Vikan


Vikan - 16.05.1991, Page 16

Vikan - 16.05.1991, Page 16
Frh. af bls. 15 ekki áttaö þig á því. Þú ert komin af merkilegu fólki; þetta hefur verið dugnaðarfólk. Heyrðu í hvaða mánuði er maðurinn þinn fæddur. Nú já, þá er hann með heilaga tölu, sjö eins og þú. Já, já og peningatöluna tíu og þversumman hjá honum gefur giftingartöluna átta og svo tuttugu og þrjá í þversummu, já og svo aftur peningatöluna ellefu. Þetta gefur honum það sama og þér; langt hjónaband og góöa konu, barnalán og lífshamingju, auð og auðnu.“ Hún lygnir aftur augunum og fer með síð- ustu orðin eins og romsu sem hún hefur lært utan af. „Er annað foreldra þinna á lífi? Nú, ekki, en fósturforeldri. Hefur hún verið eitthvað lasin? Nú, ekki núna. Er henni batnað. Nú, jæja, er það.“ - Engin veikindi hér aö hafa. - „Þetta er góður bolli hjá þér, gæfuhringur í botni, skýr og skikkanlegur bolli. Það er það, já.“ Með þeim orðum lauk spánni hjá þessari eftirsóttu spákonu sem aliir þekkja sem á ann- að borð hafa nokkuð lagt sig eftir þessari stétt kvenna. Hún fylgdi til dyra, hress og hýrleg í gula bómullartrimmgallanum og hugaði að saltkjötinu og baunasúpunni á meðan hún kvaddi. Já, íbúðin er sannarlega mjög lítil en andrúmsloftið er ósköp vinsamlegt, jafnvel svolítið glettið. OG HVAÐ PASSAÐI AF ÞVÍ SEM SAGT VAR? • Eiginmaðurinn er dökkhærður, duglegur til vinnu og sjálfstæður. • Allt í góðu lagi með börnin. • Jú, dóttirin segist ætla að verða læknir, dýralæknir. • Sonurinn vinnur mikið með tónlist. • Heimilið er einbýlishús (en þetta með garðinn...!) • Það eru margir embættismenn í annarri ættinni. • Það er langlífi i ættunum. ÞAÐ ER VERIÐ AÐ BENDA ÞÉR Á____ Nú er komið að konunni sem les aðeins í eina gerð af tarot eða hefur í öllu falli sérstakt dálæti á einni gerð þessara spila. Hún geymir spilin sín í sérstöku her- bergi, í djúpfjólubláum dúk sem hún vefur alltaf um þau að lokinni notkun. Þennan sama dúk breiðir hún á borðið áður en lögnin hefst. Hún leggur ítrekað áherslu á að hún sjái aðeins það sem spilin segi; það séu þau sem tali, ekki hún og því sem þau segja geti hún ekki breytt. Svo hefur hún máls eftir að hafa látið útsendar- ann stokka spilin og snúa þeim öðru hverju á meðan á stokkuninni stendur: „Það úr fortíðinni sem þú átt að hafa í huga er... Mér finnst að þú hafir þurft að velja á milli hins ósýnilega og hins veraldlega, þú hafir þurft að taka ákvörðun um það. Mér finnst að þú hafir átt marga möguleika í lífinu til að gera hluti og það er verið að benda þér á að þú átt þessa mögulega ennþá en valið er hið sama. Þú hefur víðan sjóndeildarhring andlega og veraldlega - á báða kanta, sem er ekki algengt. Þú hefur fengið dálftið slæma útreið fjár- hagslega í sambandi við vinnu eða áhugamál og það áttu að hafa í huga í nánustu framtíð. Síðan er það svo sú reynsla og áhrif sem þú verður fyrir f nútíðinni og kemur til með að skipta þig máli. Þú hefur vald yfir eigin lífi og þú þarft að nýta þér þína sjálfstjórn töluvert mikið á næstunni og mér finnst eins og einhver ferðalög spili þar inn í. Hefurðu ekkert verið að rífast við einhverja konu? Þú þekkir hana og hún spilar eitthvað inn á viðskiptasvið hjá þér. Hún er komin býsna nálægt þér núna. Það eru einhverjar spekúlasjónir hjá þér og mér finnst eins og hún sé að reyna að hafa áhrif á þær þér til ills. En mér finnst eins og henni takist það ekki því fljótlega á eftir þeim spilum sem eru í kringum þessa konu kemur til breyting til batnaðar á efnahag þínum. Næsta haust byrjarðu á ein- hverju nýju en fyrst þarftu að brjóta hana af þér, þessa manneskju. Síðan eru þau andlegu áhrif sem