Vikan


Vikan - 06.02.1992, Qupperneq 31

Vikan - 06.02.1992, Qupperneq 31
Ég þekki hjón sem búa á sveitabæ nærri vinsælum án- ingarstað ferðamanna. Þau kviðu alltaf fyrir sumrinu því þótt þau byðu engum í heim- sókn breyttist heimili þeirra alltaf í gistiheimili og veitinga- hús á þeim árstíma. Vinir þeirra litu svo á að þeir gerðu þeim greiða. Þarna bjuggu þau í auðninni allt árið og þurftu nauðsynlega á upplyft- ingu að halda frá fólki úr sið- menningunni. Að bændur hafi sitthvað að gera yfir sumarið kom mörgum þeirra á óvart. Þeir buðu fram aðstoð sína í fjósinu fyrsta daginn en urðu síðan leiðir á öllu saman. Þegar við settumst niður, þessi kona og ég, þá sagði hún: Víst er gaman að fá gesti, ég neita því ekki en þaö er hægt að fá of mikið af öllu, skilurðu. Engin af þeim sem hér komu í sumar stoppuðu lengi og þau voru svo hugul- söm að hafa ýmislegt matar- kyns með sér. Ég hef bara ekki þrek til þess að sitja fram á nótt og spjalla eða spila við þau, ég þarf í fjós eldsnemma en þá geta þau sofið! Þau eru í fríi! Fyrir fimm árum fann hún lausnina á þessu, við það minnkuðu óþarfa heimsóknir til muna. Hún krafðist þess af gestum sínum að á meðan þeir stoppuðu hjá henni tækju þeir sinn þátt í bústörfunum. Hún sagði hreinlega: Ég get ekki bæði sinnt bústörfunum og ykkur nema fá aðstoð frá ykkur. Sumir sættu sig við þetta og aðrir styttu dvöl sína. Önnur kona var svo stolt af nýja sumarbústaðnum sínum að hún dreifði „komið bara“ yfirlýsingum hvert sem vera skyldi. Fólkið kom á hvaða tíma sem var og stoppaði lengi. Hún var yfirleitt í eldhús- inu, að elda, þvo upp, baka, þvo upp, elda, taka til og þar fram eftir götunum. Ein vin- kvenna hennar, einstæð móðir, kom barni sínu í pöss- un hjá henni í hálfan mánuð svo hún gæti farið í utanlands- ferð með vinum sínum. Um- rædd kona kunni ekki við að segja nei þrátt fyrir að þetta kæmi niður á hennar eigin frí- tíma. Fljótlega fór barninu að leiðast, spil og gönguferðir og sögur fyrir svefninn voru ekki spennandi til lengdar. Hún var nærri því komin með tauga- áfall þegar vinkonan kom endurnærð til baka. Fyrir nokkrum árum bjó ég sjálf á vinsælum ferða- mannastað, þar sem fólk stoppaði mikið, sérílagi ef það fékk gistingu hjá mér. Oftast var það bara gaman en gekk þó stundum út í öfgar. Einn daginn stóðu þrír ferðalangar frá Englandi við dyrnar mínar. Já, ég veit ég bauð þeim sjálf í ógáti en ég reiknaði ekki með að þau myndu koma. Þetta urðu tíu dagar af svokölluðu sumarrall- íi því þau vildu sjá sem mest og þau gerðu það. Þau borð- uðu allt sem fyrir þau var sett. Morgnar og kvöld fóru í undir- búning dagsins hjá mér. Það var bara hundurinn á heimilinu sem tók þessu vel, hann fékk að fara í svo marga göngutúra og líkaði vel. Einn daginn sendi ég þau upp í fjall á meðan ég bjó til jólamatinn. Já, ég hafði líka lofað þeim að þau skyldu upp- lifa jól eins og við höfðum þau - um miðjan júlí! Allt gerðist þetta í góðsemiskasti. Þau komu til baka með fjóra hita- Jafnvel bestu vinir geta orðið óvinir við að búa undir sama þaki í hálfan mánuð til þrjár vikur... brúsa fulla af skítugum fjalla- snjó sem þau siðan hvolfdu úr á eldhúsgólfið og reyndu að búa til snjókarl fyrir mig. Giskið bara hverjum létti þegar ferðalangarnir yfirgáfu okkur með bros á vör og fullan bíl af minjagripum og mat. Þetta var ævintýri aldarinnar fyrir þau og myndirnar, sem þau sendu mér, voru skemmti- legar að sjá, svona einu sinni. Núna er ég á bremsunni. Ég passa mig að segja ekki eins oft og ég vildi „komið bara" því ég veit að það er erfitt að vera tekin á orðinu. Kannski líkar gestunum svo vel að þeir verða lengur og lengur í hvert sinn og hvað verður þá um frí húsráðenda. Víst er gaman að fá heimsóknir og gaman að geta þurrkað rykið af mat- reiðslubókunum en allt er best í hófi. Jafnvel bestu vinir geta orðið verstu óvinir við að búa undir sama þaki í hálfan mán- uð til þrjár vikur. Vinir manns vilja manni vel en sjá kannski ekki hvernig okkur líður yfir þessu. Verum því góð hvert við annað og skemmtum okk- ur saman í hófi. □ 3. TBL. 1992 VIKAN 31 TEXTI: LÍNEY LAXDAL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.