Vikan


Vikan - 18.12.1941, Síða 18

Vikan - 18.12.1941, Síða 18
16 VIKAN, nr. 51—52, 1941 Samtal við fyrsta drenginn, sem gekk í skólann. Einn af fyrstu dögunum í ágúst árið 1897 leiddust tvö lítil systkini upp Túngötuna í Reykjavik. Þau hétu Hansína og Friðrik, hún tíu ára, hann átta. Foreldrar þeirra, Gunnar kaupmaður Ein- arsson og kona hans, Jóhanna Friðriks- dóttir, höfðu komið til bæjarins frá Hjalt- eyri í júlí þetta sumar. Þau voru kaþólsk. Systkinin héldu áfram göngu sinni upp brekkuna. Nýr þáttur í lífi þeirra var að hefjast. Að sunnanverðu við götuna varj Þegar þessu var lokið, en það kostaði mikla fyrirhöfn, þá máttum við fara, en fengum áður eina mynd hvort, segir Frið- rik Gunngrsson brosandi, er hann minnist þessara æskudaga sinna, en hann var fyrsti drengurinn, sem gekk í Landakots- skólann. — Fyrstu tvö árin var ég eini dreng- urinn, heldur Friðrik áfram. Telpumar stríddu mér einatt, en ég var aftur á móti að reyna að ná í flétturnar á þeim! mér, hvernig ég átti að bera fæturna, því að ég mun hafa verið lotinn og nokkuð innskeifur! — Fram til 1903 voru einungis danskir prestar í Landakoti. Þá um haustið komu séra Meulenberg, síðar biskup, og séra Servaes. Tóku þeir við skólanum og var þá meira farið að kenna íslenzku. Skólinn var fyrst uppi í prestahúsinu, en nýja skólahúsið var byggt 1909 og eftir það var hægt að taka á móti um 120—130 Þessi mynd er af Landakotsskólanum, líklega tekin kringum 1905—6. Á myndinni þekkjum við Meulenberg biskup, lengst til vinstri, en presturinn lengst til hægri er séra Servaes. Af St. Jósepssystrunum þekkjum vér aðeins systir Clementiu, sem er lengst til vinstri. Af bamahópnum þekkjum vér þessi andlit: Vigdís Steingrímsdóttir ráðherrafrú, Kristjana Ólafsson læknisfrú, Svanlaug Thorarensen læknisfrú, Áslaug Ágústsdóttir vígslubiskupsfrú, frú Fríða Magnúsdóttir, frú Stella Gunnarsson, frú Ásta Ólafsdóttir, frú Guðmunda Kvaran, frú Olga Biering, frú Xenía Jessen, frú Magdalena Kamp- mann, frú Bengta Andersen, frú Helga Andersen, frú Margrét Gunnarsdóttir, frk. Jóhanna Andersson kaupk., frk. Jóhanna Hansen kaupk., frk. Rósa Einarsdóttir, frú María Hjaltadóttir, frú Ragnheiður Þorsteinsdóttir, frú Áslaug Þórðardóttir, frú Efemía Ólafsdóttir, frú Þóra Jónsdóttir. Níels Dungal prófessor, ísleifur Jónsson kaupm., Adolf Guðmundsson dómtúlkur, Ástþór Matthíasson framkv.stjóri, Ingólfur Gíslason kaupm., Árni Ólafsson rithöf. kaþólsk kirkja í smíðum. 1 Landakoti var danskur prestur, Fredriksen að nafni, og nokkrar St. Jósepssystur. Börnin gengu eftirvæntingarfull inn í bústað þeirra og upp á loft og tóku þar í streng. Það heyrðist í bjöllu fyrir ofan þau og til dyra kom ung og kát St. Jósepssystir, systir Clementia, sem þá var nýkomin frá Dan- mörku. Hún fer með þau inn í herbergi. Þar sitja þrjár telpur við að prjóna, Rósa Þórarinsdóttir, og tvær dætur Sveins Ei- ríkssonar snikkara, sem flutti skömmu eftir aldamótin til Ameríku með f jölskyldu sína. Þær voru búnar að vera þrjá eða fjóra daga í skólanum áður en systkinin komu. — Okkur var boðið sæti í sófa og það- an fengum við ekki að sleppa fyrr en við vorum búin að læra fyrstu fjögur orðin í dönsku (móðir, faðir, bróðir og systir). Þá var allt kennt á dönsku — og engin íslenzka. — Fjórða árið, 1901, voru milli 40—50 nemendur í skólanum og kennt í tveim deildum. Kennaramir voru fjórir: prestur, priorinna og tvær systur. — Drengimir voru þá alltaf lægstir. Eitt sinn varð ég nokkuð ofarlega og var þá látinn sitja hjá telpu. Það þótti mér súrt í brotið! Á öðrum vetri var byrjað á frönskunámi. Annars var kenht í skólanum, meðan Frið- rik var þar: danska, íslenzka, reikningur, náttúrufræði, saga og landafræði (aðallega Danmerkur), söngur og handavinna. — Fyrstu leikfimistimamir voru með nokkuð sérstæðum blæ, segir Friðrik. Kennarinn var séra Klemp og ég eini nemandinn! Kennslan var einkum fólgin í því að kenna mér að standa beinn og sýna börnum, og í ár hefir hann verið stækk- aður, svo að nú í vetur eru í honum lið- lega 200 börn. Systir Clementia var aðal- kennarinn alla tíð, en hún andaðist 1933. Kunnugir segja, að hún hafi verið fæddur kennari og afburða góður stjórnandi. Börn- in vildu ekkert gera á móti henni og öllum þótti vænt um hana. Af núverandi kennurum skólans er fröken Guðrún Jónsdóttir búin að starfa lengst við hann, eða samfleytt síðan 1918. Hún hefir alltaf kennt íslenzku og Islands- sögu. Móðurmálskennslan hefir aukizt jafnt og þétt og nú er svo komið, að á seinni árum hefir hún verið sízt minni eða lakari en í öðrum skólum landsins, að sögn eins af prófdómurunum, sem vel hefir vit á þessum málum. Aginn í skólanum hefir alla tíð verið ágætur og árangur kennslunnar eftir því.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.