Vikan


Vikan - 06.02.1992, Qupperneq 58

Vikan - 06.02.1992, Qupperneq 58
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFIFRÁ LESANDA Utskúiaður vegna alnæmis *^SVAR TIL DREKANS Á FERTUGSALDRI Kæra Jóna Rúna! Ég er mjög örvæntingarfullur og langar til að bera nokkra hluti undirþig. Ég veit að þarsem ég er frekar lokuð manngerð er erfitt fyrir mig að vera mjög opinskár. Ég treysti því að þú styttir bréfið og passir að ég þekkist ekki. Það sem er gjörsamlega að gera mér llfið óbærilegt er að ég er með alnæmi og hef verið með það í nokkurn tíma. Ég erekki kynhverfur og smitaðist við samfarir, trúlega erlendis, þó- nokkuð löngu áður en sjúkdómurinn fór að gera vart við sig. Um tíma var ég frekarkæru- laus í kynferðismálum enda rótlaus og oft einmana. Reyndar hef ég búið í mörg ár í öðru landi og væri sennilega ennþá á erlendri grund ef ekki væri komið fyrir mér eins og raun ber vitni. Þar sem mér líður djöfullega hryllir mig við því að eiga eftir að lifa kannski einhvern tíma ennþá. Ég er á fertugsaldri og á eitt barn sem ég eignaðist mjög ungur. Fjölskylda mín veit af sjúkdómnum og sumir ættingjar mínir og reyndar vinir hafa þegar útskúfað mér. Mér finnst ég aumingi og til einskis nýtur. Sektar- kennd og þunglyndi trufla alla líðan mína. Ég er mjög hræddur við að deyja, Jóna, þó óska ég einskis frekar. Eins er ég kvalinn af ótta við að eiga kannski eftir að kveljast langan tíma áður en yfir lýkur. Ég tel ekki að ég hafi smitað neinn vegna þess að ég hefbúið einn i nokkur ár og lítið verið í samböndum, þó sumir haldi kannski annað. Mig langar svo að heyra þín sjónarmið og ekki bara mín vegna heldur líka vegna hinna sem líða eins mikið og ég og jafnvel meira, bæði vegna skilningsleysis fólks á eðli og áhrifum sjúkdómsins og svo líka vegna ótta við eigin afdrif. Ég les allt sem þú skrifar og veit að það verður gott að fá þina umfjöllun um þessi mál. Hvað segir þú um sjálfsmorð við þessar aðstæður? Ég hef þó- nokkuð mikið hugsað um að taka líf mitt og held reyndar að það væri best úr því sem kom- ið er. Gangi þér alltaf vel. Með góðum kveðjum og þakklæti, Drekinn. Kæri Dreki! Þakka þér fyrir bréfið og ekki síður hlýju í minn garð. Vissulega ert þú í mikilli innri kreppu af alvarlega gefnu tilefni og veitir ekki af allri þeirri uppörvun sem mögulega er hægt að veita þér. Eins og þér sem og öðrum lesendum ætti að vera orðið Ijóst er þessi umfjöllun min um hvers kyns sammannlega reynslu á engan hátt fagleg og verður aldrei. Ég nota hyggjuvit, innsæi og góðan vilja til að veita líklega leiðsögn og önnur umfjöllun á sömu rætur. Vonandi getur náttúrleg umfjöllun sem þessi veitt einhverja huggun þeim sem eiga um sárt að binda vegna sömu ástæðna og þú. Læknar, sál- fræðingar, félagsráðgjafar og þrestar eru stéttir I kerfinu sem eru nauðsynlegar og ekki sist við þess- ar erfiðu og viðkvæmu aðstæður. Ekki hika við að notfæra ykkur þá góðu og gagnlegu þjónustu sem þessar stéttir samfélagsins veita og ekki síst ef vandinn er eins viðamikill og margþættur andlega sem líkamlega og hann vissulega er þegar verið er að kljást við vá þá sem alnæmi er öllum sem fyrir henni verða. TÍU MILUÓNIR SÝKTAR Eftir þvi sem heyrst hefur er ekki ósennilegt að um það bil tíu milljónir manna séu sýktar af alnæmi i heiminum eins og er og ekkert óeðlilegt við að álykta sem svo áö ennþá fleiri séu því miður smitað- ir, þó viðkomandi geri sér ekki ennþá grein fyrir því. Flest hefur vissulega verið gert af heilbrigðisyfir- völdum þeirra landa þar sem þessi vá er hvað út- breiddust en betur má ef duga skal. Við höfum til dæmis alls engar áreiðanlegar tölur frá vanþróuð- um samfélögum þar sem ríkir fátækt og hvers kyns örbirgð önnur. I ýmsum samfélögum er brotalöm I flestum þátt- um mögulegrar öryggisgæslu heilbrigðisyfirvalda vegna ýmiss konar armæðu og upplýsingaskorts. Við höfum jafnframt heyrt að tölur um útbreiðslu sjúkdómsins hjá þjóðum eins og Kínverjum og Sovétmönnum séu engan veginn raunhæfar og ef eitthvað er stórlega vanreiknaðar og minna er einn- ig gert úr útbreiðslu alnæmis hjá öðrum þjóðum en raun ber vitni. Þetta þýðir að þær hugmyndir manna um að ákvarða tölulega hversu margir jarðarbúar kunni að vera sýktir standast ekki ef grannt er skoð- að og ögn skyggnst á bak við innviði þjóðfélaga