Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 62

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 62
Arnþór á heimili sínu „ásamt góðvini sínurn" Albert Einstein, mál- verkinu sem honum er kærast og hann segist aldrei munu selja. hringa og natúralisma. Síöan nota ég pastelliti, olíu- eöa vatnsliti jöfnum höndum." Afrakstur liðins árs er nú til sýnis og sölu og Arnþór segist hafa selt ágætlega. Myndir hans og teikningar eru margar gæddar sérlegri litadýrð sem gerir þaö aö verkum að maöur undrast hreinlega að þær haldist kyrrar á blaðinu, svo lif- andi eru þær margar. Hvort heldur sem er skophliðin eða hið listræna gildi virðist engu skipta hvað hæfileika hans varðar, hann kemur öllu frá sér á sinn sérstaka hátt. Til dæmis vekur málverkið „Fígúra“, sem er eitt verka hans á sýn- ingunni, góða tilfinningu hjá blaðamanni - en illu heilli, selt. ALLT TROÐIÐ Á heimili hans verður vart þverfótað fyrir myndum enda segir hann íbúðina eiginlega vera þremur til fjórum her- bergjum of litla fyrir sig. „Hér er allt fullt og svo er ég með geymslu hér niðri í kjallara og þar geymi ég fleiri myndir," segir hann og getur ekki ann- aö en fórnað höndum. „Ég þyrfti að vera í fimm herbergja íbúð, að minnsta kosti,“ segir hann og nú er hann ekki að grínast. íbúðina hefur hann á leigu í nýju húsnæði Öryrkja- bandalagsins og vinnustofu sína hefur hann stúkað af meö skáphillum frá stofunni og eld- húsi. í hafsjó mynda, penna, blýanta, lita og pensla verða listaverkin til í hrönnum svo gólf og veggir hafa vart undan að taka við framleiðslunni. Þarna má til dæmis sjá hin undarlegustu fyrirbæri í öllum regnbogans litum og andlits- mynd af Halldóri nóbelskáldi Laxness sem Arnþór á eftir að leggja lokahönd á. Yfir sófan- um í stofunni hangir „Einstein" en svo nefnir Arnþór þá mynd sem honum virðist kærust af öllum hans verkum og hann leggur sérstaka áherslu á það: „Þessa mynd sel ég aldrei því hana ætla ég sjálfur að eiga til æviloka." Myndin heitir eftir samnefndum vísindamanni og er full af táknum um einstæðar uppgötvanir hans, þjóðerni og afleiðingar kjarnorkuspreng- ingarinnar í Hiroshima. Til dæmis eru litir himins svartur, gulur og rauður sem tákn mengunar. „Einstein fæddist í Þýskalandi," útskýrir Arnþór og á þar við þýsku fánalitina sem birtast á himninum. SKÁK OG MÁT. . . Uppi á skáp má síðan sjá all- nokkuö af verðlaunagripum fyrir skákmennsku sem Arnþór segist af hógværð hafa unnið til vegna þess að þeir góðu hafi ekki mætt til mótanna. Hér viðhefur hann eflaust einhver brögð í tafli en mátar blaða- manninn með þessari útskýr- ingu sinni þannig að ekki er annað að gera en að snúa sér að myndatökum. Þær ganga reyndar þannig fyrir sig að meðan Ijósmyndarinn er að finna ný sjónarhorn stundar Arnþór ýmis stílbrigði fyrir- sætustarfsins en skiptir þegar yfir í hefðbundna framkomu þegar myndavélin er munduð. Dæmigert fyrir grínarann og vindum okkur að lokum yfir í allt aðra sálma. Arnþór tengir myndlistina við leiklist. „Þegar ég var í Heyrnleysingjaskólanum frá átta til fimmtán ára aldurs stundaði ég leiklist mikið því ég gat túlkað svipbrigði mjög vel þar sem ég hef alltaf séð þau fyrir mér og getað komið þeim síðan á blað.