Vikan


Vikan - 06.02.1992, Side 66

Vikan - 06.02.1992, Side 66
BARBRA STREISAND OG NÝJASTA MYNDIN HENNAR, THE PRINCE OF TIDES SVAR AF BLS. 36 K.rouinarour iistamaour. uarora Streisand í hlutverki sálfræð- ings í nýjustu mynd sinni, The Prince of Tides. Arabíu-Lawrence fæddist í ágústmánuði árið 1888 og hlaut nafnið Thomas Edward Lawrence. Þegar fyrri heims- 66 VIKAN 3. TBL. 1992 Barbra Streisand leikstýröl síðast myndinni Yentl áriö 1983. Sú mynd var vel gerö og vel leikin en hlaut lítinn hljómgrunn. Fjórum árum síð- ar lék hún í myndinni Nuts sem var að margra mati vel heppnuð. Nú hefur hún aftur sest í leikstjórasætið og leik- stýrt dramatískri mynd sem ber titilinn The Prince of Tides. Þar leika auk hennar Nick Nolte (Cape Fear), Kate Nelligan (Eye of the Needle, Without a Trace, Frankie & Johnny), Jeroen Krabbe (Liv- ing Daylights), Melinda Dillon og Blythe Danner. Barbra Streisand leikur sál- fræðing í myndinni og Nick Nolte leikur náunga sem leitar styrjöldin braust út var hann gerður að liðþjálfa í breska hernum og hafði sveit hans aðsetur í Kaíró. Hann stjórn- aði stórum arabískum her- sveitum í stríðinu við Tyrki og var að lokum gerður að ofursta. Að styrjöldinni lokinni afsal- aði Lawrence sér foringjatign- inni og öllum heiðursnafnbót- um i mótmælaskyni við með- ferð Breta á aröbum. Hann skráði sig þess í stað til þjón- ustu sem óbreyttur hermaður í breska flughernum. Arabíu-Lawrence fórst i bif- hjólaslysi þann 19. maí 1935. ■4 Veggspjald myndarinn- ar The Prince of Tides. til hennar eftir að systir hans hefur í þrígang reynt að fremja sjálfsvíg. Til samans leita þau að vandanum og leysa hann. í raun er Nick Nolte jafnilla staddur og systirin. Málið er nefnilega að bæði systkinin höfðu átt hörmulega æsku. Faðirinn var drykkjusvoli hinn mesti sem lék móður barn- anna illa. Best er að segja ekki meira frá myndinni en kvik- myndagagnrýnendur vestan- hafs hafa gefið henni góða dóma. Barbra sýnir mikla snilli bæði hvað varðar leik og leik- stjórn og Nick Nolte þykir standa sig með prýði. Miklar líkur eru á því að hann verði tilnefndur til verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Við skulum bara bíða og sjá. Þess má geta að Nick Nolte lifði sig vel inn í hlutverkið, svo vel að hann vildi sýna fram á raun- veruleg ástaratlot með Barbra Streisand. Stundum var henni víst nóg boðið. Myndin verður sýnd í Stjörnubíói áður en langt um líður. ▲ Áhöfn Enterprise í sjöttu geim- vísinda- og ævintýra- myndinni, Star Trek VI: The Un- discovered Countrv. Margir muna sennilega eftir Star Wars myndunum sem voru gerðar á árunum 1977- 1983 en aðrar vísindaskáld- sögur eiga sér mun eldri sögu. Gene Roddenberry, sem dó á síðastliðnu ári, skóp hug- myndina að Star Trek á sjö- unda áratugnum. Til urðu sjónvarpsþættir sem þó var hætt að framleiða í lok sjö- unda áratugarins. Sjónvarps- þættirnir voru síðan endur- vaktir árið 1987 og heita þeir nú Star Trek - The New Gen- eration. Þessir nýju þættir eru geysivinsælir bæði í Banda- ríkjunum og á Bretlandseyj- um. Kvikmyndaútgáfan varð líka til. Árið 1978 leit fyrsta Star Trek myndin dagsins Ijós. í kjölfarið fylgdu fjórar aðrar og nú er komin sú sjötta og heitir Star Trek VI - The Undiscovered Country. Mun meira er um stjörnustríðsatriði í þessu sjötta framhaldi en í hinum fimm. Myndin snýst um stjörnuvígsstríð Samveldis- landanna á jörðu niðri gegn Klingon-keisaraveldinu. Menn segja að þetta veröi örugglega síðasta Star Trek bíómyndin enda aðalleikarar farnir að reskjast svolítið. f myndinni leika sem fyrr Willi- am Shatner, Leonard Nimoy, James Dohan, Walter Koen- ing og George Takei. Hún er undir stjórn Nicholas Meyer sem leikstýrði Star Trek II og aðstoðaði við handritsgerðina að Star Trek IV. I myndinni leika auk áðurtaldra Christo- pher Plummer (Silent Partn- er), Kim Cattral (Dreamscape, Indiana Jones and the Temple of Doom) og Kurtwood Smith (Robocop I, Dead Poets Soc- iety). Myndin verður sýnd í Háskólabíó. □ ■4 Svipmyndin sýnir Klingonbua sem er ekki beinlínis frýnilegur. SJOnA FRAMHALDIÐ AF STAR TREK EÐA STJÖRNUVÍGI

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.