Vikan


Vikan - 06.02.1992, Síða 38

Vikan - 06.02.1992, Síða 38
PAR SEJVI HLUT- IRNIR GERAST R/ETT VIÐ GÍSLA MARTEIN BALDURSSON, FORSETA NEMENDAFÉLAGS VERZLUNARSKÓLANS c; „Sigurlið keppninnar að þessu sinni er.. Menn héidu niðri í sér andanum í Verzlun- arskólanum þegar þessi setning hljómaði um hátíðarsal skólans föstudagskvöld eitt i janúar. Hvarvetna mátti sjá taugaspennta Verzlinga og menntskælinga sem biðu milli vonarog ótta. „.. .Verzlunarskóli íslands.“ Á sviði hátíðarsalarins stökk ræðulið Verzlunarskólanema hæð sín af gleði og MR-ingar földu andlitið í höndum sér. Um skóiann hljómaði fagur söngur „viva Verzló, viva Verzló“, sem útleggst að sjálf- sögðu „lifi Verzlö". Verzlunarskólinn hafði nú borið sigur af erkiandstæðingum sínum í MR í átta liða úrslitum MORFIS og hafði þar með öðlast rétt til áframhaldandi þátt- töku í keppninni. Ræðumaður kvöldsins var kosinn Gísli Marteinn Baldursson og er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann hlýtur þann heiður. Fyrir tæplega ári tók Gísli Marteinn ásamt félögum sín- um sem voru með honum í ræðuliði Verzlunarskólans á móti bikar til merkis um að hafa sigrað í MORFÍS, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. „Já, ég held að við eigum nokkuð Baidursson. góöa möguleika á að vinna bikarinn aftur í ár. Stefnan er reyndar að sigra í MORFÍS bæði í ár og næsta ár því þá fáum við bikarinn til eignar. Tveir úr ræðuliðinu okkar verða ennþá í skólanum næsta ár og þeir munu leggja allt sitt í að það takist." Það er alltaf sérstök stemmning á Fríkböllunum. Nemendur gangast frekar upp í því að vera snyrtilega klæddir en að vera druslulegir til fara. Mikið hefur verið rætt og rifist um það fyrir- komulag sem er á MORFÍS og dómarar sak- aðir um að dæma meira eftir framkomu en málfari og rökfestu. „Það er mjög margt að MORFÍS en hins vegar er spurning hvort hægt sé að finna betra form. Dómarar sem dæma í keppninni verða að hafa lokiö ákveðnu dómaranámskeiði. Það hefur þó brugðið við að þeir sem útskrifast af námskeiðinu hafi ekki allir sömu hugmynd um það hvernig góður ræðumaður eigi að vera. Þetta verður til þess að þeir sem eru ekki steyptir í sama mót og flestir MORFÍS-ræðu- menn eru ekki eins hátt dæmdir og það er mjög slæmt. MORFÍS er alls ekki algóð en það er spurning hvort hægt er að gera hana betri. Lausnin er alla vega ekki sú að vera að vaða í fjölmiðla og rakka keppnina niður. Frekar ætti að ræða málin á aðalfundi MORFÍS og reyna að breyta til batnaðar. MORFÍS er mjög góöur vettvangur fyrir ræðumenn að æfa sig. Það er mjög þroskandi og gefandi að taka þátt í keppninni og einnig fyrir þá sem koma og fylgjast með. Það hefur verið talað um MORFÍS sem víðtækasta mál- ræktarátak sem hefur farið fram í framhalds- skólunum og ég held að það sé mikið til í því.“ Mælskulist er hátt skrifuð innan veggja Verzlunarskólans og mikið lagt upp úr því að skólinn eigi sem besta ræðumenn. Fyrir utan alls kyns keppni viö aðra skóla er haldin ræðu- keppni milli bekkja og keppni um hver sé mælskasti maður skólans. Núverandi sigur- vegari þeirrar keppni er enginn annar en Gísli Marteinn. - Er ekki vonlaust fyrir yngri nemendur að ætla sér einhvern frama innan ræðumennsk- unnar þegar fyrir eru svona reyndir og góðir ræðumenn? „Það fá allir fullt af tækifærum til að sanna sig. Það eru haldin tvö ræðunámskeið í skólanum ár hvert og Verzló tekur einnig þátt í þremur nýgræðingakeppnum. Ef einhver stendur sig mjög vel þar og sýnir að hann eigi heima í MORFÍS-liðinu er hann umsvifalaust settur þar inn. Það er ekki um neinn klíkuskap að ræða heldur eru aðeins bestu ræðumenn skólans hverju sinni í liðinu." Málfundafélag Verzlunarskólans var stofnað fyrir 84 árum og gegndi í raun hlutverki nem- endafélagsins þangað til fyrir 25 árum. Gísli Marteinn gerir fleira en að halda ræður og taka við viðurkenningum á því sviði því hann er einnig 25. forseti Nemendafélags VÍ og er því oddamaður núverandi stjórnar. „Nemendafélagið, eða NFVÍ eins og það er kallað, hélt upþ á 25 ára afmæli sitt þann 27. janúar síðastliðinn. Afmælishátíðin stóð yfir I nokkra daga og var mikið um að vera. Þor- steinn Pálsson ráðherra setti hátíðina og Verzlunarskólanemar og aörir gestir gæddu sér á risastórri afmælistertu. Tónleikar og fyrir- lestrar voru haldnir og kennarar öttu kappi viö nemendur í bæði ræðulist og spurninga- keppni, sem Ómar Ragnarsson stjórnaði. Stórgott skemmtikvöld var haldið þar sem gamlir nemendur úr skólanum tróðu upp. Margt fleira var gert sér til skemmtunar en einn af hápunktum hátíðarinnar var útgáfa Verzlun- arskólablaösins sem er mjög glæsilegt blað. Tvímælalaust besta skólablað á landinu og er alveg einstaklega gott nú í ár. í lok afmælisvikunnar var haldinn dansleikur f skólanum. Var dansað fram eftir nóttu við undirleik gamalkunnrar danshljómsveitar. Það má segja að þetta hafi verið eins konar ís- lenskt „prom-ball“ og var til aö mynda boöið upp á óáfenga bollu og skólinn skreyttur hátt og lágt.“ Kosningar eru haldnar í skólanum vor hvert og er þá kosið í stjórn nemendafélagsins og í nefndir sem starfa innan þess. í stjórn NFVÍ sitja formenn allra nefnda auk forseta og fé- hirðis. Alls eru þetta níu manns. „Kosningarnar eru alltaf mjög skemmtilegar. Frambjóðendur eru oft með mikinn áróður og 38 VIKAN 3. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.