Vikan


Vikan - 27.07.1989, Page 43

Vikan - 27.07.1989, Page 43
Rudesheim er eitt af hinum mörgu við- kunnalegu þorpum við Rín. Þar ríkir mikil glaðværð við hina mjóu götu, Drosselgasse. Hér sitja nokkrir ferða- langar að snæðingi á veitingastaðnum Rudesheimer Schloss - þar sem þú getur allt eins átt von á því að hljóðfæra- leikararnir spili fyrir þig kunnugleg, ís- lensk lög. Heinrich Braeuer er einn hinna mörgu vínframleiðenda við Rín. Hér er hann að kynna nokkrum íslendingum gæðavín sitt í vínkjallara sínum í Rúdesheim. til að gistinætur Islendinga í þessu sam- bandsríki væru 35.207 og var aukningin frá árinu áður tæp 70 prósent, en alls voru gistinætur íslendinga í Þýskalandi á þessu tímabili 79.286 þannig að hlutur Rín- arlanda er 44 prósent af heildinni. Hvers vegna ætli þetta svæði sé svona vinsælt? Margar og mismunandi ástæður eru fyrir því, álítur Knut, en náttúrufegurðin ræður áreiðanlega miklu þar um. Rínarlöndunum tilheyra um 200 km af árbökkum Rínar þar sem þessi stærsta á Evrópu þykir einna fegurst. Auk þess vind- ur Móseláin sig þar frá borginni Trier til Koblenz, milli Eifel og Hunsruck, framhjá mörgum litlum þorpum í heimsþekktum vínræktarhéruðum, þar sem gisting og veitingar eru á viðráðanlegu verði. Ágætis sumarhús standa landanum til boða, sögu- slóðir eru þarna víða og því margt að skoða; kirkjubyggingar og listaverk auk margs annars. í borgum eins og t.d. Trier, Koblenz og Mainz er hægt að fara í góða innkaupaleiðangra — sem eru næstum ó- missandi í Þýskalandi, og enn ein ástæða sem Knut nefndi að gæti átt þátt í vinsæld- um Rínarlanda er staðsetningin. Svæðið er vel staðsett á milli tveggja flugvalla - í Luxemborg og Frankfurt — þannig að ekki fer langur tími í að komast á sumardvalar- staðinn, auk þess sem svæðið hentar vel sem áningarstaður næstum hvenær ársins sem er, sé förinni heitið eitthvað lengra. En eins og fyrr segir þá er það einkum náttúrufegurð Rínarbakkanna sem lokkar og laðar. FERÐALÖC5 Ung stúlka fylgist með mannlífinu í nágrenni Pragkastalans frá Vysehrad hæðinni. Útsýnið takmarkast þó oft vegna hitamisturs. BORG RÓMANTÍKUR MYNDIR OG TEXTI: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Rómantíkin blómstrar í hjarta flestra sem heimsækja höfuðborg Tékkó- slóvakíu, Prag. Á kvöldin hrífa margra alda gömul og fallega skreytt húsin hvern sem er. Það er eins og að hverfa nokkrar aldir aftur í tímann að rölta um gamla miðbæinn. Mörg húsanna eru frá 14. eða 15. öld og listilega gerðar brýrnar eru heillandi. Það er seyðandi ró yfir miðborginni á kvöldin, magnað aðdráttarafl og margra Vaktaskipti varðmanna við Pragkastalann, þar sem forsetinn hefúr aðsetur, eru vm- sæl meðal fjölmargra ferðamanna sem leggja leið sína þangað ár hvert. Minnir á líf- verðina í London. 15. TBL.1989 VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.