Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 59
5MA5AGA
Og Folly rak upp hlátur.
Við þennan hlátur var sem eitthvað
vaknaði allt í einu af dvala innst í hugskoti
Jube gamla, þar sem hann hélt sér á floti á
milli botnbitanna. F>að var eins og sjálfs-
blekkingarhula félli af augum hans. Þessi
hlátur var dæmigerð alls hins illa og við-
bjóðslega sem þróast og þrífst í myrku for-
aðinu; úrgangssora þess heims sem enn er
á frumaldarstigi í allri sinni villimennsku.
Þeir menn fyrirfundust sem voru rétt-
dræpir hvar sem til þeirra náðist.
Jube gamli sleppti takinu á bitunum.
Hann dró andann djúpt að sér og lét sig
sökkva í kaf. Svo spyrnti hann sér áfram
með fótunum um leið og hann handstyrkti
sig eftir flötum botni húsbátsins. Hann var
að köfriun kominn, en þá reiddist hann og
klóraði sig áfram og spyrnti allt hvað af tók
og honum þótti sem hann sæi gráðuga
krókódílana á skriði í leðjunni undir, sæi
þá glenna upp skoltana.
Þá birti skyndilega upp yfir og hendur
hans gripu í tómt vatnið. Hann spyrnti sér
skáhallt úr kafi og átti ekki nema faðms-
lengd að kænunni sinni. Hann synti
þangað, leit sem snöggvast um öxl og sá
kolsvartan reykinn leggja upp af húsbátn-
um og logatungurnar teygja sig út um dyr
og glugga eldhúskytrunnar. Hann hafði
engan tíma til að athuga það nánar en vatt
sér upp í kænuna og klofaði svo yfir í bát
þeirra félaga, sem bundinn var við kæn-
una.
Folly hafði handlangað poka með niður-
suðudósum ofan í bátinn, nokkrar ábreið-
ur — og segldúkstösku sem þegar hafði
kostað að minnsta kosti þrjá menn lífið.
Og Jube gamli greip aðra árina tveim
höndum, stjakaði hraustlega frá húsbátn-
um, seig síðan niður á þóftuna og lagðist á
árar. Það var um lífið að tefla að komast
sem lengst á brott frá brennandi húsbátn-
um þegar í stað. Folly brosti. Það var þeg-
ar farið að loga svo glatt í gamla skriflinu
að ekki var nein hætta á að slokknaði fyrr
en allt var brunnið sem brenna þurfti. Svo
óð hann gegnum reykjarsvæluna út að
borðstokknum. Stóð og starði í vatnið þar
sem bátarnir höfðu legið og nokkur andar-
tök var sem hann tryði ekki sínum eigin
augum. Svo varð honum litið út yfir poll-
inn og sá hvers kyns var. Hann hóf marg-
hleypuna í mið á Jube gamla sem sat hok-
inn undir árum og reri allt hvað af tók.
Jube laut enn lengra áfram þegar kúlum-
ar tóku að skella í vatnið í kringum hann
en hann hætti ekki að róa, herti heldur
róðurinn. Svo hættu kúluskelfirnir, Jube
gamli leit um öxl og sá hvar Folly gerði til-
raun til að komast að landgöngubrúnni en
hrökk til baka fyrir reykjarmekkinum og
logunum. Þá hörfaði hann enn út að
borðstokknum en að þessu sinni reyndi
hann ekki að beita marghleypunni enda
var Jube gamli kominn úr skotfæri.
— Snúðu við, gamli minn, hrópaði Folly
hásum rómi. Snúðu við, þú getur ekki skil-
ið mig eftir hérna, ósyndan! Sjáðu... ég
kasta marghleypunni fyrir borð. Snúðu
við...
Jube gamli lyfti sem snöggvast árum og
gerði hlé á róðrinum. Reykjarmökkurinn
myndaði nú þykkt, svart tjaíd, ofið gulln-
um logatungum, á milli hans og húsbátsins
sem einu sinni hafði verið heimili hans.
Hann sat álútur á þóftunni með árarnar
uppi, leit í kringum sig eins og hann vænti
þess að sjá eitthvert teikn sem hann gæti
ráðið af hvað gera skyldi.
Skógarrefur gægðist út á milli trjástofn-
anna, starði í reykjarmökkinn en tók síðan
á rás aftur inn í skóginn., Þrír krókódílar
syntu allt hvað af tók í áttina að brennandi
húsbátnum svo að vatnið freyddi við
skrokk þeirra og nokkrir stórvaxnir fuglar
svifú uppi yfir.
Jube gamli lagðist á árar og varp þungt
öndinni.
Hann lagði út á síkið og bergmálið af
hlátri Follys hljómaði enn í eyrum hans;
rann saman í eitt við veinin sem hann fjar-
lægðist með hverju áratogi, rann saman í
eitt í eyrum Jube gamla sem illskuþrung-
inn, tryllingslegur hlátur. □
/ GiKKófl Ki/Ea/- riumW HATTuK. KÖLSKft þEF /VIE © ToU4 C-ELOS H-HilTS / MtSLTTi ÍL'fí T L
Z EÍV-S — Z
H * X FiriS > > >
/V'Ó r SPUUH\ ./ > L 3 \l ' KosíaJ AlE5i£i sííM UTTeKr
/ Gbnfl FRfíUS Ti/^y. ÞBF \lEiBiR. mftT/tK- ÍLÍfí T m'asf ./ 5- 5
flLÖGuf^ i T RfíFT /vt'd/uT R V j >
L'flG.- FbTfl > PEfJiAJO AJES J H L r *
Tkeou/í FR'fl-
OpEKZT 5 TÖtL
5ÓLGUÐ ELSKfl MisKuv/J > 4 > /0 - > LoFfíli L lp \/
FOK Þef > ILFTTiÐ f 9
í z 3 y r L T g °> /0 // 3 EirJS II
Lausnarorð síðustu gátu: LANDNÁMA
15. TBL 1989 VIKAN 57