Vikan - 18.12.1941, Side 11
VIKAN, nr. 51—52, 1941
9
Lýður Guðmundsson
og drottinn. Frh. afbis. 5.
lega: Þó að maður sé fangi ... en þarna
kemur Bensi.
Benedikt vinnumaður þrammaði rakleitt
inn í stofuna. Snjórinn hrundi af honum.
Lýður Guðmundsson hnyklaði brúnirnar,
en lét sér nægja að segja:
Þú gerir þig heimakominn. Það er engu
líkara en ég hafi sent þig í bónorðsför,
Benedikt frjálsi. Það er svo mikill völlur
á þér, að þú hlýtur að hafa fundið hval,
Bensi bláþráður!
Lýður kallaði hann stundum Benedikt
frjálsa til aðgreiningar frá Jóni fanga og
stundum bláþráð, af því að hann var lang-
ur og renglulegur, og stundum öðrum
viðurnefnum. Benedikt losaði í hægðum
sínum klakann úr yfirskegginu og gaut um
leið hornauga til skáps, sem var í stof-
unni. Lýður barði bylmingshögg í borðið,
til þess að láta í ljós óþolinmæði sína um-
svifalaust og eins kröftuglega og hann gat.
Það var líka auðséð á séra Birni, að hann
fýsti í fréttir.
Ójá, það var ekki mikið um rekavið,
drafaði í Bensa bláþræði seint og um síðir
og hann hélt áfram að berjast við klak-
ann í skegginu. Hann er f jandi kaldur nið-
ur við sjóinn, Lýður sýslumaður . . .
Lýður varð mýkri á manninn, náði í
flösku og glas úr skápnum, sló á þann
stáð, þar sem magi er á öðrum mönnum
— og áleit, að hann mætti til að láta
eitthvað koma á móti:
En ég bjargaði því litla, sem var þarj
— Hvalur — nei . ..
Hann hristi höfuðið.
Lýður Guðmundsson rauk upp ösku-
vondur:
Ertu vitlaus, maður! Enginn hvalur,
segirðu! . . . Ertu brjálaður, Bensi brjóttu-
mig-ekki. Þú veður inn til náðarinnar og
réttvísinnar, séra Björns og mín, snjóugur
upp í klof og fasmikill, rétt eins og þú gætir
sagt mér, að rekið hefði feikna verðmæti
* á fjörur mínar! Enginn hvalur, segirðu!
Hverju hefirðu bjargað ? Beinagrind af
svartbak? Og svo drekkurðu brennivínið
mitt, skepnan þín! Fjandinn hirði þig og
steiki til kvöldverðar! En magur ertu. —
Það verður bara beinasúpa! . . . Skamm-
astu að minnsta kosti fram og burstaðu
af þér snjóinn, nautshausinn þinn! Tað-
skegglingur! Brennivíns-snápur! Þú vinn-
ur hjá sýslumanninum og berð enga virð-
ingu fyrir lögum og sannleika!
Benedikt frjálsi gekk hnarreistur út
úr stofunni. — Hann var ekki fyrr kom-
inn fram í dimman ganginn, en hann kall-
aði inn: Ég hélt að það tæki því ekki —
ég hélt að það lægi á — ég hélt, að við
ættum að fara þangað niður eftir strax,
sýslumaður!
Lýður þagði, allir þögðu — en Bensi gat
ekki á sér setið.
Þessu getur skolað út aftur, sýslumað-
ur, skrækti röddin utan úr dimmunni: Og
það liggur rétt við fjöru prestsins. Nú, en
mér má svo sem á sama standa!
Lýður sópaði Jóni fanga burtu, eins
og flugu, rétti höndina út í ganginn, og
dró Benedikt inn:
Leystu frá skjóðunni, tjaldurinn þinn,
fjörulallinn þinn!
Tennurnar glömruðu í skoltinum á
Bensa:
Hann er svo skratti kaldur, sýslumað-
ur . . .
. . . En ef þú dirfist að senda mér vatns-
tunnu, drottinn! . .. Það máttu vita, séra
Björn — ef það er vatnstunna, þá ríf ég
kirkjuna til grunna og jafna legsteinana
við jörðu! Benedikt, Sankti Benedikt —
sleða og reipi! Jón Grikklandskóngur —
farðu út í skemmu og taktu þér nafar
fyrir veldissprota og verið með í förinni,
yðar hátign! Skrambinn sjálfur — ég
gleymi prestinum hestsins — fyrirgefið,
séra Björn — hestinum prestsins, Bene-
Lýður rétti honum tóbakstuggu:
Hana, tyggðu þetta, Benedikt heilla-
karl!
