Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 54

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 54
TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON w IMYNDUNARVÐKIN IGRASAGARÐINUM Áhugaleikhópurinn Fantasí, sem er að setja ó svið leikritið ímyndunar- veikina eftir leikskáldið Moliére, brá á leik fyrir Vikuna á dögunum. Leikararnir fóru í búning- ana sem notaðir eru í leikritinu en þeir eru tákn síns tíma. Leikhópurinn er skipaður átta manns sem allir sinna öörum störfum fyrir utan leiklistina. Hópurinn varstofnaður formlega fyrir um einu ári en hefur starfað mun lengur. Meðlimir hópsins hafa lagt mjög mikla áherslu á að mennta sig sem áhugaleikara. Þau hafa keypt sér nám- skeið á ýmsum sviðum sem viðkoma leiklist- inni og er sjaldgæft að áhugamannaleikhópar fari út í slíkt. Afrakstur þessa undirbúnings þeirra og hæfileikar hafa meðal annars orðið til þess að þau hafa verið valin til að fara með eitt af verkum sínum, Vagnadans, á mikla hátíð leikhópa sem haldin verður í Svíþjóð í sumar. Hópurinn hefur einnig fengið styrk frá mennta- málaráðuneytinu en hann hefur því miður hrokkið skammt. Hann er samt mikil viður- kenning fyrir þetta unga listafólk. Þegar þau voru að velja næsta leikrit til flutn- ings á eftir Vagnadansi, sem var leikur án tal- aðs máls og mjög óvenjulegur að allri upp- byggingu, langaði þau til að flytja klassískt verk og þá helst gamanleik. Fyrir valinu varð ímyndunarveikin eftir Moliére. Eftir þá ákvörð- un létu fyrstu tálmanirnar ekki á sér standa, en þær voru í fyrsta lagi búningarnir og hins vegar hárkollurnar. Klæðnaður fólks á þessum tíma var mjög íburðarmikill og flókinn á vísu nútímafólks. Konur voru klæddar mjög víðum kjólum og korsiletti og karlmennirnir íburðar- miklum jökkum, vestum, blússum, hálstaui og fleiru. Fyrir utan allt þetta prjál voru svo hárkoll-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.