Vikan - 27.07.1989, Síða 68
KVIKMYMDIR
Kvikmyndin um teiknimynda-
hetjuna Batman slær í gegn
Batman í fullum skrúða.
Jack Nicholson leikur Jack
Napier, sem síðar verður
hinn brjálaði Grínari.
Michael Keaton leikur Bruce
Wayne, milljónamæringinn
sem breytist í Batman þegar
minnst varir.
Kim Basinger leikur
hæfilcikxiríka blaðkonu og
ljósmyndara, Vicki Vale.
K" vikmyndin um
teiknimyndafígúruna
Batman hefur slegið
l. öll aðsóknarmet
þetta árið enda úrvalsleikarar í
aðalhlutverkum og nægir þar
að nefha Jack Nicholson.
Hvers vegna myndin er svona
vinsæl fáum við íslendingar að
sjá fljótlega því sýningar á
henni hefjast í byrjun sept-
ember samkvæmt upplýsing-
um frá Alfreð Árnasyni í Bíó-
höllinni, en þar verður mynd-
in sýnd.
Svo skemmtilega vill til að í
ár er einmitt verið að halda
upp á 50 ára afrnæli teikni-
myndahetjunnar hjá DC Comics
sem geflð hafa Batman-blaðið
út. Aðalsöguhetjan í Batman er
Bruce Wayne, sem leikinn er
af Michael Keaton, en þegar
Wayne var níu ára varð hann
vitni að því þegar foreldrar
hans voru myrtir á hrottalegan
hátt. Yfirkominn af harmi heit-
ir hann því að helga líf sitt bar-
áttunni við hið illa í heimin-
um. í myndinni er sagt frá því
þegar hann kemur aftur til
heimabæjar síns eftir langa
fjarveru — en á þeim tíma hafði
hann verið að þroska líkam-
lega og vísindalega hæfileika
sína — og kemst hann þá að því
að þar ríkir mikil spilling.
Út á við kemur Wayne fram
sem virðulegur, forríkur
mannvinur en þegar aðstæður
haga því þannig ummyndast
hann í hinn sterka og skelfilega
baráttumann gegn glæpum -
Batman. Á leynistað í risastóru
húsi hans koma þeir Wayne og
hans tryggi þjónn, Alfreð, upp
fullkominni rannsóknarstofu —
Bat-helli - þar sem öll hin
flóknu tæki og farartæki Bat-
mans eru einnig geymd, þar á
meðal hinn ógurlega Batmóbíl
og rennilega Bat-væng flugvél-
in.
Grínarinn
Mótherji Batmans er erki-
óvinur hans, the Joker eða
Grínarinn eins kalla mætti
hann á íslensku. Hann er leik-
inn af Jack Nicholson. Áður
fýrr var hann þekktur sem
glæpamaðurinn Napier, hægri
hönd aðalglæponsins í
Gotham, heimabæ Batmans,
en eftir að hafa afskræmst í
slysi ummyndast Napier í
Grínarann - samnefhara fyrir
allt illt.
í fjölmörgum áhrifaríkum
bardagasenum er sýnt hvernig
Batman berst við að ná Got-
ham úr höndum Grínarans.
Óvinirnir tveir nota öll þau
einstæðu vopn, hæfileika og
klæki sem þeir búa yfir til þess
að sigra í þessari baráttu góðs
og ills.
Tekin upp í Englandi
Tökurnar á myndinni tóku
fjóra mánuði og meðan á þeim
stóð lögðu ffamleiðendurnir
undir sig 95 ekrur af svæði
Pinewood Studio í Englandi og
flestöll hljóðverin, átján
að tölu. Byggingin á borginni
Gotham er stærsta útisviðs-
mynd sem byggð hefur verið
á hinni löngu sögu Pinewood
Studio. Sögufræg hús — Hat-
field og Knebworth — voru val-
in til að vera heimili Bruce
Wayne og risastórri gamalli
rafstöð var breytt fýrir mynd-
ina og hún notuð sem efna-
verksmiðja Axis, aðalbækistöð
skipulagðrar glæpastarfsemi í
Gotham.
Söngvar í myndinni eru eftir
Prince og eru lög úr henni
þegar farin að þjóta upp eftir
vinsældalistum í ýmsum
löndum. í hlutverki aðalkven-
söguhetjunnar - Vicki Vale,
ljósmyndara og blaðakonu —
er hin fagra Kim Basinger.
Myndin er framleidd af Warn-
er Bros en stjórnandi hennar
er Tim Burton, sem meðal
annars stjórnaði Beetlejuice
og Pee-wee’s Big Adventure.
66 VIKAN 15. TBL 1989
OtRDKUID MVW
AFTHVBtUNNL
Tilveran hefur margar hliðar. Myndlykill opnar þér leið að
spennandi sjónvarpsefni. Kvikmyndir, skemmtiþættir, barnaefni, íþróttaefni.
Fáðu þér myndlykil, — fyrr en seinna.
(Jý
Heimilistæki hf
Sætúni8 Sími 621215
Við erum sveigjanlegir í samningum.