“ Þetta kom honum til góða á þeim árum og gerir eflaust enn þó að leik- sviðið hafi orðið undir í sam- keppninni við pappír og striga. Þó er aldrei að vita nema hann leggi svið undir fót seinna meir. Eins og er segist hann alltaf ætla að mála og teikna eða svo notuð séu orð hans sjálfs með tilheyrandi glotti: „Ég held áfram að eilífu." □ JFK Frh. af bls. 23 Upp hefur jafnvel komið kenning um að bílstjóri Kennedys hafi skotið hann en sárafáir hafa tekið undir þá tilgátu. Kenningar um að það hafi verið nánir samstarfs- menn forsetans sem brugguðu honum banaráð hafa ekki áður farið jafnhátt og nú, með tilkomu kvikmyndarinnar JFK. Það er því ekki skrýtið að fjandinn yrði laus í Bandaríkjunum er JFK var frum- sýnd nú um jólin. HVERNIG MYNDIN ORKAÐI Á MIG Þegar ég settist niður í kvikmyndasal í Universal kvikmyndaverunum í Los Angeles til að horfa á þessa umdeildu mynd fann ég strax að þetta var ekki mynd sem maður borðar popp með. JFK er ekkert léttmeti, myndin er bæði löng og nokkuð flók- in þannig að það er betra að fylgjast vel með. Sam- særinu eru gerð mjög góð skil en það er flókið og teygir anga sína viða. Því koma ótal persónur við sögu. Reyndar kom það mér á óvart hvílíkir gæða- leikarar voru í öllum hlutverkum, jafnvel lítil hlutverk voru mönnuð hetjum á borð við Donald Sutherland, Jack Lemmon og Kevin Bacon. Að sjálfsögðu eru öll stærri hlutverk einnig í höndum traustra leikara. Kevin Costner leikur aðalhlutverkið, saksóknar- ann Jim Garrison, Sissy Spacek leikur konu hans, Tommy Lee Jones leikur einn þeirra sem liggja und- ir grun um að hafa tekið þátt í samsærinu og Joe Pesci leikur annan úr sama hópi. Reyndar þótti mörgum æði skrýtið að Kevin Costner skyldi valinn í aðalhlutverkið þar sem hann er ekkert líkur fyrir- myndinni. Það sem réð því að Oliver Stone réð hann að lokum í hlutverkið, eftir aö hafa talað viö karla eins og Mel Gibson, var að Costner hefur það orð á sér í Bandaríkjunum að vera það sem Kaninn kallar „all American boy“, svona trúverðugur náungi. Þar fyrir utan herma heimildir sem nærri eru Costner að hann hafi ekki mikinn áhuga á sögu og hafi þar af leiðandi ekki haft forsendur til að gagn- rýna handritið! Það sem varð til þess að Costner tók hlutverkinu voru sennilega sjö milljónir dala sem hann fékk fyrir sinn snúð, auk prósentna af miða- sölu. í JFK kemur fram mjög trúverðug skýring á morð- inu á Kennedy og hún er vel rökstudd. 1 fyrri hluta myndarinnar er skýrt frá heimildaöflun Jims Garri- son en í seinni hlutanum fer fram réttarhald yfir ein- um af samsærismönnunum en réttarhöldin fóru fram árið 1969 og tapaði Jim Garrison þeim. Þegar upp er staðið gerir þessi mynd allt sem hún á að gera. Hún vekur áhorfandann til umhugsunar og gefur honum nokkrar forsendur til að vega og meta. Svo hefur stríðið, sem háð hefur verið á sið- um blaða og tímarita í Bandaríkjunum, gert það að verkum að fleiri sjónarhorn hafa komið fram í dags- Ijósið og umræðan hefur opnast umtalsvert, þó svo að flestum fjölmiðlum í Bandarikjunum sé talsvert uppsigað viö myndina. Það á sér reyndar augljósa skýringu i því að flest þessi blöð hafa frá upphafi stutt Warren-kenninguna og vilja ógjarnan viöur- kenna að þau hafi haft rangt fyrir sér. Fátt er nefni- lega líklegra til að minnka sölu blaðanna en að ó- áreiðanleiki sannist á þau. Bandarískur almenningur hefur aftur á móti tekið myndinni tveim höndum. Auðvitað eru ekki allir sammála þeirri niðurstöðu að um valdarán hafi ver- ið að ræða. Talsvert kynslóðabil er þar á. Eldri kyn- slóðin hefur tekið neikvæðari afstöðu til myndarinn- ar enda er fólk búið að kokgleypa niðurstöðu Warr- en-nefndarinnar i aldarfjórðung og eðlilega ekki til- búið að mynda sér nýja skoðun á málunum. Unga kynslóðin hefur aftur á móti verið jákvæðari og meira til í að líta málin gagnrýnum augum. Flestir eru hins vegar sammála um að hér sé um geysi- góða kvikmynd að ræða og hana sé vert að sjá hvort sem maður er sammála boðskap hennar eður ei. Myndin verður sýnd innan tíðar í einu SAM-bíó- anna. 62 VIKAN 3. TBL, 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.