Vikan - 16.05.1991, Side 58
STIÖRNUSPÁ
HRÚTURINN
21. mars - 19. apríl
Visst hópverkefni freistar
þín þvi aö þú virðist geta haft á-
hrif á þaö. Ferðalag er sennilega
ekki á döfinni á næstunni þótt þú
sért aö hugsa til hreyfings en þaö
er allt í lagi aö áætla fram í
tímann. Vertu varkár 25. maí.
NAUTIÐ
20. apríl - 20. maí
Lund þín léttist eftir þvi
sem Iföur á mánuöinn og það skil-
ar sér í auknum áhuga fólks á
þér. Þú átt betra með það nú en
oft áður að einbeita þér að mál-
efnum þínum. Þú ert sem sagt í
uppsveiflu sem endist fram í
næsta mánuð.
TVÍBURARNIR
21. maí - 21. júní
Nú er að hefjast tímabil
þar sem óljósar hugmyndir þínar
fá skýrara form. Þú verður því
hugmyndarík(ur) og jafnvel af-
kastamikil(l) er líður á mánuðinn.
Undir mánaöamótin verður góður
tími til samningagerða.
KRABBINN
22. júní - 22. júlí
Þú ert f mjög góðu and-
legu ástandi um þessar mundir
og allt virðist ganga upp. Það er
því ástæðulaust að láta aðra hafa
áhrif á skoðanir þínar. Njóttu lífs-
ins en vertu samt viðbúin(n) fjár-
málaspennu f lok mánaöarins.
LJÓNIÐ
23. júlí - 23. ágúst
Um þessar mundir skiptir
hreinskilnin miklu máli í samskipt-
um þínum við fólk. Heppnin virð-
ist vera með þér um og eftir hvíta-
sunnuna og líkur eru á að í lok
maí fáir þú tilboð sem þú verður
strax að taka afstöðu til.
MEYJAN
24. ágúst - 23. sept.
Nýleg mistök stafa af
reynsluleysi. Ræktu samband þitt
við vini sem vilja þér vel. Hvíta-
sunnuhelgin verður ánægjuleg og
eitthvað óvænt kemur í Ijós. Það
slaknar á athafnasemi þinni í
maílok þegar þú byrjar nýtt
tímabil sjálfskönnunar.
VOGIN
24. sept. - 23. okt.
Einbeittu þér að hæfileik-
um þínum og notaðu þá. Haltu
þig að fólki sem hefur sömu
markmið og þú. Samskiptaerfið-
leikar hverfa og þú hefur alla
möguleika á að skemmta þér vel
á næstunni. Gæfan brosir við þér
í maílok.
SPORÐDREKINN
24. okt. - 21. nóv.
Nú er tími til aö hugsa
djarflega. Samskipti við fólk í fjar-
lægð verka hvetjandi en þó ögr-
andi. Þér er alveg óhætt að opna
þig svolítið um hvítasunnuna því
að nýtt fólk vill kynnast þér ef þú
gefur því tækifæri til þess.
BOGMAÐURINN
22. nóv. - 21. des.
Einbeittu þér að nýjum
tækifærum. Ferðalög eru gagnleg
um þessar mundir. Nýtt skeið
hefst í lífi þínu 26. maí og stórir
draumar færast nær raunveru-
leikanum. Nú er tækifæri til að
taka upp nýja siði sem gætu enst
allt lífið.
STEINGEITIN
22. des. - 19. janúar
Fágaðu framkomu þína
þvf að ævintýri er í vændum. Vin-
áttusambönd styrkjast með sam-
eiginlegum áhugamálum. Hvíta-
sunnan verður kannski ekkert
sérstök en undir mánaðamót áttu
góða daga og hugsar gott til glóð-
arinnar.
VATNSBERINN
20. janúar - 18. febrúar
Þú ert í svolítilli lægð
kringum 16. maí svo að þú skalt
halda þig út af fyrir þig þar til þú
kemst á réttan ijöl. Um og eftir
hvítasunnuna fara dagar þínir
hraðbatnandi. Þiggðu heimboð
og láttu Ijós þitt skína.
FISKARNIR
19. febrúar - 20. mars
Starf þitt snýst æ meira
um sjálfstjáningu. Þú gerir hluti
sem þig hefur aðeins dreymt um
að gera áður. Gæfan verður þér
hliðholl um hvítasunnuna og
næstu daga þar á eftir. Ljáðu því
sem þú gerir persónulegan stíl.
