Vikan


Vikan - 16.05.1991, Page 34

Vikan - 16.05.1991, Page 34
SVART-HVÍTARMYNDIR: DANÍEL GUÐJÓNSSON Frá L.A. Café. Það skal tekið fram, að myndirnar sem fylgja greinlnni voru ekki teknar í yfirreið greinarhöfunda. MEÐAL ANNARRA ORÐA • Mikil fjölgun hefur oröiö á vínveitingastöö- um seinustu árin. Árið 1985 voru 87 vínveit- ingastaöir á öllu landinu. I Reykjavík einni eru þeir nú 89 og þar af um 20 krár. Kannski maður ætti að skreppa niður í bæ og kíkja á „krænnar"? • Við Laugaveginn standa 15 vinveitingahús og slær hann allar aðrar götur landsins út hvaö fjölda þeirra varðar. Maður treystir sér varla lengur niður nema hálfan Laugaveginn. • Áriö 1989 var selt áfengi fyrir tæplega tíu og hálfan milljarð. Þetta jafngildir því aö 875 manns meö 100.000 krónur í mánaðar- laun legöu öll laun sín til vínkaupa í heilt ár. Maðurinn lifir jú á fleiru en brauðinu einu saman. • Þá níu mánuði sem bjór var seldur á árinu 1989 voru seldir rúmlega 36,5 lítrar á hvern (slending 15 ára og eldri eöa rúmlega fjórir lítrar á mánuði sem jafngildir 12 bjórdósum. Þetta gera heilar 72 krónur á mann í dósa- gjald, nokkrar karamellur þar. • Á meðan íslendingar svolgruðu í sig rúma sex og hálfa milljón lítra af bjór áriö 1989 drukku þeir 616 lítra af messuvíni. Hvernig væri að bjóða upp á bjór I stað messuvíns til að bæta kirkjusókn landans? • Leyfilegur gestafjöldi á vínveitingastöðum í Reykjavík er 22.600 og þyrfti því þriðjung Reykvikinga til að fylla þá. Það er heldur skítt fyrir staðina að vera aldrei nema hálfir meðan allir gestirnir eru fulllr. • Marsmánuður 1989 mun líklega um langa framtíð halda titlinum mesti bjórsölumánuð- ur á íslandi. Þá seldist rúmlega 1,1 milljón lítra af bjór. Fyrstu þrjá mánuði ársins 1990 seldust 1,3 milljónir lítra af bjór. Segið svo að íslendingar séu ekki milljóna- þjóð þegar þeir vilja það við hafa. arlegt, amerískt Ijósaskilti og kádiljáka. En eftir þennan himnastiga kemur maður inn í eitthvað sem minnir mest á íslenska baðstofu, langa og mjóa undir súð. í staðinn fyrir prjónandi fólk á fletum er drekkandi fólk við fjögurra manna borð meðfram endilöngum veggnum. Það voru þó fáir þetta þriðjudagskvöld. Par í tilhugalíf- inu, hann talar, hún hlustar opinmynnt. Á veggnum við hlið þeirra er plakat úr myndinni Stronger than Fear með yfirskriftinni „Hún án blygðunar... nakinn sannleikurinn um pilt og stúlku og syndugan veruleikann". í einu horn- inu er sófi og hægindastólar þar sem menn geta horft á sjónvarpið. Klukkan er að nálgast ellefu og myndin í sjónvarpinu orðin svarthvít. Á Gauknum var hins vegar helgarstemmn- ing, troðið út úr dyrum og Loðin rotta sá um að fjörið spriklaði um ganga. „Ég hef komið hérna þrjú hundruð sinnum," sagði ung snót og vin- kona hennar bætti því viö að hér hittu þær allt- af einhvern sem þær þekktu. Þær voru lítið fyr- ir pöbbarölt og sögðust einungis fara á Gauk- inn eða á Glaumbar, aðrir staðir voru ekki inni í þeirra heimsmynd. Það var ekki vinnandi vegur að nálgast barborðiö á neðri hæðinni sakir manngrúa og orðasambandið „að tala saman“ á svo sannarlega ekki við á þeim bæ því þar „öskrar maður sarnan". Uppi er að vísu mun rólegra en þó betra að hafa sterk radd- bönd liggi manni mikið á hjarta. Tónlist er einatt höfð í hærri kantinum á ís- lenskum krám og oftar en ekki er um danstón- list að ræða en ekki rólega tónlist til þess að hafa í bakgrunni. Yfirleitt er þó mun rólegra í miðri viku en um helgar er takkinn skrúfaður í botn hvort sem um er að ræða lifandi tónlist eða bara uppáhalds spólu starfsfólksins. Á Fimmunni var auðn og tóm og hálfgerð kirkju- garðsstemmning, ólíkt því sem gerist um helgar. Sumir staðir viröast bara ekki þrífast í miðri viku og eru það einkum þeir stóru, undanskildir eru þó Gaukur og Glaumbar. Á litlu stöðunum eins og Blús barnum, 22 og Naustkránni (sem að vísu er allnokkru stærri) er alltaf nokkuð vel setinn bekkurinn enda eru þeir staðir ekki lengi að verða troðnir sakir smæöar. Um leið verður stemmningin á þess- um stöðum rólegri, persónulegri og meira í takt við lífið á þriðjudagskvöldi, hægt og afslappað. HELGARSTEMMNING Það er allt annað að halda á vit kráarlífsins á laugardagskvöldi en þriðjudagskvöldi. Helgar- spennan er í loftinu, næturlífið lokkar