Vikan


Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 48

Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 48
HEIL5A Að fjarlægja augnpoka Er það eitthvað sem gœti hjálpað þér? TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON t etta er algengasta lýtalækningaað- O gerðin sem framkvæmd er í and- W liti. Talið er að um eitt hundrað þúsund aðgerðir af þessu tagi séu gerðar í Bandaríkjunum árlega og af þeim eru um \4% gerðar á körlum. Að undanskilinni aðgerð til að lagfæra nef er þessi lýtalækningaaðgerð erfiðust fyrir lýtalækninn og krefst mestrar þekk- ingar, tækni og dómgreindar. Sem betur fer er þetta ein af þeim aðgerðum sem fýrst voru framkvæmdar af lýtaiæknum og sú tækni, sem beitt er, vel þekkt um allan heim og mikil reynsla hefúr því fengist við hana. Ef fúllkominn árangur næst mun við- komandi líta út fyrir að hafa hvílst í langan tíma, hafa tærari augu, ffísklegri og ung- legri. Flestir læknar eru sannfærðir um að þessi aðgerð sé betur fallin til þess að yngja fólk í útliti en flestar aðrar lýtalækn- ingaaðgerðir. Þessar aðgerðir endast mun lengur en til dæmis andlits- og augna- brúnalyfting. Að fjarlægja augnpoka er nokkurn veginn varanleg aðgerð. Aðgerðin Aðgerðin felst í því að fita, sem laus er og ofaukið, er fjarlægð ásamt húð og jafn- vel í sumum tilfellum hluta af vöðva úr efri og neðri augnlokum. Þessi aðferð er kölluð blepharoplasty á ensku og er árangur hennar oftast frábær. Ef bæði effa og neðra augnlok er lagfært tekur aðgerðin frá einum og upp í tvo tíma en aðgerðin á neðra augnlokinu tekur mest af tímanum og er tæknilega mun erf- iðari. Þegar þú kemur inn í aðgerðarstofuna er búið að gefa þér róandi lyf og þú ert í móki. í hæsta lagi muntu verða var við að læknirinn er að draga línur á augnlokin. Hann er að teikna skurðinn og þá fleti sem á að fjarlægja. f tilfellum þar sem um staðdeyfingu er að ræða mun iæknirinn gefa þér lyf í æð, sem róar þig enn ffekar, þó ekki svo mikið að þú sofnir alveg. Lyf eins og valium eru notuð í þessum tilgangi og geta valdið því að þú munir lít- ið sem ekkert eftir því sem gerðist meðan á aðgerðinni stóð. Þegar um staðdeyfingu er að ræða munt þú aðeins finna nálarstungu sitt hvorum megin í andlitinu, nálægt augabrúnunum, og smásviða á eftir sem veldur ekki mikl- um óþægindum. Þessi tilfinning kemur þegar verið er að sprauta deyfingarefhinu í vefinn. FYRIR Ef þú velur hins vegar svæfingu er það eina sem þú finnur að svæfingalæknirinn gefúr þér sprautu í handlegginn og þú veist ekki af neinu fýrr en þú vaknar í öðru herbergi. Hvar eru skurðirnir gerðir? Skurður er gerður á effa augnlokið þar sem fyrir er felling á því og er örið, sem kemur á eftir, vel falið þar. Ef aðeins lítið af húðinni er numið burtu og aðeins úr miðju augnlokinu er skurður- inn hafður styttri og jafnvel ekki lengri en 2-3 sm. Hjá ungu fólki þarf sjaldan að fjarlægja mikið af húð. Ef hins vegar húðin, sem þarf að fjarlægja, nær alla leið inn í augnkrók- inn er skurðurinn hafður lengri og nær jafnvel yfir að hláturfellingunum gang- augamegin. Off er um of stóran vöðva að ræða og þarf þá að fjarlægja hluta af honum um leið og húðina. Þegar húðin hefur verið fjar- lægð er umframfitan tekin. Skurðurinn, sem gerður er á neðri augn- lokið, er einnig mismunandi að lengd. Það fer eftir því hve mikinn vef þarf að fjarlægja. Læknirinn reynir að hafa skurðinn þar sem fyrsta fellingin er undir neðra hvarmi, venjulega 1-3 millímetrum ffá honum. Skurðurinn nær venjulega ffá augnkrókn- um að hláturfellingunum. Eftir að hann hefúr verið gerður eru húðin og vöðvinn aðskilin og fita hreinsuð ffá. Þessi hluti aðgerðarinnar krefst mikill- ar færni læknisins vegna þess að ef of mik- ið af fitu er tekið líta augun út fýrir að vera sokkin. Því næst er skurðurinn á neðra augnlok- inu saumaður saman. í flestum tilfellum er mjög erfitt að sjá örið eftir að viðkomandi hefúr jafnað sig að fullu. Að aðgerð lokinni Umbúðir. Það er ekki nauðsynlegt að setja umbúðir yfir allt augað. Þó vilja sum- ir skurðlæknar hafa umbúðir er þrýsta á skurðstaðinn til að minnka bólgur sem koma í kjölfar svona aðgerðar. Hvort sem það er gert eða ekki eru augun smurð með þægilegu smyrsli eftir aðgerðina. Verkir. Það koma næstum engir verkir í kjölfar þessarar aðgerðar. Samt sem áður eru, eins og búast má við, einhver óþæg- indi óhjákvæmileg. Þau munu þó hverfa fljótt. Mar. Hægt er að búast við einhverri bólgu og mari á augnlokunum. Bólgan hverfúr venjulega innan tveggja daga en það getur tekið marið allt að tvær vikur að hverfa. Það er alveg ómögulegt að segja til um hve mikið marið verður því það er mjög einstaklingsbundið og í einstaka til- fellum getur það verið lengur en tvær vikur. Líklegast er að þú getir farið aftur í vinn- una eftir þrjá til fjóra daga og þá með sól- gleraugu eða jafnvel lítið lituð gleraugu til að hylja marið. 46 VIKAN 15. TBL 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.