Vikan


Vikan - 06.02.1992, Qupperneq 27

Vikan - 06.02.1992, Qupperneq 27
BRJÁLAÐ KVENFÓLK Á GALDRALOFTINU Fúría, Leikfélag Kvennaskólans, sýnir Lýsiströtu Mesta gagn sem við getum haft af lífinu er að eyða því í eitthvað sem endist lengur en það,“ gæti gríska leikritaskáld- ið Aristófanes hafa sagt ef hann hefði órað fyrir þeim vin- sældum sem gamanleikur hans, Lýsistrata, átti eftir að njóta. Fyrir um 2400 árum fylgdust aþenskir hermenn með leikrit- inu Lýsistrata sem var ádeila á þá sjálfa, bæði sem karlmenn og sem hermenn. Aristófanes fæddist árið 448 fyrir Krist, rétt áður en stríð Aþeninga og Spartverja hófst. Þrátt fyrir hörmungar stríðsins leitaðist Aristófanes við að sjá skoplegu hliðarnar á lífinu og byrjaði mjög ungur að skrifa gamansöm leikrit. Leikrit hans nutu strax mikilla vinsælda hjá almúganum sem var feginn að sjá eitthvað annað en hina magnþrungnu grísku harm- leiki. Aristófanes fór ekki leynt með það ef einhver meðborg- ari hans féll honum ekki í geð og notaði leikrit sín ósþart sem vettvang fyrir persónulegan ágreining og niðurrifsstarfsemi á nafntogaða Aþenubúa. Mörg leikrita hans eru einnig ádeilur á stríðið þar sem Grikkir drápu Grikki. Grískir gamanleikir voru ekki fágaðir og þrátt fyrir dásamlega Ijóð- ræna texta voru leikritin oft á tíðum djörf. í Lýsiströtu deilir Aristófanes til dæmis á sið- leysi Grikkja með siðleysi. Lýsistrata er leiðtogi Aþenu- kvenna og hennar æðsta markmið er að koma á friði milli Aþeninga og Spartverja. Hún fær konur bæði í Aþenu og Spörtu í lið með sér og ákveða þær að neita að sofa hjá mönnum sínum eða veita þeim annan holdlegan munað þar til þeir semji frið. Þessu eiga karlmennirnir erfitt með að taka og eru að lokum að- framkomnir af ástleysi. Það sama má segja um konurnar sem Lýsistrata á í mestu erfið- leikum með að halda í skefjum. Að lokum þola karl- mennirnir ekki lengur við og samþykkja að ganga til friðar- ráðstefnu. Þar sér Lýsistrata til þess að þeir fái svo mikið vín sem þeir geta í sig látið. Ger- ast þeir brátt kátir mjög og undirrita hinn langþráða friðar- sáttmála í miklu bræðralagi. Kvenskörungurinn Lýs- istrata getur með sanni kallast Fúría en það nafn er notað um ákveðna og dugandi konu sem fær sitt fram. Leiklistar- félag Kvennaskólans ber einn- ig þetta nafn, Fúría, og því þótti Lýsistrata hæfa betur en nokkurt annað leikrit þegar nemendur Kvennaskólans völdu sér leikrit til sýningar. Sýningar á leikritinu standa nú yfir á Galdraloftinu í Hafn- arstræti 9. Salurinn þar er ekki stór og áhorfendur sitja mjög nærri leikurunum. Það kemur Frá æfingum á Lýsiströtu, sem Leikfélag Kvennaskólans sýnir um þessar mundir á Galdraloftinu í Hafnarstræti 9. Leikrit sem höföar ekki síður til fólks nú á timum en fyrir 2400 árum. Pétur Gunnarsson og ferst honum það verk vel úr hendi enda með góðan efnivið ungra leikara. Sérstaklega má nefna þau Guðmund Þór Kárason og Ásdísi Mjöll Guðnadóttur sem eru mjög góð í hlutverkum sínum. Auk þeirra fara þær Ellen Jacquline Calmor, Ing- veldur S. Ingveldardóttir og Eiríkur Hilmarsson með stærstu hlutverkin og tekst þeim öllum mjög vel upp. Miðapantanir eru í síma 24650 eftir klukkan 18.00 á daginn og fara sýningar fram kl. 20.00. Lýsistrata er leikrit sem höfðar ekki síður til fólks nú á tímum en fyrir 2400 árum. Það er bæði fyndið og hnitmiðað og hreint út sagt frábær skemmtun. þeim í aukna snertingu við leikritið. Leikendur hafa ákveðið að breyta út frá hinum hefð- bundna klæönaði Grikkja til forna. Klæðnaður Aþenubúa er bæði látlaus og djarfur en Spartverjar eru klæddir í leður frá hvirfli til ilja enda harðir bar- dagajaxlar. Gefa nýtískulegir búningar leikaranna leikritinu skemmtilegan blæ. Leikstjóri sýningarinnar er 3.TBL.1992 VIKAN 27 TEXTI: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR / UÓSM.: JÓN FRIÐGEIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.