Jón fangi muldraði:
'Á ég ekki líka að fá bragð — svo að
ekki verði gerður greinarmunur á réttlát-
um og ranglátum!
Lýður rétti honum hálft glas, án þess
að virða hann viðlits — Benedikt heilla-
karl sagði:
Ég gerði það, sem ég gat, það er áreið-
anlegt, en ég er enginn Ormur Stórólfs-
son, enginn Grettir. Það var blýþungt,
Lýður sýslumaður — það er ekki eins
manns meðfæri. En sjórinn getur sogað
það til sín á hverri stundu, eins auðveld-
lega og þú hvolfir í þig úr glasi, sýslu-
maður!
Blýþungt? sagði Lýður.
Já — og eins og tunna í laginu, bætti
Benedikt við.
Tunna — var það tunna? Hvernig
tunna? Hvað var í henni? spurði Lýður,
og greip húfu og vettlinga.
Það voru að minnsta kosti gjarðir á
henni, sagði Bensi og klóraði sér á bak
við eyrað: Og tveir botnar . . . Og spons
líka!
Botnar, spons — hvað þarf -þá frekar
vitna við! tautaði Lýður grafalvarlegur:
En innihaldið, maður . . . Nú, hver ætti
að vita það. Þung — það er þá ekki brauð-
tunna. Mjöltunna? Sykurtunna? Kannske
— kannske . . . Ég sting glasi í vasann!
dikt!
En ég gleymi þér ekki, Lýður, sagði séra
Björn brosandi: Ég kem líka.
Nú, þá verð ég líka auk minna góðu
synda að rogast með mína slæmu sam-
vizku, sagði Lýður. Þá það! . . .
Getum við fjórir komið guðs-
gjöfinni upp á sleðann, Bene-
dikt? Getur sleðinn borið hana,
Benedikt?
Það kemur í ljós á sínum
tíma, svaraði Benedikt.
Snjórinn marraði undir fót-
um mannanna og það var líkt
og hann kveinkaði sér sem lif-
andi vera, þegar meiðirnir
ristu hann.
Fannhvít f jöllin, með svörtum
klettum hér og þar, bar við blá-
an himinn, kaldan og stirnaðan,
íshimin. Dimmur hafflöturinn
teygði sig án litbirgða og dökkn-
andi út að sjóndeildarhringnum,
sló aðeins á gulgrænum lit, þar
sem gáran braut við snjóskör-
ina.
Svona Rínarvínshiminn —
það er eins og hann geri gys
að manni, þegar maður getur
ekki teygað hann í sig! rumdi
kesknislega í Lýð Guðmundssyni. — Rödd-
in hnyklaðist eins og hvítleitur reykur út
úr skegginu: Loftið tekur í kverkárnar —
en það er bragðlaust, klerkur!
Aftur á móti þarf ekki nema líta á nefið
á þér, svo að maður missi ævilangt löng-
unina í rauðvín! rumdi séra Björn önug-
lega,
Aftur á móti? endurtók Lýður: Guð-
fræðileg rök! Málfræðilegir leyndardómar!
Þú veizt nú ekki ennþá, hvað er í tunn-
unni, sagði sér Björn til þess að hitta aum-
an blett á sýslumanni.
Nei, nei, viðurkenndi Lýður: En gott
hjarta vekur glaðar hugsanir — illt hjarta
gremjufullar. Sagði ég hjarta? I þér eru
það víst heldur nýrun. Þar er nokkur
hluti sálarinnar — eða hví skyldu þau ann-
ars eiga að rannsakast?
Séra Björn gekk úr skugga um, að
Benedikt frjálsi og Jón fangi væru svo
langt á undan með hestinn, að þeir gætu
ekki heyrt til hans, og sagði svo:
Lýður, þú ert eins og pörupiltur, sem
drottinn lætur ganga lausan öðrum til
áminningar.
Áminningar ? endurtók Lýður: Hm! ...
Gagnstætt fyrirmynd, er það ekki? En
þrátt fyrir það nokkurs konar prestur og