Vikan


Vikan - 06.02.1992, Síða 21

Vikan - 06.02.1992, Síða 21
úrslitastundu, æöst öllum mannanna verkum er án nokkurs vafa þaö þegar hver bjargar annars lífi. Valdimar er einnig minnisstætt atvik sem átti sér stað í hríðarbyl og ófærð þannig að ekki varð bílum við komið. Þá var kona nokkur van- fær og við það að fæða. Brugðið var á það ráð að bera konuna á börum nokkra vegalengd frá heimili hennar og yfir á fæðingarheimilið. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki átt beina aðild að því máli en þetta hafi gerst í raun og sé skemmtilegt dæmi um víðfeðmi lögreglustarfs- ins, starfs sem þrátt fyrir margar neikvæðar og myrkar hliðar getur fyrir einstök tilvik verið fylli- lega tímans virði. VANDMEÐFARIÐ VALD Þó að starfið bjóði upp á jákvæðar hliðar undir ýmsum kringumstæðum þá þarf lögreglan allt- af að fara vel með það vald sem hún býr yfir. Ekki er sama hvernig að málum er staðið og mikil ábyrgð hvílir á herðum lögreglumanna þegar þeir standa frammi fyrir mikilvægum málum. Valdið er vandmeðfarið. Valdimarseg- ir lögreglumann á vettvangi oft standa frammi fyrir því að þurfa að taka skjóta ákvörðun undir erfiðum kringumstæðum, ákvörðun sem hann getur svo þurft að verja lengi á eftir fyrir dóm- stólum og frammi fyrir lögfræðingum sem hafa haft nægan tíma til að velta ákvörðun hans fyr- ir sér. „Ef til vill gera fáir sér grein fyrir því hversu erfitt þetta getur verið fyrir lögreglu- manninn," segir Valdimar og heldur áfram, „þegar aðstæður leyfa engan umhugsunar- tíma. Ekki má heldur gleyma því að lögreglumenn vinna störf sín oftar en ekki fyrir opnum tjöldum og borgarinn hefur mjög náið eftirlit með störf- um þeirra. Þá er lagabókstafurinn oft almennur og jafnvel tvíræður en lögreglumenn þurfa samt sem áður að túlka hann í erfiðri aðstöðu og oft undir mikilli pressu. „Það er til dæmis oft mjög erfitt fyrir okkur að meta til hvers löggjaf- inn hefur ætlast þegar hann setti ákveðin lög,“ segir Valdimar. Hann segir einnig koma til mörg útburðarmál og forræöismál þar sem það sé til dæmis ekki skemmtilegt starf að fara inn á heimili og taka börn frá foreldri sem hitt foreldrið hefur öðlast forræði yfir samkvæmt úrskurði dómara. „Þetta tilheyrir starfinu og skrifast fyrst og fremst á neikvæða reikninginn. Inn í þetta má taka það sem við minntumst á fyrr, að eftir að lögreglan og borgarinn fóru í auknum mæli að ferðast um í bílum hefur skilið mjög á milli í samskiptum þessara aðila. Lögreglan hittir varla fólkið núorðið nema undir neikvæðum kringumstæðum." VOPNAST LÖGREGLAN? Við vendum kvæði okkar nú svolítið í kross og hugum að áhættuþættinum. Er hættulegt að vera lögreglumaður á Islandi? „Nei, ekki myndi ég segja að það sé neitt hættulegra en mörg önnur störf. Fram hjá því ber samt sem áður ekki að líta að slys og óhöpp geta átt sér stað í þessu starfi eins og öðrum en dæmin hafa þó ekki sýnt neina sérstaka hættu. Upp geta vissulega komið tilvik þar sem aðstoð við borgarann getur til dæmis snúist upp í and- hverfu sína og við höfum dæmi um það þegar einn lögreglumaður hér fór upp á húsþak til að aðstoða mann sem var í einhverjum annarleg- um hugleiðingum. Þegar lögreglumaðurinn kom upp til hans réðst maðurinn á hann og engu mátti muna að þeir féllu báðir ofan af þakinu. Við höfum fleiri tilvik þar sem tæpt hef- ur staðið." Hann bætir ennfremur við að það eitt út af fyrir sig að lögreglan á íslandi er óvopnuð geri það að verkum að jafnvel þó menn séu viti sínu fjær og stundum vopnaðir að auki þá skipti það sköpum hvað viðbrögö þeirra gagn- vart lögreglunni varðar. „Ég tel að hjá þeim þjóðum sem hafa vopnaða lögreglu séu við- brögð gegn henni mun harðari og ég sé ekki fyrir mér að hér verði vopnuð lögregla í bráð enda held ég að ávinningur af því sé enginn.“ Blaðamaður setur sig nú að lokum í spor barnsins sem einlægt spyr spurningarinnar sem fullorðnir vilja ekki spyrja en langar ekkert síður að fá svar við. Er gaman að vera lögga, Valdimar? „Ja, ég væri nú ekki búinn að vera í þessu í tuttugu og fimm ár ef ekki væri eitt- hvað jákvætt við þetta og fyrst og síðast grundvallast starfið á því að maður sjái árang- ur af því. Það er alveg sama hvað maður gerir, ef árangur næst þá er það þess virði. Svo hef- ur í gegnum tíðina verið góður mannskapur hér og starfsandi verið ákaflega góður. Það eitt út af fyrir sig er ákaflega jákvætt." Með þessi svör Valdimars efst í farteskinu kveður tíðindamaður lögregluna í Kópavogi og grýlumyndin er fokin út í veður og vind. Sumir segjast vilja vera í friði fyrir lögreglunni - en eru það ekki þeir sem vilja fá að brjóta af sér í friði? Hvað um þá sem ekki telja sér neinn ávinning í því að brjóta gegn þeim reglum sem gilda í samfélagi manna? Þeir treysta á lögg- una. Góðu lögguna. áskrifendur pcufrr,i AFZ'ku. SamútgáfanKorpus Háaleitisbraut 1 105 Beykjavik © 813t22 3. TBL. 1992 VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.