Vikan


Vikan - 31.05.1990, Síða 54

Vikan - 31.05.1990, Síða 54
TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON w IMYNDUNARVÐKIN IGRASAGARÐINUM Áhugaleikhópurinn Fantasí, sem er að setja ó svið leikritið ímyndunar- veikina eftir leikskáldið Moliére, brá á leik fyrir Vikuna á dögunum. Leikararnir fóru í búning- ana sem notaðir eru í leikritinu en þeir eru tákn síns tíma. Leikhópurinn er skipaður átta manns sem allir sinna öörum störfum fyrir utan leiklistina. Hópurinn varstofnaður formlega fyrir um einu ári en hefur starfað mun lengur. Meðlimir hópsins hafa lagt mjög mikla áherslu á að mennta sig sem áhugaleikara. Þau hafa keypt sér nám- skeið á ýmsum sviðum sem viðkoma leiklist- inni og er sjaldgæft að áhugamannaleikhópar fari út í slíkt. Afrakstur þessa undirbúnings þeirra og hæfileikar hafa meðal annars orðið til þess að þau hafa verið valin til að fara með eitt af verkum sínum, Vagnadans, á mikla hátíð leikhópa sem haldin verður í Svíþjóð í sumar. Hópurinn hefur einnig fengið styrk frá mennta- málaráðuneytinu en hann hefur því miður hrokkið skammt. Hann er samt mikil viður- kenning fyrir þetta unga listafólk. Þegar þau voru að velja næsta leikrit til flutn- ings á eftir Vagnadansi, sem var leikur án tal- aðs máls og mjög óvenjulegur að allri upp- byggingu, langaði þau til að flytja klassískt verk og þá helst gamanleik. Fyrir valinu varð ímyndunarveikin eftir Moliére. Eftir þá ákvörð- un létu fyrstu tálmanirnar ekki á sér standa, en þær voru í fyrsta lagi búningarnir og hins vegar hárkollurnar. Klæðnaður fólks á þessum tíma var mjög íburðarmikill og flókinn á vísu nútímafólks. Konur voru klæddar mjög víðum kjólum og korsiletti og karlmennirnir íburðar- miklum jökkum, vestum, blússum, hálstaui og fleiru. Fyrir utan allt þetta prjál voru svo hárkoll-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.