Vikan


Vikan - 16.05.1991, Qupperneq 24

Vikan - 16.05.1991, Qupperneq 24
##Hann kom fram við mig eins og ég væri þræll. Ofbeldið kom fram í því að hann henti öllu út um allt og ég átti að tína til eftir hann.## Hcmn sagðist geta fengið annan þræl" - segir 32 ára kona frá Filippseyjum Hún er frá Filippseyjum og hefur ver- iö búsett hér á landi í tvö ár. Eigin- manni sínum kynntist hún fyrst í gegnum bréfaskriftir og í janúar fyrir tveimur árum fór hann út til hennar og um þaö bil mánuöi síðar giftu þau sig. „Hann virtist vera ágætismaður. Hann er eldri en ég eöa 46 ára gamall en ég er 32 ára. Hann sagðist geta boðið mér upp á gott líf með sér, hann vildi fá konu sem gat haldið heimili fyrir hann. En hann átti ekkert heimili, á þeim tveimur árum sem við höfum búið saman höf- um við búið á sjö stöðum, á tveimur stöðum í Reykjavík og svo út um allt land. Hann hafði flækst víða áður en við kynntumst og það virt- ust allir þekkja hann alls staðar. Hann hafði búið um tíma í Noregi með stúlku og á þar tvo syni. Þegar ég spurði hvers vegna hefði slitnað upp úr því sambandi sagði hann að hún hefði verið lesbísk. Síðar komst ég að því að það var tóm della, hún er núna gift ágætismanni. Enda er varla orð að marka það sem hann segir. Ætli hann segi ekki í dag að ég sé les- bía! Hann var einnig kvæntur íslenskri konu og á með henni nokkur börn sem öll hafa snúið baki við honum. Þau nota ekki einu sinni nafnið hans því þá er erfitt fyrir þau að fá vinnu. Hann er gjaldþrota og má ekkert eiga og því hefur hann skrifað tvo bíla, sem hann hefur keypt, á nafnið mitt og dóttur okkar. Hann er drykkjumaöur en hefur alltaf lofað að fara að breyta lífi sínu til betri vegar. Hann drakk dög- um saman, þoldi ekki barnið, gekk illa um og ég átti að ganga frá öllu. Hann kom fram við mig eins og ég væri þræll. Ofbeldið kom fram í því aö hann henti öllu út um allt og ég átti að tína til eftir hann. Hann lét mig rétt fá peninga til brýnustu lífsnauðsynja, allt hittfórtil áfengis- kaupa. Mér leið illa með honum, hann var alltaf í svo vondu skapi, blótaði öllu og öllum. Ég vildi ekki að dóttir okkar byggi við þetta. Ég hef farið tvisvar frá honum áöur, í fyrsta skipti þegar við bjuggum úti á landi. Þá fór ég til vinafólks og var þar í tíu daga. Og hingað í Kvennaathvarf- ið kom ég í júní fyrir tæpum tveimur árum og var hér þá í einn mánuð en þá var hann farinn að henda húsgögnum út um allt og hrinti mér. Ég var þá ófrísk að barninu okkar. Hann hafði hótað mér því að ég yrði send úr landi ef ég væri með eitthvert múður. Svo varð ég ófrísk aftur og er nú komin fjóra mánuði á leið. Ég geng með tvíbura og vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég komst að því. Þetta var sannarlega erfitt líf hjá mér. Hann greiddi aldrei neina reikninga, þegar þeir komu tók hann þá og henti þeim í ruslið. Ég spurði hvers vegna hann gerði það. -Átt þú einhverja peninga til að greiða þetta? var svarið. Um daginn hringdi ég í hann og spurði hvort hann gæti sent mér prófskírteinið mitt en ég er með próf í verslunarfræðum. Hann sagðist hafa hent skírteininu. Það vantar ekki að hann segist elska mig út af lífinu, kallar mig ástina sína og lofar bót og betrun. Hann hefur farið í meðferð á Vogi og fleiri stöðum, til dæmis á Landspítalann, en ekkert dugar. Þegar ég var að gefast upp nú og sagði að ég væri farin frá honum sagði hann það vera allt í lagi, hann gæti náð sér í nóg af þrælum þaðan sem ég heföi komið. Hann hefur farið á AA fundi en þeir hafa ver- ið svo erfiðir að hann hefur stundum þurft að fá sér neðan í því þegar hann hefur komið heim. Hann hvatti mig til að fara á Al-Anon fund, ég fór þangað en hætti því þegar hann hélt áfram að drekka. Þá ákvað ég að hætta frekar að búa með honum. Hann hefur setið í fangelsi nokkr- um sinnum og segist hafa drepið mann. Ég bjó síðast úti á landi en tók mér leigubil hingað í Kvennaathvarfið. Ég hef verið svo reið út í hann að ég hefði getað drepið hann. En hann er ekki þess virði að lenda í vandræðum út af honum svo ég ætla að losa mig við hann og alla fjölskyldu hans. Ég ætla að byrja að læra íslensku hjá Rauða krossinum og fara þaðan aftur í nám og fá mér svo vinnu og sjá um mig og börnin mín.“ □ 24 VIKAN 10.TBL 1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.