Vikan


Vikan - 27.07.1989, Síða 38

Vikan - 27.07.1989, Síða 38
Fjórcar viðurkenningar í Ijósmyndcasamkeppiiinni Þessar myndir fœra Ijósmyndurunum hinar vönduðu Kodak AF 2 myndavélar Eru þeir ekki örugglega að brosa framan í ljósmyndarann, hann Pál Guðmundsson, Brekkubraut 18 á Akranesi? Myndin er framkölluð í Bókaverslun Andrésar Níelssonar. TEXTI: PÉTUR STEINN GUÐMUNDSSON Hér birtast fjórar nýjar myndir úr ljósmyndasam- keppni Vikunnar og Kodak Ex- press Gæðaframköllunar til viðbótar við þær fjórar sem fengu viðurkenningu í byrjun mánaðarins. Enn er eftir að úthluta átta viðurkenningum til viðbótar áður en kemur að því að velja tvær bestu mynd- irnar. Það er því enn tækifæri til að vera með og næla hugs- anlega i myndavél og jafhvel utanlandsferð. Viðurkenningarnar færa ljósmyndurunum öllum hinar vönduðu myndavélar Kodak AF 2, eina fullkomnustu myndavélina frá Kodak. Hún hefúr innbyggt sjálfvirkt flass, sjálfvirka filmufærslu, skerpu- stillingu og sjálftakara. Verð vélarinnar er 9-900 krónur. Enn er sem sagt eftir að veita átta viðurkenningar af þessu tagi. Dragðu því ekki deginum lengur að senda inn myndina þtna. Þær mega vera fleiri en ein að sjálfsögðu. Og ef þú hefúr ekki enn tekið réttu myndina er ekki eftir neinu að bíða. Upp með myndavélina, smelltu mynd af einhverjum brosandi eða því broslega í kringum þig. Láttu einhvern afgreiðslustað Kodak Express Gæðaffamköllunar ffamkalla myndina og á sama stað er myndinni þinni veitt móttaka í keppnina. í lokin verður svo besta myndin valin og fáer viðkom- andi ljósmyndari í verðlaun helgarferð fyrir tvo til Hamborgar með ferðaskrif- stofunni Sögu að verðmæti 64 þúsund krónur. Gist verður á glæsilegu hóteli, Hotel Reichs- hof, í hjarta Hamborgar. Önnur verðlaun eru CHINON GENESIS GS-7 myndavél. Afar fúllkomin ljósmyndavél að verðmæti 21 þúsund krónur. Auk þess verða veitt tutt- ugu aukaverðlaun fýrir at- hyglisverðar myndir. Gullfilm- an ffá Kodak ásamt firamköll- un. Þessi filma gefúr betri skerpu og hefúr víðara lýsing- arsvið sem hjálpar þeim sem nota einfaldar myndavélar með innbyggðu flassi. Þegar kemur að því að út- hluta aðalverðlaununum koma að sjálfsögðu allar innsendar myndir til álita, einnig þær sem hlotið höfðu viðurkenn- ingu áður. Til þess að geta tekið þátt í leiknum þarf myndin að vera tekin á Kodak filmu og ffamkölluð hjá Kodak Express Gæðaffamköllun, sem er víðs vegar um landið. í auglýsing- unni á blaðsíðu 44 sérðu hvar afgreiðslustaðina er að finna. „Hann er súr þessi rabarbari!" Brosleg mynd ffá Herdísi Þor- steinsdóttur, Urðarvegi 17 á ísafirði. Framkölluð í Bókaversl- un Jónasar Tómassonar. Elín Bjorg þessa hressu feðga. Myndin var framkölluð i Kaupstað í Mjódd. Til að útskýra brosið, sem fram kemur á þessari mynd, er rétt að segja frá tilefni þess eins og ljósmyndarinn, Bjami Ágústsson, Fjarðarseli 23 í Reykjavík, segir frá því: „Myndin er tekin 18. júní 1989 við Miðfjarðará. Veiðimaðurinn, Jón Björgvinsson, er nýbúinn að landa niu punda laxi, aðeins tveimur mínútum eftir að veiðileyfi hans tók gildi. Þetta er því ekkert uþpgerð- arbros heldur ósvikið ánægjubros. Laxinn tók Toby spún, eins og sést á myndinni, og er Jón að teygja sig í rotarann með annarri hendinni." 36 VIKAN 15. TBL 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.