og seiöir. Upp úr ellefu fer fólk aö flykkjast á krárnar. Við rétt sleppum inn á Glaumbar áður en röðin endalausa myndast. Rauðklæddir dyraverðir með teljara sjá um að ekki fari of margir inn enda eins gott að þeir hlutir séu í lagi því eftir- litsverðir geta komið hvenær sem er. Inni er fullt af ungu fólki, vel klæddu og brosandi út í loftið. Augnaráð eru send út um allan sal í leit að einhverjum sem svarar á móti. Popptónlist- in á fullu og kliður ólíkra radda fyllir húsið. Ennþá eru sorgir næturinnar ekki komnar í Ijós. Það er gaman að fylgjast með fólki koma inn á krá, andlitin eru full eftirvæntingar og spennu. Hvað bíður mín í kvöld? Á laugar- dagskvöldum vill fólk að eitthvað gerist, aö það sé gaman, stuð. Það fer ekki bara til að rabba saman eins og í miðri viku. Þegar við förum út mætum við eftirlitsmönnunum fyrrnefndu, þeir láta sig ekki vanta. Á Naustkránnivar talsvert öðruvísi um að lit- ast en á Glaumbar. Fólkið eldra og það var ekki sama spennan í loftinu þó vissulega glitti hér og hvar á veiðiglampa í augum. „Eruö þið að bíða eftir borði, elskurnar?" Gráhærður séntilmaður bauð okkur borðið sitt af rausn. Hann og systkinin voru að halda upp á það að systir þeirra, sem hafði verið búsett í 40 ár í Ameríku, var nú komin heim. Systirin sat ánægð og brosandi með rauða rós, sem systk- ini hennar höfðu gefið henni, fyrir framan sig. Reyndar voru víða rauöar rósir fyrir framan ungar og gamlar konur. Einhver blómasali hlýt- ur að hafa verið nýfarinn hjá. Virðulegir háskólakennarar halla sér upp að barnum f hrókasamræðum og hér virðist vera mikið af fólki með prófgráður. Leiðin lá næst á Laugaveginn. Rúnturinn lið- aðist um og við komumst mun hraðar yfir á tveimur jafnfljótum. Fyrsti viðkomustaður var Blús barinn. Utan við þennan pínulitla stað var röð svo við snerum frá. Þriðjudagskvöldið verður að nægja. Það er annars merkilegt með allan þennan fjölda af krám að fólk skuli láta sig hafa það aö norpa í röð til þess að komast inn en fara ekki bara á þá næstu þar sem eng- in röð er. Kannski er þetta bara gömul venja frá því á ballstöðunum. Við röltum allavega áfram og gengum inn á Púlsinn, framtak tónlistar- manna þannig að lifandi tónlist skipar önd- vegi. Þetta kvöld átti að vera Stones-kvöld, hljómsveitin Sveitin milli sanda sá um að rifja upp helstu smelli Steinanna. Því miður fyrir okkur var bandið í pásu allan tímann sem við dvöldum á staðnum. Það var þéttskipað í hvert sæti og meira til, ungt fólk í meirihluta. Á leið okkar út börðum við augum hringlaga stiga með ofanljósi. Hann gaf fyrirheit um eitthvað óvænt og héldum við spennt upp á leið. En þessi volduga umgjörð gerði ekki annað en leiða okkur að salernunum og er vafamál hvort nokkur annar staður hefur lagt svo mikið í að- komuna að pissiríum eins og Púlsinn\ Það rigndi þegar við komum út og fyrirhug- uðu rölti niöur Laugaveginn var umsvifalaust aflýst og bíllyklarnir dregnir upp. Við ókum því framhjá Tveimur vinum. Þar kostaði líka inn og við trú þeirri ákvörðun okkar að borga okkur ekki neins staðar inn og standa hvergi í röð. Á 22 var röð sem oftar en þaðan er steinsnar á N1 bar. Einhvern veginn finnst manni að þetta -bar- nafn eigi ekki alveg við, staðurinn minnir meira á lítið diskótek en krá. Gestir eru flestir standandi, barstólarnir eru ekki við barinn heldur úti við glugga. Uppi er krókur og dásamlega Ijótt plusssófasett. Úti er stærðar garður og lituð útiljós. Ungur maöur i svörtum leðurjakka (almennur klæðnaður á þessum stað) kom aðvífandi með rauða rós og tók aö ræða hönnun við einn af greinarhöfund- um og lauk því samtali svo að rósin skipti um eigendur. Inni dúndrandi tónlist og diskóljós á barnum. Útlent par í síðum svörtum leðurjökk- um og dökkt yfirlitum ræddi málin af suðræn- um skaphita. Stórborgarandrúmsloft í lítilli krá í hliðargötu. Síðasti viðkomustaður var Borgarvirkið. Ein- hver talaði um að þetta væri eins og Óðal sáluga, kúrekastemmning norður í ballarhafi. Ekki var nú margt um manninn en við röltum inn í nokkurs konar hliðarsal og fengum okkur sæti á hrosshári. Ef menn gerast eitthvað valtir í sessi er bara að grípa í faxið á kollinum sem þeir sitja á. Frh. á bls. 36 34 VIKAN 10. TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.