Vikan


Vikan - 16.05.1991, Síða 23

Vikan - 16.05.1991, Síða 23
Blekkingin er svo stór þáttur í þessu - SEGIR VIÐM/íLANDI VIKUNNAR SEM ÓSKAÐI NAFNLEYNDAR Hún hefur verið í Kvennaathvarfinu frá því um miðjan desember, bjó við andlega kúgun þau tíu ár sem hún var í sambúð, kúgun sem end- aði með líkamlegu ofbeldi. En hvernig lýsir andleg kúgun sér? „Það er erfitt að skýra það, maður gerir sér ekki vel grein fyrir henni þar sem blekkingin er svo stór þáttur í þessu. Andleg kúgun er mark- viss leið til að brjóta fólk niður. Því veikari sem maður verður því sterkari verður kúgarinn. Það er erfitt að lýsa þessu. Mér leið aldrei vel en sætti mig við vanlíðunina. Það var alltaf ákveð- in spenna í loftinu, ég var alltaf hrædd við eitt- hvað sem ég vissi ekki hvað var. Ég var líka alltaf að reyna að halda friðinn, reyndi að dansa línudans til að halda öllu í horfinu. Sambýlismaður minn fyrrverandi er mikill egóisti og allt sem hann gerði var betra en það sem ég gerði. Ef hann keypti eldhúsglös voru þau betri en glösin sem ég keypti, ef hann tók til var það betur gert en ef ég hefði gert það. Vinkonum mínum var, að hans áliti, ekki treystandi, þær voru lauslátar og ómögulegar. Hann reyndi að drepa niður allt sjálfstæði hjá mér. Ég fór ekkert nema í saumaklúbb en hann hafði lítið álit á slíkum samkundum, hélt að við værum alltaf að tala um hann. Ég átti erfitt með að komast í klúbbinn, hann setti mér tíma- mörk, ég átti að vera komin heim fyrir ákveðinn tíma og ef ég var ekki komin þá kvartaði hann yfir því að hafa ekki getað sofnað fyrr en seint og verið þreyttur í vinnunni daginn eftir. Ég hætti að fara út með honum skömmu eftir að við fórum að búa saman, mér fannst hann vera leiðinlegur drukkinn. Hann fór því einn út að skemmta sér og kom oft ekki heim fyrr en um miðjar nætur, sagði að hann færi þetta fyrst ég fengi að fara í saumaklúbb. Smám saman einangraðist ég, hætti að fara WgKom hann tíl foreldra minna og kvaósl áhyggjufullur yfír því aÓ ég værí aÓ bilast á geÓi, þar sem ég væri sinnulaus og hugsaÓi ekki um heimilisstörfín. Ég held aÓ hann hafí helst viljaÓ koma mér inn á geÓdeild.ÆÆ út, gerði börnin háð mér og bar fyrir mig að ég kæmist ekkert vegna þeirra, það væri svo erfitt að fá barnfóstru. Mig langaði heldur ekkert út að skemmta mér, það er ekkert gaman að vera innan um ánægt fólk þegar manni líður illa og er spenntur og stressaður. Besti tími sambúðarinnar var þegar hann vann um tíma úti á landi. Börnin voru róleg og ég setti það ekki í samband við mína eigin líð- an en mér leið mun betur. Svo fór allt á sömu lund, mér leið illa, fékk vöðvabólgu sem talin er ólæknandi. Ég vaknaði þreytt á morgnana og leið illa og um tíma fannst mér að sjálfsmorð væri eina leiðin út úr þessum vítahring. Sem betur fer komst ég í kynni við mann sem læknaði vöðvabólguna og núna tel ég að hann hafi bjargað lífi mínu. Fyrir um það bil þremur árum fékk ég skeifugarnarsár og þurfti að vera í foreldrahúsum í nokkra daga þar sem ég gat ekki séð um börnin. Hann notaði þessi veikindi mín gegn mér og var alltaf að reyna að sannfæra mig um að ég væri enn veik. Um það bii þremur vikum áður en ég flutti að heiman kom hann til foreldra minna og kvaðst áhyggjufullur yfir því að ég væri að bilast á geði, þar sem ég væri sinnulaus og hugsaði ekki um heimilisstörfin. Ég held að hann hafi helst viljað koma mér inn á geðdeild til að standa uppi sem sigurvegari í okkar samskipt- um. Þó mér liði illa hugsaði ég alltaf með mér að þetta hlyti að lagast, það myndi verða betra eftir að yngsta barnið fæddist