þeirra sem nú þegar standa frammi fyrir verulegum vanda vegna eyðni. KYNLÍF VIÐKVÆMT OG PERSÓNULEGT Sannleikurinn er lika kannski sá að vegna eðlis sjúkdómsins og að hann tengist þeim þáttum mann- legra samskipta sem eru mjög viðkvæm og per- sónuleg er ekki eins hentugt að vinna á móti út- breiðslu hans eins og ef um hvers kyns flensuaf- brigði væri að ræða. Við erum fæst að flíka kynlífs- atferli okkar og þaðan af síður þurfandi fyrir að til- taka við hvern við eigum vingott það og það augna- blikið. Eins og málum er háttað, hvað varðar sjúkdóm- inn eyðni, er full ástæða fyrir okkur öll að hugsa ögn lengra en nefi okkar nemur þegar kemur að mögu- leikum hugsanlegra smitleiða. Málið er nefnilega að það eru ekki einhver úrhrök eða siölaust fólk, mögu- lega með aflagaða og vanheila kynlífshegðun, sem skipar svokallaða áhættuhópa þjóðfélagsins þegar líkur á smiti á alnæmi geta komið til greina. Þvert á móti eru í svipaðri hættu allir sem freistast til að lifa kæruleysislegu kynlífi og hiröa ekki um möguleika vandræða vegna hvers kyns ábyrgðar- leysis á þessum vettvangi. Hvers kyns lauslæti er áhættusamt, auk þess sem ekki er fyllilega hægt að tryggja siðsemi og varkárni I þessum málum þegar til dæmis samræði við ókunnuga er tilkomið vegna áfengis- eða eiturlyfjaneyslu. MISGENGI í HÖFÐI OG SMOKKAR Ef við veikjum vísvitandi vilja okkar og slævum dómgreindina með því að skapa með óreglu mis- gengi I höfðinu á okkur erum við mun líklegri en ella til þess að gæta ekki að okkur í kynferðismálum sem og öðrum málum náttúrlega. Þessi skelfilegi sjúkdómur liggur því eins og hulinn ógnvaldur yfir allri kynlifshegðun og framkvæmd sem ekki inni- heldur í eðli sínu og áhrifamætti fyllstu gætni og ábyrgð á möguleikum smits. Fólk getur auðveldlega smitast ef ekki eru framkvæmdar vissar verulega fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir samræði og þá sér í lagi við fólk sem við þekkjum ekki en óskum samræðis við. Smokkurinn er talinn með betri vörnum tengdum fyrirbyggjandi aðgerðum til að forðast smit vegna alnæmis. Smokkurinn er þvi gulls igildi fyrir þá sem óska að gæta fyllstu varkárni í þessum efnum og um leið hentugur sem getnaðarvörn sem getur verið kostur ef því er að skipta. Verum því hörð á að nota smokkinn hvað sem öllu veseni við að sættast á hann líður. I þessum málum dugar best að nota raunsæi og fyrirhyggju en láta almennan pjattrófu- hátt fjúka, auk hvers kyns sjálfsblekkinga sem eru til komnar af einhvers konar sjálfselsku, tengdri sér- visku og þörf fyrir þægindi. ÚTSKÚFUN FÁVITAHÁTTUR Þú talar um vanda þann sem þú stendur frammi fyrir gagnvart vinum og ættingjum og fullyrðir jafnframt að þér hafi þegar verið útskúfað að einhverju leyti í mannlegum samskiptum. Það er afleidd hugsunar- skekkja og reyndar andlegur hálfvitaháttur ef fólk leyfir sér að útskúfa þeim sem er sýktur af alnæmi. Við vitum að allt sem við hræðumst veldur okkur óöryggi og gerir okkur fráhverf, hvort sem er fólki eða aðstæðum, þar til okkur er Ijóst að ástæður ör- yggisleysisins gætu við vissar aðstæður reynst okk- ur skaðlegar en auðvitað alls ekki allar sem betur fer. Hollt væri að hafa þetta sjónarmið í huga þegar fólk íhugar að hafna alnæmissjúkum sem er siðlaus framkoma. Eins og málum er háttaö, hvað varðar smitaða, er talið útilokað að einhver áhætta sé samfara tengsl- um við þá nema náttúrlega ef um er að ræða óvarkár og hugsunarlaus kynmök án vissra nauö- synlegra varúðarráðstafana eins og margoft hefur verið bent á og svo aftur blóðblöndun vegna ýmissa áhættuleiða mögulegs smits af þeim ástæðum. Vegna þessara staðreyndra er mjög grimmdarleg öll sú framkoma við eyðnisjúklinga sem felur í sér óvirðingu, ónærgætni eða einhvers konar útskúfun. Smitaðir einstaklingar eiga við nógan vanda að stríða, sem vissulega verður vart leystur í bráð og alls ekki án hjálpar vísindanna, þó ekki sé til fólk sem ekki er haldið þessum sjúkdómi en er svo lítil- mótlegt að það beinlínis með kaldranalegu fram- ferði sínu við sjúka gerir tilveru þessara ógæfusömu einstaklinga nánast óbærilega. FORDÓMAR OG ÓMANNÚÐ- LEGT ATFERLI Við eigum að sjá sóma okkar í því að hlúa að þessu fólki og leggja okkur eftir því að sjá svo um að það 58 VIKAN 3. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.