Vikan


Vikan - 27.07.1989, Síða 37

Vikan - 27.07.1989, Síða 37
TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON \TT ið erum farin að borða alltof lítið f af lambakjöti á íslandi — er sagt og nú á að hvetja landsmenn til að borða mikið af kjöti í sumar. Til þess að svo megi verða var verðið á kjötinu út úr búð lækkað um leið og því var pakkað í um- búðir sem talið er að muni íalla neytendum í geð. Til kynningar á lambakjötsáts-átakinu var ýmsum gestum, þar á meðal blaðamönnum, boðið til hádegisverðarveislu í Rúgbrauðs- gerðinni. Þar var boðið upp á lambakjöt matreitt á ýmsan hátt þó aðaláherslan væri lögð á grillað kjöt. Flestir eru sammála um að lambakjöt sé besta kjötið á grillið og þeir sem ekki hafa prófað það eru eindregið hvattir til að gera það sem fýrst — og ekki ætti verðið að fáela kaupendur frá þessa dag- ana. Lambakjötið var niðurgreitt um 205—225 krónur hvert kíló, samkvæmt upplýsingum ffá Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra, en í sumar verður það greitt niður um 90 krón- ur í viðbót hvert kíló. Auk þess hefúr kjötið verið snyrt sérstaklega og hlutað niður í hentuga bita á grillið, þannig að hverja kjöt- ögn er hægt að borða. Kjötið er selt í hálfum skrokkum og eru umbúðimar merktar með slagorðunum Lambakjötið á lágmarksverði. „Þetta er ekki gamalt kjöt,“ sagði Steingrím- ur Sigfusson landbúnaðarráðherra, „heldur kjöt frá slátruninni síðasta haust." Hægt er að fa það allt í sneiðum eða heilt læri og annað í sneiðum, sem er þá frampartur, rif og hryggur. Kjötið er flokkað í stjömuflokk, sem kostar 383 krónur kílóið, eða fýrsta flokk sem kostar 365 og pakkningin af þeim flokki, sem er 6 kg, kostar 2.160 krónur — í öllum verslunum. Ráðherrar fullvissa blaðamann Vikunnar um að kjötið góða sé ekki af skepnum sem hafa nagað landið þar til það varð örfoka. Þetta voru vel uppaldar skepnur sem héldu sig á beitarlandi þar sem þær máttu vera. Nokkur ráð varðandi lambakjöt á grillið: • Efverið er að grilla uppi í sveit er tilvalið að tína dálítið af blóðbergi og strá á kjötið áður en pað ergrillað. Bragðið er tnjög gott og ekki síður ilmurinn á meðan verið er að grilla. • Efkjötið er látið liggja í kryddlegi geymist það betur og j)ví er mjög hentugt að setja það í lög áður en lagt er af stað í útilegu — auk þess sem það verður þá mjög bragðgott og meyrt. • Hendið ekki afgangslögginni af rauðvín- inu — notið bana heldur í kryddlög: Út í rauðvínið er þá sett dálítið af olíu, hvítlauks- duft, rosmarin, timian, oregano og pipar - eftir smekk. Hvítlaukur fer sérlega vel með lambakjötinu þannig að heldur meira en minna af lx>num er betra. Steingrímur spyr matreiðslumennina hvort kjötið sé ekki gott og þeir jánka því. Kjötið sögðust þeir hafa fengið í næstu kjötverslun þannig að neytendur geta ver- ið öruggir um að þeir fai alveg jafhgott kjöt og ráðherramir og aðrir gestir fengu. Ef lambakjötið er eldað rétt er það gott I > næstum hvemig sem er. Hér er léttsteikt- ur lambahryggur með sveppamauki sem Úlfar Finnbjömsson, matreiðslumaður á Vetrarbrautinni, eldaði fyrir okkur í mat- arklúbbi Vikunnar (12. tbl. 1989). MATARÆÐI Lambakjötid Ijúfa - á sérstöku sumarverði 15. TBL. 1989 VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.