Vikan - 06.02.1992, Qupperneq 54
í henni erekki fastur og yfirgefur heimkynni sín
mjög skyndilega. Kaffiö fór því víðar en í boll-
ann og nú má ekki á milli sjá hvor er stressað-
ur: „Valgeirll!" En sá sem ávarpaður er á svo
tilþrifamikinn hátt situr hinn rólegasti, brosir
lymskulega í kampinn eins og hann hafi vitað
um lauslæti tappans allan tímann. Þá missir
Felix stjórn á munnvikunum og allt fellur í Ijúfa
löð enda aldrei veruleg hætta á ferðum.
VAR HANN SNILLINGUR?
Við höldum því aftur út í viðtalið. Fyrsta leikrit
Valgeirs fór ofan í skúffu árið 1982. Það hefur
aldrei litið dagsins Ijós en ber nafnið Fljúgandi
diskur í Breiðholtinu og er vandamálaleikrit.
Valgeir er handviss um að það verði aldrei flutt
á fjölum. Flann hefur einnig leikið í ýmsum
leikritum og er nú fastráðinn leikari hjá Leik-
félagi Akureyrar, lék meðal annars í Ættarmót-
inu, undir stjórn Þráins Karlssonar, sem reynd-
ar hefur nýlega arkað með staf í hendi og hund
í bandi inn á kaffistofuna þar sem við sitjum og
spjöllum. Því liggur beinast við að spyrja
leikarann sem nú leikur undir stjórn Valgeirs
hvernig sé að stjórna leikaranum Valgeiri
Skagfjörð.
„Mér leist mjög vel á piltinn þó ég þekkti ekki
nákvæmlega þessa forsögu hans, að hann
hefði verið svona mikill snillingur,“ segir Þráinn
Sveitastúlkan í góðum höndum borgarbarnanna.
Þórdís, Steinunn Ólína og Ingrid í hlutverkum
sfnum.
og vitnar þar til lítillar sögu sem Valgeir sagði
um það þegar hann spilaði alltaf síðastur á
nemendatónleikum vegna þess að hann þótti
sérlega efnilegur. Þessa sögu vildi Valgeir ekki
hafa inni í eigin framburði vegna montein-
kenna sem hann taldi í henni fólgin. Hér hlýtur
að vera í lagi að hafa hana, nú er verið að tala
við Þráin, ekki Valgeir. „En þetta gekk Ijóm-
andi vel og sama má segja um það þegar hann
tók við stjórnvelinum," segir Þráinn og hefur
engu við þetta að bæta.
Villi boxarl kryddaði sýninguna með eftirminni-
legum hætti. Jón St. Kristjánsson túlkar hér til-
finningu rothöggsins.
FALL KRÓNUNNAR
Eitt af sígildum vandræðum mannkyns er að
halda Ijósakrónum á sínum stað, hangandi í
loftinu. Aðdráttarafl jarðar getur tekið völdin og
gerði það einmitt á generalprufunni, síðustu
æfingu fyrir frumsýningu. Salurinn var troðfull-
ur af áhorfendum þegar heljarmikil Ijósakróna
fór með fyrsta farrými beinustu leið í gólfið og
lenti rétt við tærnar á Ingrid Jónsdóttur og Felix
Bergssyni í byrjun söngatriðis. „Og sungu þau
samt,“ segir Þráinn og Felix bætir við: „Það
eina sem sagt var í þessu tilefni var „Vá!“ og
meira ekki.“ Valgeir segist reyndar hafa verið
farinn að hafa áhyggjur af því að ekkert myndi
gerast á generalprufunni því gömul hjátrú
leikara sé að eitthvað pínulítið verði að bregða
út af til að sýningin eigi góðar viðtökur fyrir
höndum. „Þetta var kannski fullmikið af því
góöa.“
Og fall Ijósakrónunnar reyndist fararheill
hinn mesti, stykkið hefur gengið afbragðs vel
og fengið góðar viðtökur leikhúsgesta sem sjá
mátti og heyra að lokinni sýningunni, hvort
heldur sem er ungra eða eldri. Er ætlunin að
fara með Tjútt og trega suður á bóginn? „Ja, er
ekki söngleikjamarkaðurinn á Broadway," seg-
ir Þráinn, meira reyndar í gríni en alvöru nátt-
úrlega. Upp úr kafinu kemur þó að lokum að
vilji einhver kaupa sýningarréttinn af Leikfélagi
Akureyrar sé sjálfsagt að skoða þau mál. Fyrr
en það gerist, gerist ekkert, einfalt mál. Nú er
verið að sýna leikritið fyrir norðan og þar verð-
ur það sýnt áfram.
