Vikan - 06.02.1992, Síða 65
Woman, Ironweed). Framleið-
andi myndarinnar er Saul Za-
ents sem hefur framleitt
myndir eins og One Flew over
the Cuckoos Nest, The Lordof
the Rings, Amadeus, The Un-
bearable Lightness of Being
og The Mosquito Coast.
Það var fyrst og fremst hug-
mynd framleiðandans að gera
At Work in the Fields of the
Lord því það var hann sem
uppgötvaði bókina sem mynd-
in er byggð á. Það var árið
1965 sem hann las bókina og
varð strax hrifinn af henni.
Hann var ákveðinn í að gera
myndina og keypti réttindin
fyrir 1,4 milljónir dala.
Myndin greinir frá tveimur
amerískum málaliðum sem
leiknir eru af Tom Berenger og
Tom Waits. Þeir stökkva niður
í fallhlífum og koma niður á
Amasonsvæðið þar sem þeir
rekast á ameríska trúboða
sem eru að kenna þarlendum
frumbyggjum (Niarmas-indí-
ánum) guðsorð. Yfirvöld á
svæðinu bjóðast síðan til að
hjálpa málaliðunum tveimur
að komast út úr frumskóginum
en þeir höfðu stokkið út á
vitlausum stað. En það eru
ákveðnir skilmálar sem fylgja
þessu. Málaliðarnir eiga að sjá
um að hrekja frumbyggjana frá
Amasonsvæðinu. Málaliðinn,
sem Tom Berenger leikur,
fellst ekki á þetta vegna þess
að hann er hálfur indíáni
sjálfur, er Kómansji í aðra ætt-
ina. Hann finnurtil með suður-
amerísku indíánunum og
gengur til liðs við þá. Ásamt
trúboðunum ætlar hann að
vernda frumbyggjana gegn
átroðningi hvíta yfirvaldsins á
svæðinu.
Kathy Bates aö biðjast fyrir I
myndinni At Work in the Fields
of the Lord.
Einn af aðalleikurum mynd-
arinnar, Aidan Quinn, hreifst
svo mjög af bókinni sem
myndin er byggð á að hann
hugsaði sig ekki um tvisvar.
Að auki fékk hann stuðning frá
eiginkonunni sem hvatti hann
til þess að leika í myndinni þar
sem hún fjallaði um ameríska
indíána, heimkynni þeirra og
auðvitað um vandamál regn-
skógasvæðisins.
Daryl Hannah átti upphaf-
lega ekki að leika í myndinni
en þar sem Laura Dern
(Rambling Rose, Wild at
Heart) gat ekki tekið hlutverkið
að sér var leitað til Daryl
Hannah. Hún hafði aðeins
fjóra daga til þess að gera upp
hug sinn og hún sá ekki eftir
ákvörðun sinni.
Hector Babenco, leikstjórinn
góðkunni sem gerði óskars-
verðlaunamyndina Kiss of the
Spider Woman, tók í höndina
á framleiðanda myndarinnar,
Saul Zaents, einu og hálfu ári
áður en tökur hófust. Samn-
ingurinn var innsiglaður með
þessu handabandi.
Myndin hefur boðskap fram
að færa. Persóna Toms Ber-
enger er í raun að leita að
sjálfri sér. Hann leitar uppruna
síns þar sem hann er kyn-
blendingur. Hann finnur svarið
hjá indíánum á Amasonsvæð-
inu. Persóna Aidans Quinn,
sem er trúboði, leitar að sann-
leikanum í lífinu. Hann fær
köllun eftir að hafa misst dóttur
sína. Síðast en ekki síst eru
málefni indíána tekin fyrir í
myndinni þannig að myndin er
innlegg f ýmis málefni. Að-
standendur myndarinnar segja
að hún geti jafnvel orðið mál-
svari indíána í Suður-Ameríku.
Þessi mynd er ótrúlega
löng, alls 230 mínútur, en vel
þess virði, segja aðstandend-
ur hennar. Þess má geta að
Grensásvegi10
- þjónar þér allan sólarhringinn
FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN
SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR
PÖNTUNARSÍMI:
679333
PIZZAHÚSIÐ
▲ Friðsemd,
skilningur
og trú f
myndinni At
Work in the
Fields ot the
Lord.
tökuliðið var frá mörgum þjóð-
löndum. Um það bil 26 Banda-
ríkjamenn, 116 Brasilíumenn,
nokkrir Bretar og Ástra-
líumenn auk sex Mexíkana
unnu að gerð myndarinnar.
Auk þess léku 124 suður-
amerískir indíánar.
Laugarásbíó fær myndina
til sýninga áður en langt um
líður.
3. TBL.1992 VIKAN 65