Vikan


Vikan - 16.05.1991, Page 40

Vikan - 16.05.1991, Page 40
skilar sínu nokkuð vel miðað við að vera fimmtíu og tvö hestöfl. Þó fannst undirrituðum að vinnslan hefði mátt vera meiri þegar bíllinn varfullhlað- inn. Titringur og hávaði hefur veriö minnkaður til muna miö- aö við eldri bila. Minnka mætti þó hávaðann enn meira. Daihatsu Charade bílarnir sem fást hjá Brimborg hf. eru allir 1,0 lítra. Þeir bílar sem bera einkennisstafina CR, CX og CS eru fimm dyra og þeir sem eru auðkenndir með stöfunum TX og TS eru þriggja dyra. T stendur fyrir tveggja dyra og C fyrir fimm dyra en seinni stafurinn táknar hversu vel bíllinn er búinn. Charade er einnig hægt að fá með skotti og nefnist hann þá sed- an SG. Hann er minnsti bíllinn á markaönum með vökvastýri og velja má hvort heldur hand- eða sjálfskiptingu. í boði eru einnig fjórhjóladrifnir bílar sem nefnast TXFi og CXFi. Allir þessir bílar eru með 1,3 lítra vél sem er níutíu hestöfl með beinni eldsneytisinnspýtingu. Hægt er að fá bílinn I GTti útfærslu sem er ríkulega búin aukahlutum ásamt því að vera knúin aflmikilli vél með túrbínu og millikæli. Ódýrasti Charade bíllinn í fjölskylduútfærslunni er á sex hundruð sjötíu og fimm þús- und krónur og sá dýrasti sjö hundruð fjörutíu og tvö þús- und krónur. Hér er á ferðinni mjög góður fjölskyldubíll sem nýtist ein- staklega vel, sérstaklega fimm dyra útfærslan, ásamt því að vera sportlegur I útliti og veita eiganda sínum ánægju við aksturinn. Það er Brimborg hf., Faxa- feni 8 í Reykjavík, sem er með umboð fyrir þessa bíla. □ SPÁKONUR Frh. af bls. 17 hann er nú líka frekar lokaður. Maðurinn þinn er dökkhærður, duglegur við sína vinnu, vinnu- samur og nákvæmur. Börnin eruð þið heppin með. Bæði eiga eftir að læra talsvert og bæði kjósa að fást við lifandi störf og þau læra er- lendis. Þið farið hins vegar út eftir fjögur til fimm ár og verðiö þar bæði viö vinnu og þar njótið þið ykkar vel. I sumar sé ég hins vegar ferð til út- landa, sennilega sólarlanda, en ég sé líka ferð þar sem tekið er á móti ykkur. Já þið eigið eftir fullt af ferðalögum erlendis." Svo segir hún Vikukonunni frá fjárhagsleg- um hrakförum á ferðalagi innanlands. Allt var svo dýrt aö hún varð hreinlega uppiskroppa með farareyri. En ekki í Lúxemborg. „Og finnst þér þetta ekki synd? Eins og mikið er til af fallegum stöðum hérna." Samúel samþykkir heils hugar. „Svo sé ég að það fylgir þér gömul kona á peysufötum. Hún er föl og grönn I andliti. Og hér er líka maður, borðalagður, sem er þér ekki eins nákominn en fylgir þér samt. Veistu nokkuð hvaða fólk þetta er?“ Allt kemur fyrir ekkert. Ekki tekst þrátt fyrir góöan vilja að finna eitthvert fók sem megi ör- ugglega telja mætt þarna til spákonunnar. „Það er líka blátt, skært Ijós í kringum þig. Hefur þér aldrei verið sagt frá því?“ Nú, eitthvað rámar útsendarann í aö hafa heyrt um Ijósa áru en hvort blátt var þar ríkj- andi er ekki eins víst. En spákonan Ijúfa kinkar bara kolli og segir að blái liturinn sé alltaf bjart- ur og tær í áru. Góður litur. Og auðvitað er því tekið með þökkum. „Og svo eru hér nokkrir punktar. Þú hefur talsverða listræna hæfileika sem þú átt eftir að nota meira en þú hefur gert. Eftir tvær til þrjár vikur áttu mjög skemmtilega kvöldstund og al- veg fram á nótt. Og svo vil ég vara ykkur ein- dregið við að skrifa undir eitt né neitt sem ábyrgðarmenn. Það þýðir ekki að því þurfi að fylgja neinn illvilji. En gerið það endilega ekki. Því verður ekki illa tekið.“ Vikukonunni var fylgt jafnfallega til dyra eins og tekið var á móti henni; með æðrulausri hlýju og tilgerðarleysi. Þessi spákona hefur alveg sérstaka návist, svo engan þarf að undra að sjá köttinn kúra sig fast í hálsakoti hennar, feit- an og velsældarlegan. Útsendarinn gæti vel hugsað sér að heimsækja þessa spákonu aftur. Ef það verður þá nokkurn tíma fyrirgefið að hafa sett hana sisona leyfislaust í fjölmiðil. HVAÐ PASSAÐI HÉR AF ÞVÍ SEM SAGT VAR? • Flutningar og vangaveltur um nýja. • Viðhorf Vikukonunnar til ferðalaga. • Enn og aftur stóöst það sem sagt var um eiginmanninn. • Tengslin við kaupstaðinn sem lýst var. • Erfiðleikar við að falla inn í hóp í skóla. • Vinna með blöð og pappíra. • Dvalir erlendis. • Barnafjöldinn. Og nú getið þið, lesendur góðir, spreytt ykkur á að finna hvað er líkt og hvað ólíkt með því sem þessar fjórar spákonur höfðu til málanna að leggja. Hins vegar er ekki hægt að líta fram hjá því að allar nefna þær nokkur atriði sem eru þau sömu: flutninga, allar handvissar um blankheitin og fljótlega betri fjárhag. Alltaf þessi þrjú börn í stað tveggja - í það minnsta ungur einstakling- ur sem verður sinnt aukalega, hæfileika sem verða notaðir betur, langt líf og fleira. Þær þrjár, sem lýsa eiginmanninum, eru réttilega vissar í sinni sök. Viðurkenning eða frami kemur fram hjá tveimur, alls stað- ar er varað við tvöfeldni eða öfund og bak- tali, tvær tala um endurgjald vegna ein- hvers sem gott var gert, ferðalagið nefna þær allar. Hver treystir sér til að útskýra þetta? Alla vega ekki út-spáður útsendarinn sem veit núna út í öreindir hvað nánasta framtfð ber í skauti sér... eða það heldur hún! 40 VIKAN 10. TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.