BARFLUGUR
Frh. af bls. 36
un í innréttingum flestra þeirra. Dökkur panell í
metrahæð frá gólfi, veggir hvítir og flösku-
grænir að öðru leyti. Þungur, klossaður bar eft-
ir endilöngum vegg. Dökkur steinn á gólfum.
Borð og stólar oft úr dökkbæsuöum viði og
gamaldags, rósótt plussáklæði á stólum. Á
veggjum er tilviljanakennt samansafn mynda í
alls konar römmum. Lýsing er dempuð og Ijós-
gjafar víða með úreltum, rósóttum plastskerm-
um. Þaö er erfitt að segja hvort þessi innrétt-
ing, sem virðist ríkjandi á þorra íslenskra kráa,
á sér einhverja fyrirmynd. Það hvarflar að
manni að fyrstu krárnar hafi kannski átt hana
en síðan hafi hinar veriö innréttaðar eftir þess-
ari „íslensku" fyrirmynd. Krá fyrir íslenskan
meðal-Jón.
Þó er eins og breyting hafi átt sér stað upp á
síðkastið. Upp hafa sprottið krár sem greini-
lega eru innréttaðar með það fyrir augum að
skapa sérstakt andrúmsloft eða að höfða til
ákveðins hóps fólks. Það er ekki ólíklegt að
harðnandi samkeppni um kráargesti hafi haft
áhrif á þessa þróun, svipað og gerist í tónlist-
inni.
Blús-barinn er einn þeirra staða þar sem
reynt hefur verið með innréttingum að skapa
annars konar stemmningu. Steingólf á móti
svartmáluðum veggjum. Létt kaffihúsaborð
með tilheyrandi stólum i dökkum lit hjálpa til
við að brjóta upp hinn hefðbundna kráarstíl og
skapa millistig milli kaffihúsa- og barstemmn-
ingar. Einfaldur, yfirlætislaus bar í einu horn-
inu, frekar lítill og á vegginn bak við barinn
límd plaköt í öllum regnbogans litum, hvertyfir
annað. Lýsingin er sterk en litið af henni. Á
einu horni barsins liggur bunki af helstu tísku-,
menningar- og listatímaritum, eins og til að
gefa gestum ilm af alþjóðlegu andrúmslofti.
Franskur andi hvílir yfir vötnunum, róleg
dreymandi stemmning. Fólk situr jafnvel yfir
kaffibolla, sýgur í sig nýjustu strauma heims-
menningarinnar og lætur sig dreyma um að
vera komið langt í burtu frá íslenskri vetrar-
veðráttu sem gnauðar fyrir utan.
N-1 bar ber með sér að þeir sem hafa inn-
réttað staðinn hafa haft ákveðinn hóp fólks í
huga. Strax við innganginn taka leðurjakka-
klæddir dyraverðir á móti okkur. Á gólfin hafa
verið límdir afgangar úr heimspressunni og
lakkað yfir. Veggir eru allir klæddir burstuðu,
ryðfríu stáli og hlébarðaskinn, yfirdekkt með
glæru plasti, er á stólum og borðum, sem
reyndar eru af skornum skammti. Allt er kalt og
ópersónulegt. Sama má segja um útlit gest-
anna. Þungarokk glymur í eyrum og einhvern
veginn fær maður það á tilfinninguna að maður
hafi dottið inn í Fellinimynd.
Borgarvirkið er eitt dæmi þess að reynt hefur
verið að skapa ákveðið andrúmsloft. Yfirdrifið
útlit kráarinnar vekur upp þá hugsun hvers
vegna maður kom ekki ríðandi á hesti. Þegar
inn er komið reiknar maður jafnvel með aö kú-
rekaklætt þjónustufólk með spora vísi til sætis.
Hugmyndinni um „villta vesturs" stemmningu
hefur verið svo vel fylgt eftir að stólarnir eru
yfirdekktir með hrosshúð og flaksast faxið eftir
sumum þeirra endilöngum. Hér er hægt, þegar
næturgleði skemmtanalífsins er í algleymingi,
að bregða sér á bak og ríða langt í burtu frá
hversdagsbaslinu, yfir grænar sléttur og víð-
áttumikil engi.
58 VIKAN 10. TBL. 1991