Nú hafa Steinunn Ólína og Skúli Gautason
AKUREYRI GETUR VEL STAÐIÐ UNDIR NAFNINU
SKÍÐAPARADÍS
EF VEÐURGUÐIRNIR HÆTTA ALLRI STRÍÐNI
Gjaman er sagt að norð-
an heiða séu veður-
guðirnir meðvitaðir um
hlutverk sitt með tilliti til árstíða
og þeirra krafna sem fórnar-
lömb þessara valdamiklu afla
gera til þeirra. Þeir eru til
dæmis sagðir vita upp á hár
hvenær á að vera vetur og
hvenær sumar og ekkert að
væflast með vor um vetur eða
að demba yfir hagléljum um
hásumar. Nú kom þó undan-
tekningin sem sannar þessar
norðlensku reglur.
Janúarárið 1992. Fokkerinn
hristir af sér kulda háloftanna
þegar hann svífur inn í hlýtt
uppstreymi í Eyjafirðinum og
lendir í tólf stiga hita. Já, góðir
hálsar, um miðjan vetur hafa
veðurguðirnir ákveðið að taka
á móti sunnanmönnum með
sól og blíðu. Akureyri skartar
Hlíðarfjalli, skjöldóttu en þó
hvítkollóttu, og það virðist til-
búið hvenær sem er að bæta á
sig snjóalögum, nokkuð sem
gerst getur á einni nóttu þegar
vættum veðranna þykir nóg
komið af stríðninni. Skíða-
paradísin bíður átekta, þolin-
móð, þögul. Stólarnir hanga
niður úr lyftunni og þeim virðist
hundleiðast að hafa ekkert að
gera, vanir að eftir þeim sé
beðið, ekki öfugt. Þó eru þeir
við öllu búnir.
FJÖLBREYTILEGUR
SKÓGUR
Meðan beðið er eftir snjónum
þarf ekki að sitja með hendur
skíðastafalausar í skauti því
höfuðborg Norðurlands hefur
upp á margt að bjóða, sumt
sem hagnast jafnvel á snjó-
leysinu. Þar má til dæmis
nefna Kjarnaskóg, friðsælan
reit örskammt undan ys og þys
bæjarlífsins. Þangað fara Ak-
ureyringar jafnt sem aðrir til að
eiga stund með náttúrunni og
mannanna verkum. Garðurinn
er búinn margs konar leiktækj-
um sem einnig má brúka við
líkamsþjálfun fullorðinna.
Tækin eru smíðuð úr viði og
falla því vel að umhverfi sínu
og í samspili við náttúruna
uppfyllir Kjarnaskógur kröfur
flestra sem vilja stunda útivist í
fögru umhverfi sem jafnframt
hefur upp á fleira að bjóða.
Gistirými er nægt á Akur-
eyri. Til dæmis má nefna Hótel
Óðal sem reyndar er í dýrari
kantinum enda segjast eig-
endur þess hafa lagt mikið í
húsið, sem er gamalt endur-
byggt, og innréttingar þess.
Það eru orð að sönnu, allir inn-
viðir eru mjög fallegir, tréverk
allt með dökkrauðum lit sem
ber glæsileikann með sér.
Einnig skal getið Hótel Norður-
lands sem mun vera í ódýrari
kantinum, nokkuð sem kemur
á óvart því þar hefur ekki verið
kastað til höndunum og hönn-
un herbergja tekist mjög vel.
Innviðir hótelsins eru Ijósir og
eiginlega má segja að það sé í
líkingu við margar hetjur forn-
sagnanna, vænt og bjart yfirlit-
um. Hótelið var nýlega endur-
skipulagt og endurinnréttað og
54 VIKAN 3. TBL.1992