Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 53

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 53
Slegið á létta strengi í leikhléi. Skúli fylgist sposkur með tilburðum Steinunnar Ólinu og Hjartar Howser. STÓRBORGAREITRUN Lilja fær eiginlega stórborgareitrun, er viö það aö fá nóg og vill halda heim á leiö en örlögin taka í taumana, faöir hennar birtist henni á dansleik, maöur sem hún aldrei áöur hafði séð enda haldið mömmu sína og pabba í sveitinni raunverulega foreldra sína. Aö þessu komst hún raunar áöur en á mölina var haldið, móöir hennar haföi skilið hana eftir hjá systur sinni og manni hennar áöur en hún fór til Ameríku. Skemmst er frá því að segja aö Sonní er ekki allur þar sem hann er séöur, flagð undir fögru skinni, og hinn tilætlaði kærasti, Addi, sem leikinn er af Felix Bergssyni, reynisf áflogahundur hinn mesti, drykkjusvoli og vand- ræöabarn þó hann sé í raun hinn vænsti náungi. Hann var fórnarlamb aöstæðna og tók þaö nærri sér enda kemur í Ijós þegar hann kemur til Reykjavíkur að hann er góði gæinn. Reyndar fór aö lokum ekki svo sem reikna mátti meö en rétt er að leyfa leikhúsgestum á Akureyri að reyna hversu höfundurinn, Valgeir Skagfjörð, hefur mundað pennan og eiginlega brotið upp endi sem vænta mátti allan tímann þó finna megi fyrirboða þess í síðasta erindi upphafssöngsins en þar segir: „Nú upprís að nýju vort kornunga íslenska merki, og ekki nein amerísk stjarna er stöguð í það, því þjóðin hún hefur nú sýnt það og sann- að í verki, hve sælt er að elska hvert strá og hvert blóm og hvert blað.“ Tiltölulega rólegt hjá Ingrid og Þórdísi en Skúli gerir sig til alls líklegan. Betur fór þó fyrir Stein- unni Ólínu en myndin gefur til kynna. SKEMMTILEGUR BOXARI Leikurinn er góður og skemmtilegur og gaman var að fylgjast með innlifun leikhúsgesta sem til dæmis mátti sjá á því að þegar Lilja segir Sonní Carlsson að verða að manni kveður kona stundarhátt við í miðjum sal: „Já!“ - og þar fram eftir götunum. Þá sýndi Jón St. Kristj- ánsson skemmtilega takta í hlutverki Villa box- ara, sýndi ótrúleg svipbrigði. Frumskilyrði í söngleik er þó að leikarar hafi þær raddir og leikhæfileika til að bera sem halda áhorfand- anum föngnum, hann fari ekki að líta til ann- arra átta, fylgist með Ijóði og lagi. Þetta tekst í Tjútti og trega, einvalalið. Helst til langt mál væri að telja upp hvern og einn sem lagði hönd á þennan dugmikla og fjörlega gamanplóg en sérstaklega er skemmtilegt að fylgjast með Greifanum fyrr- verandi, Felix Bergssyni, og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur en þau ásamt Skúla Gautasyni fara með þrjú af helstu hlutverk- unum og ferst það vel úr hendi sem hálsi. Við skulum nú skyggn- ast að tjaldabaki og hitta þau þrjú, höfundinn Valgeir Skagfjörð, Þráin Karlsson og hundinn hans. ÞRJÚ EFTIR Til að byrja með rifjar Valgeir upp hvernig Tjútt og tregi er til komið. Fyrst lagði hann fyrir söguþráð og sjö lög sem meginhugmynd að Tjútti og trega en nú standa þrjú laganna eftir auk þeirra sem til komu eftir að hann byrjaði að semja söngleikinn fyrir alvöru. En þrátt fyrir að lögunum hafi í upp- hafi fækkað segir hann fólk hafa frá byrjun haft trú á að söngleikur- inn gæti orðið að veruleika. Uppi- staða þeirra hugmynda sem hann gerir sér um stemmningu þessa tíma kemur frá gömlum Ijósmynd- um og viðtalsbókum ásamt kvik- myndum en hann var sjálfur ekki í heiminn borinn fyrr en árið eftir að söngleikurinn á að gerast. „Úr heimildunum vinnur undirmeðvit- undin síðan," bætir hann við. 1. tbl. 1992 4. árg. Vorft kr. 450 jESL r f‘JL w FULLNÆGING BRJÓSTIN OG KYNLÍFIÐ B&B HEIMSÆKIR RÓMEÓ OG JÚLÍU BREYTILEG KYNLÍFSHEGDUN HVERNIG MÓTAST KYNLÍFSSKOÐANIR? GETULEYSI KVENNA ÞROADRI iéö^mök SETTUR í. . . Tónlistin er auðvitað í anda tímans og Valgeir segist búa vel að því að grammófónninn hafi óspart verið notaður á æskuheimili hans og fjölskyldan verið tónelsk með afbrigðum. Þá hefur hann sjálfur iðkað tónlistina mikið. „Ung- ur var ég settur í barnamúsíkskóla til Stefáns Edelstein og í framhaldi af því var ég settur í píanónám... “ Augnablik! Hér verður ekki við unað án frekari útskýringa. Settur, settur, hvað? Fékk hann engu ráðið? „Nei, nei, barnið átti náttúrlega að verða stórkostlegt," segir hann og glottir við tönn. Valgeir hefur nú nálgast kaffikönnuna sem var utan seilingar og sett hana á borðið. Felix heldur því fram að Valgeir sé stressaður að eðlisfari og sá síðarnefndi jánkar því með semingi, alveg rólegur eins og er, bara svolítið kvefaður. Enda hefnist Felix fyrir að halda þessu fram um leikstjóra sinn þegar hann hyggst notfæra sér góðgjörðir Valgeirs. Felix mundar kaffikönnuna yfir bollanum en tappinn Á SÖLU STADU / / ASKRIFTARSIMI 3.TBL.1992 VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.