við bátsferð út á sjó minninganna, þar sem við stingum okkur ekki út í, heldur kíkjum yfir borðstokkinn. Þegar ég tók þetta námskeið sjálf teiknaði ég m.a. myndir af samskiptum mínum við foreldra mína gegnum tíðina (0-7 ára, 7- 14 ára, 14-21 árs, 21-28 ára o.s.frv.). Myndin samanstóð af hringjum í mismun- andi litum, í mismunandi stærð og í mis- munandi fjarlægð hver ffá öðrum. Einfalt en áhrifamikið. Lunderni Fjórar gerðir lundernis eru athugaðar og unnið að því að gera sér grein fyrir aðallunderni okkar sjálfra. En engu síður mikilvægt er að greina og viðurkenna lundernisgerð annarra og finna þeim verk- efhi við hæfl. Þetta námskeið er mjög gagnlegt þeim sem vinna mikið í hópum, svo sem stjórnum og nefndum, og einnig þeim starfsmannastjórum og verkstjórum sem falið er að velja fólk í ákveðin störf. Fyrirtæki hafa einnig boðið starfsfólki sínu þátttöku í slíku námskeiði þegar persónu- legur ágreiningur og samstarfsörðugleikar hafa hamlað starfseminni. Hegdunarmynstur Ólíkt því sem gerist með lundernið get- um við breytt hegðunarmynstri okkar og framkomu. Farið er í sex höfúðtegundir af ffamkomu og öflin sem tengjast þeim. Þátttakendur rekja starfsferil sinn og finna hver þessara afla hafa verið sterkust gegn- um tíðina. Einnig er gaman að upplifa það að mæta þeim gegnum örstuttar leikflétt- ur. Þeir sem komið hafa á þetta námskeið hafa skilið betur áhrifin sem framkoman hefur á samskipti þeirra við aðra. Einnig hefúr það verið hjálplegt félagsráðgjöfum í tengslum við samtalstækni. Námskeiðin eru ýmist boðin almenn- ingi, þannig að ótengdir aðilar koma saman, eða þá að fyrirtæki á borð við Ford og BBC í Englandi bjóða starfsfólki sínu þátttöku á námskeiðunum. Það er hins vegar gert að skilyrði ffá hendi okkar sem rekum þau að enginn sé neyddur til þess að taka þátt heldur verður hver einstakl- ingur að taka um það ffjálsa ákvörðun. Það er gott til þess að vita að fyrirtæki vilji fjárfesta í starfsfólki sínu. Það er Iíka gott til þess að vita að fólk sé farið að bregðast við aukinni einstaklingshyggju með því að efla skilning sinn á öðru fólki, til þess að vega upp á móti henni. Fullorð- insfræðsla finnst mér vera að gefa full- orðnu fólki tækifæri til þess að þekkja sjálft sig og veita því tæki til þess að takast á við breytingar og innri kreppu. í samfélagi nútímans er ekkert öruggt. Fólk getur bú- ist við því að skipta um starf oftar en einu sinni á starfsævinni, það getur reynst erfltt fyrir það að fá vinnu eftir flmmtugt og þá eru góð ráð dýr nema sveigjanleiki sé enn fýrir hendi í manneskjunni til þess að skapa og byrja upp á nýtt. Til þess að halda sveigjanleikanum og vera skapandi og bjartsýnn er gott að skilja hvað það er sem hvert þroskatímabil ætlast til af manni og vinna með því en ekki gegn. Samfélagið hefúr einnig sín þroskastig svo og mannkynið. Að skilja hlutverk sam- tímans gerir manni kleift að velja og hafha leiðum á meðvitaðan hátt. Að skilja þroskaferil mannkynsins hjálpar einstakl- ingum að vinna með þróuninni en ekki gegn henni. □ Hreinræktud nöldurskjóða Konunni fannst eiginmaðurinn eyða of miklum tíma í hrossið sem hann var ný- búinn að kaupa svo hún lét útbúa límmiða sem á stóð: Farðu með hana eins og hún væri hreinræktuð — og þá verður hún aldrei nöldurskjóða. Miðann límdi hún á stuðarann á jeppanúm hans. Félagarnir stríddu honum mikið á þessu og eitt kvöldið kom hann heim með fallega inn- pakkaða öskju sem hann færði konu sinni um leið og hann kyssti hana. Hún flýtti sér að opna öskjuna — og í henni fann hún tvo sykurmola. - Ég geri ráð fyrir að það sé handhægt, en það geta ekki margir setið við það. Þeir gleymdu Karlmenn hafa það ekki eins gott og af er látið. Þegar hann fieðist þá spyrja menn: „Hvernig hefur móðirin það?“ Þegar hann kvænist þá er sagt: „Mikið er brúðurin falleg." Að lokum, þegar hann deyr, þá spyr fólk: „Hvað ætli hann hafi látið mikið eftir sig?“ T engdamömmubrandar i Þegar dómari var spurður að því hver væri refsingin fyrir tvíkvæni brosti hann og svaraði: „Tvær tengdamæður." -nto-jjuu - Spurðu manninn minn. Hann mun segja þér hvað ég fer að gera eftir vinnu. 15. TBL 1989 VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.