Vikan - 06.02.1992, Síða 33
þetta á besta stað í blaðinu og
vertu ekkert að skrifa mikið um
Hemma. Hann hefur ekki gott
af því strákurinn enda er hann
bara aðstoðarmaður hér hjá
okkur f Sjónvarpinu," segir
kallinn, kemur sér makinda-
lega fyrir í stólnum og nýtur
þess að vera í viðtali. Snyrtir á
sér neglurnar um leið og hann
talar.
„Já, ég bý einn, þakka þér
fyrir. Mér finnst það best. Þá
get ég eldað sjálfur minn upp-
áhaldsmat og svona. Hafra-
graut og lifrapylsu, svo ég tali
nú ekki um signa ýsu og soðið
hrossakjet sem er algjört
hnossgæti. Já, svo mikið
hnossgæti. Nei, ég hef ekki
síma, elsku besti. Hvernig
heldurðu að það væri? Ekki
stundarfriður fyrir alls konar
blaðamönnum, Ijósmyndurum,
útvarpsfólki og svoleiðis fólki.
Það er helst að ég skreppi út f
sjoppu og hringi í Hemma,
svona til að láta hann vita
hvað á að vera í næsta þætti
og svoleiðis.1' Dengsi lítur
flóttalega í kringum sig og sýg-
ur upp í nefið.
„Jú, ég var skírður Daníel
Hellerup og er alinn upp að
hluta f Danmörku - nánar til-
tekið á Hellerup-búgarðinum á
Jótlandi. Svo hef ég aðallega
verið í Hafnarfirði. Það er besti
bær, það held ég nú. Ég er
mjög, mjög lífsreyndur maður,
skal ég segja þér, án þess að
ég vilji fara svo naujið út í það.
Það eru ótrúlegustu hlutir sem
ég hef fundið upp. Þess vegna
er ég svona eftirsóttur, jaaaá
vinur minn, þú ert að tala við
reyndan rnann."
- Hvað er það helsta sem
þú hefur unnið þértil frægðar?
„Ja, ég hef nú til dæmis
stofnað margar frægar hljóm-
sveitir, leikstýrt mörgum fræg-
um kvikmyndum og fundið upp
alls konar tæknibrellur sem
hafa orðið heimsfrægar. Svo
hef ég fundið upp alls konar
„sjó“ og ... jæja, þið eruð allt-
af að skrifa þarna á Vikunni, er
það ekki?"
- Jú, jú, en hver þessara
listgreina, sem þú hefur unnið
við, er í mestu uppáhaldi hjá
þér?
„Ja, það er nú af mikilli glás
að taka en ætli ég sé nú ekki
bestur í dansinum. Ég er mjög
mjög góður dansherra, einn sá
spengilegasti, segja stelpurn-
ar enda er ég léttur á fæti og
æfi viðstöðulaust. Mér finnst
rællinn til dæmis fjarskalega
skemmtilegur, enski valsinn er
fullhægur fyrir mig en það jafn-
ast ekkert á við sprellfjörugan
polka. Já, polkinn er svo
fjörugur og skemmtilegur,
hann er nefnilega svo svaka-
lega skemmtilegur. Svo finnst
mér gasalega gaman að
dansa eftir uppáhaldslaginu
mínu, Traustur vinur. Það er
svo mikið gaman. Jæja, vinur
minn, var það eitthvað fleira?"
- Já, endilega. Ertu ekkert
að skemmta svona f einka-
samkvæmum og á árshátíð-
um?
„Blessaður vertu, það er
legið í mér alla daga en ég er
voða mikið hættur að nenna
þessum þeytingi. Ég er alltaf
að kenna Hemma nýjustu
trikkin. Það tekur mikinn tíma,
skal ég segja þér og hann sem
aðstoðarmaður minn verður
náttúrlega að standa sig í
stykkinu. Það er nú annað
hvort, ég þekki það af því ég
hef farið svo víða, já, svo
svakalega víða. Hvað seg-
irðu? Mikið fyrir ferðalög? Jú,
A „Þær eru
óteljandi, hljóm-
sveitirnar sem
ég hef fundið
upp og stofnað.
Þessi hérna á að
heita Danshljóm-
sveit Dengsa
eða Dengsi 09
dýravinirnir. Eg
er ekki alveg
búinn að ákveða
það.“ Með
Dengsa eru þeir
Grétar Örvars-
son, Friðrik
Karlsson og
Pétur Kristjáns-
son.
◄ „Við erum
eiginlega þrir
sem ráðum
öllu,“ segir
Dengsi sem
alitaf er á staðn-
um ef teknar eru
myndir. Egill
Eðvarðsson,
stjórnandi
útsendingar,
Hemmi Gunn og
Dengsi.
◄ „Þetta eru
svo yndisleg
börn sem hann
Pétur á,“ segir
Dengsi. „Jaaaá,
svo yndisleg. Ég
spilaði svo
mikið með afa
þeirra, honum
KK, í gamla
daga. Það er nú
það.“ Pétur
Kristjánsson og
börnin hans, íris
og Kristján Karl,
í félagsskap
Dengsa.
3.TBL. 1992 VIKAN 33