Vikan


Vikan - 06.02.1992, Síða 36

Vikan - 06.02.1992, Síða 36
TEXTI: ANDERS PALM / PÝÐING: HJS HVER ER MADURINN? Reyndu sjálfan þig sem rannsóknarblaðamann eða sagnfræðing. Með því að lesa um lífshlaup viðkomandi persónu og nota um leið þekkingu þína og hyggjuvit ættir þú með tiltölulega léttum leik að komast að því um hvaða karl - eða konu - er að ræða. Teikning af vangasvip viðkomandi persónu fylgir með ævi- ágripinu. Sá sem við leitum að núna átti mjög sérstak- an og litríkan aeviferil enda var hann orðinn heims- frægur þegar um þrítugt. Þar eð honum leiddist ekkert eins mikið og að vera í sviðsljósinu þótti honum tilveran á köflum óbærileg og kaus að draga sig í hlé. Blaðamenn voru á eftir honum öllum stundum, svo og Ijósmyndarar og rithandasafn- arar. Með póstinum bárust þykkir bréfabunkar á heimili hans og voru bréf frá konum jafnan í miklum meirihluta, þar sem þær kváðust fúsar að gift- ast honum. ítölsk greifafrú, skreytt demantsarmbandi um ökklann, gerðist svo aðgangs- hörð að hann sá sig knúinn til að flýja undan henni til Lund- úna. Hann hafði hlotið hvers kon- ar orður og heiðursnafnbætur fyrir afrek sín en hann skilaði þeim öllum til baka til föður- húsanna því hann sóttist alls ekki eftir metorðum. Hann vildi vera trúr sannfæringu sinni og þeim gildum sem hann hafði einsett sér að vinna fyrir. GOÐSÖGN í LIFANDA LÍFI Hann sóttist eftir einveru þar sem enginn bæri kennsl á hann. En fólk gat ekki látið hann í friði og fyrr en varði hófst ágengnin á nýjan leik. Brátt fannst honum mælirinn fullur og sótti um nafnbreyt- ingu til þess að geta farið huldu höfði fyrir þeim sem leit- uðu hann sífellt uppi. Yfirvöld viðurkenndu rök hans og heimiluðu honum að taka sér nýtt nafn. Hann tók nú upp nafnið Ross. Hann dró sig aft- ur í hlé og gerðist viðgerðar- maður hjá breska flughernum. Á þessum vettvangi tókst honum að vera í friði um nokk- urra mánaða skeið. Fyrr en varði komst einhver að því hver hann var og þar með var úti um nafnleysið - blaðamenn og Ijósmyndarar þustu að. Aft- ur varð Ross að skipta bæði um nafn og vinnustað. Nú tók hann upp nafnið Shaw. Árið 1926 var Shaw sendur til Indlands og hafði hann að- setur í borginni Karachi. Brátt fóru alls konar sögur að berast um hann og blöðin hófu skrif um hann enn á ný. Þau fullyrtu að Shaw starfaði sem njósnari fyrir bresku leyniþjónustuna. Stjórnvöld i Indlandi urðu ugg- andi, þrátt fyrir að breska ríkis- stjórnin reyndi að fullvissa þau um að Shaw væri aðeins ó- breyttur hermaður. Síðar bárust flugufregnir þess efnis að Shaw væri kom- inn til Hong Kong þar sem hann reyndi að koma á mikil- vægum samningi á milli Kín- verja og Indverja. f Sovétríkj- unum var því haldið fram að hann væri f Turkistan að hvetja landsmenn til and- spyrnu gegn Sovétríkjunum. Ný saga varð til um þessar mundir og fréttin var sú að Shaw hefði farist í flugslysi í Hollandi. í dagblöðunum birt- ust fjálglegar frásagnir um lit- ríkan feril þessa manns. MÁLASÉNÍ - En Shaw var í fullu fjöri enn. Hann var lágvaxinn, með blágrá augu, þreklegur og létt- ur á fæti. Þar að auki bjó hann yfir feiknarlegum andlegum og líkamlegum krafti, sem kom sér vel á lífsleiðinni. Hann gat staðið hreyfingarlaus eða set- ið í sömu stellingunum klukku- stundum saman. Það var jafn- vel fullyrt að hann byggi yfir yfirnáttúrlegum krafti. Hann borðaöi aldrei á reglulegum tímum, hann gat jafnvel fastað í fimm dægur í senn þegar því var að skipta. Hann borðaði aðallega brauð, smjör og ávexti - og vatn tók hann fram yfir aðra drykki. Hann bjó yfir óvenju miklum hæfileikum til að læra tungu- mál. Fjögurra ára var hann orðinn læs og sex ára var hann farinn að lesa latínu. Átta ára hóf hann nám við Oxford- háskóla. Frá og með tólf ára afmælisdeginum greiddi hann allan námskostnað sinn sjálfur með hinum ýmsu styrkjum sem hann hlaut fyrir góða frammistöðu. Smám saman hafði hann lært öll helstu tungumál í Evr- ópu. Auk þess hafði hann gott vald á latínu, grísku - og 32 mismunandi mállýsxum úr arabísku. BÓK OG KVIKMYND Hann lauk háskólaprófi í forn- leifafræði. Forlögin sáu aftur á móti um að beina honum inn á talsvert aðrar brautir, þar sem hann eignaðist mikinn fjölda vina. Hann var hreinn og beinn, með ríka réttlætis- kennd, hugaður og strangur. Allt voru þetta eiginleikar sem vinir hans og aðdáendur töldu honum til tekna. Eftir hann er til fræg bók sem hann skrifaði um hina ein- stæðu lífsreynslu sína. Fyrst í stað var hún aðeins prentuð í átta eintökum, sem hann ætl- aði sínum allra bestu vinum og velgjörðarmönnum. Vorið 1935 fórst hann í um- ferðarslysi. Eftir hans dag hélt heimsbyggðin áfram að dást að lífsferli hans og afrekum. Meðal annars var gerð kvik- mynd um líf hans árið 1964 og vakti hún heimsathygli. SVAR Á BLS. 66 Sá sem þér er ætlað að þekkja að þessu sinni átti mjög sérstakan og litríkan æviferil enda var hann orðinn heimsfræg- ur þegar um þrítugt. 36 VIKAN 3. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.