eða eftir að við flyttum í nýja húsið en það hafði hann byggt af miklum dugnaði. Við fluttum inn í ágúst í fyrra og þegar við höfðum búið þar I þrjá til fjóra daga fannst mér ég vera komin á einhverja endastöð og sá sjálfa mig taka til I þessu húsi það sem eftir væri ævinnar. Mig langaði til að vera meira innan um fólk, langaði til að fara niður I bæ eitt sinn í hádeginu en fékk ekki leyfi til þess fyrr en eftir tveggja tíma þras sem ég hafði svo engan áhuga á að endurtaka. Svo kom að því að ég átti að fara í sauma- klúbb en þangað kom ég alltaf síðust og fór fyrst. Hann sagði að ég kæmist ekki í klúbbinn þar sem hann ætlaði að fara [ bíó. Ég komst því ekki fyrr en um ellefuleytiö, þá öll útgrátin. Ég gat heldur aldrei notið þess að sitja neins staðar. Ef ég fór að heimsækja foreldra mína hringdi hann linnulaust í mig til að iáta vita af því að þau börn sem ekki voru með mér biðu eftir mér hjá honum. Ég gat varla talað I síma fyrir honum því hann var alltaf að sniglast í kringum mig. Síðastliðiö haust var ég alveg að gefast upp á sambúðinni. Ég ákvað aðfrysta hann úti, lok- aði á allar tilfinningar til hans og lét hann ekki komast að mér. Mér hefur stundum fundist hann alveg tilfinningalaus og nærast á mínum tilfinningum. Hann beitti öllum ráðum, reyndi að brjóta mig niður þannig að hann gæti leikið huggarann og ég beðist fyrirgefningar á sjálfri mér eins og svo oft áður. Það gekk ekki og hann fann að hann var að missa tökin. Ég sagði honum að ég vildi skilnað. Það mátti hann ekki heyra minnst á, sagði aö ég gæti far- ið en börnin yrðu eftir. Ég bauð honum að taka tvö af börnunum en það vildi hann heldur ekki. Kvöld eitt sátum við saman þegjandi í stof- unni, eins og svo oft áður. Þá kemur hann til mín og spyr hvort við eigum ekki að vera vinir. Ég vissi hvað það þýddi, hann vildi að við værum saman. Ég sagði að það kæmi ekki til greina. Þá skellti hann mér í gólfið, tók mig kyrkingartaki og hótaði að drepa mig ef ég yröi ekki með sér. Og þá sá ég hann í réttu Ijósi. Þarna afhjúpaði hann sig. Það var óhugnan- legt því það skein ekkert annað en illska úr augunum. Ég varð að lofa því að vera með honum til að halda lífi. Daginn eftir fór hann til vinnu eins og ekkert hefði ískorist. Ég var hálfdofin og lömuð. Hann kom heim um kvöldið og ég reyndi að vera róleg. Hann fór fljótlega að sofa. Daginn eftir þurfti ég að fara að versla. Okkur hafði verið boöið í jólaglögg um kvöldið og börnin ætluðu að gista annars staðar um nóttina. Ég gat ekki hugsað mér að vera ein með honum í húsinu um nóttina, fór til móður minnar og ætlaði að vita hvort bræöur mínir gætu hjálpaö mér. Annar þeirra var í útlöndum en hinn var önnum kafinn við annað. Mamma stakk upp á því að ég færi í Kvennaathvarfið. Þangað fór ég með börnin og innkaupapokana og hef verið hér síðan. Fyrstu vikuna var ég í felum hérna og faldi bílinn. Ég ætla að byrja nýtt líf en það verður erfitt að eiga við ýmsa þætti kerfisins. Ég fæ til dæmis ekki meðlag eða barnabætur fyrr en hann hefur skrifað undir tilskilin skjöl sem hann ætlar ekki að gera því hann heldur að ég komi aftur til sín. Hann er svo mikill egóisti að hann heidur því fram fullum fetum að ég hafi farið I Kvennaathvarfið til að eyðileggja mannorð hans. Ég var undrandi á þv(, þegar ég kom hingað, að hitta konur sem höfðu verið beittar mjög svipuðum aðferðum, jafnvel sömu orðin notuð. í dag er ég ánægö með lífið en geri mér grein fyrir því að margar konur búa við þá kúg- un sem ég hef þekkt.“ □ 10.TBL. 1991 VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.