eru í kring- um þig og koma að utan. Það er ofboðslega mikið ójafnvægi í kringum þig núna. Það eru fjárhagserfiðleikar, fólk sem nær ekki almenni- lega áttum og þér er bent á að hámarkinu í þessu er ekki alveg náð. En það nálgast. Þetta spilar inn á þig og þrýstir á þig en þetta ert ekki þú persónulega. Þú ert vöruð við því að þú gætir misst af ein- hverju góðu af því að þú haldir of fast í eitthvað gamalt. En inni í þessu öllu ertu að fara inn í breytingar og þær eru óþægilegar en leiða til góðs. Síðan er það sem er væntanlegt og þar á meðal hið óvænta. Það er óviturlegt að byrja á framkvæmdum nú í nánustu framtíð. Láttu frekar smátíma líða áður en þú ferð að fram- kvæma einhverja alvarlega hluti. Og varaðu þig á utanaðkomandi afskiptum og varaðu þig á því að það er einhver sem vill misnota greiðasemi þína. Ertu dálítið mikið blönk núna? Þú breytir því með eigin styrk. Peningarnir koma og safnast hægt en breyting til batnaðar næst. Þú hittir til- tölulega fljótlega einhvern sem þig hefur lengi langaö til að hitta. Þetta er eitthvað úrfortíðinni og þetta vekur þér mikla ánægju. Þetta er kona mjög yndisleg og vill vernda þá sem henni finnst tilheyra sér. Hún mun launa þér eitthvað sem þú hefur gert fyrir hana. Það sem er væntanlegt en þú getur forðast ef þú vilt: Þar er aftur komið inn á þessa sjálfstjórn. Nú ætlar þú að fara að ráða yfir einhverjum. Það er hérna ung manneskja. Hún er ofboðslega dugleg og dálítið stjórnsöm. Það er eins og þú gefir þessari manneskju allan þinn styrk, hlýju og allt sem þú átt. Móöurlegar tilfinningar; ætl- ar eitthvað að veita þessari manneskju aðstoð. Þú ræður sjálf en mér finnst eins og þig langi óskaplega til að skipta þér af henni. Mér finnst að þú ætlir að hvetja hana til að gripa tækifæri sem þú heldur að verði henni til góðs. Mér finnst eins og þú verðir fyrir óréttlæti, einhverri tvöfeldni, baktali, öfund - einhverju slíku. En þú hefur viljann og þekkinguna til að takast á við hlutina og framkvæma þinn eigin vilja. Þú færð einhvers konar viðurkenningu en sennilega ekki fyrr en seinni partinn í sumar eða í haust. Þessi viðurkenning hefur miklar umbreytingar í för með sér og það verða ofsa- lega miklar breytingar á aðstæðum, hegðun þinni og athöfnum. Þetta hefur mikil áhrif á þig.“ I lokin gaf þessi spákona færi á að spyrja um einn tiltekinn dag ef þess væri óskað og fyrir valinu varð 12. ágúst, alveg út í loftið: „Ofboðslega skemmtilegur dagur sem veitir þér ánægju og það er einhver sigur sem fylgir þessum degi. Morguninn: Sambland af gleði og sorg. Þér líður ofsalega vel en lendir í smárifrildi. Degin- um tengist ferðalag. Eftirmiðdagur: Þú hittir gamlan vin og þér finnst þú vera mikið á réttri leið. Kvöldið: Þú færð einhvers konar fréttir um kvöldið - sem eru góðar fréttir. Og þessar frétt- ir geta hugsanlega boðað einhvers konar breytingar á vinnu eða bústað um skamman tíma. Þessi dagur kemur til með að skipta ein- hverju máli, það er alveg Ijóst. Hann hefur tvö spil sem benda til ferðalags. Hvort þú ert á ferðalagi þennan dag eða ert að ráðgera ferðalag get ég ekkert sagt um.“ OG HVAÐ PASSAÐI HÉR AF ÞVÍ SEM VAR SAGT? • Jú, blessuö blankheitin koma hér enn og aftur en að öðru leyti er ekki gott að segja. Hinu er þó ekki að leyna að þessi spákona kemur inn á marga sömu hluti og hinar, til dæmis þetta með öfund eða tvöfeldni, unga manneskju til að leiðbeina eða annast (þriðja barnið?), endurgjald vegna einhvers góðs sem var gert, ferðalag, bættan fjárhag og viður- kenningu. En tíminn mun væntanlega leiða þeta allt í Ijós!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.