Vikan


Vikan - 16.04.1992, Page 6

Vikan - 16.04.1992, Page 6
HÖSKULDUR JÓNSSON, FORSTJORI ATVR I HEIMURINN DREKKUR UNGVIN O co co d; O 2! o < co o o 13 o < nz O ▼ Höskuld- ur við vín- smökkun i húsakynnum ÁTVR aö Stuðiahálsi, en þar hetur verið komiö upp sérstakri aðstöðu í þessum til- gangi. Sum léttvín hata veriö svo lengi á skrá hjá ÁTVR aö þeir sem þar starfa nú hafa enga hugmynd um hvernig þau eru þangað komin. Höskuldur Jónsson for- stjóri segir þessi vín vafalaust hafa þótt góð og gegn á sínum tíma en sum þeirra prýöa enn vínlista „Ríkisins" þó aö margt hafi breyst á þeim sléttu sjötíu árum sem liðin eru frá því aö Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hóf innflutning á léttum vínum. „Sem betur fer veröa alltaf breytingar á vínlistanum okkar en þær eru yfirleitt mjög hæg- ar þannig að um mikinn hluta vína, sem viö flytjum inn í dag, verður ekki sagt annað en aö þau séu þar á sögulegum for- sendum," segir Höskuldur þegar hann hefur boðið blaða- manni upp á kaffi og með því, það er að segja kökur. Vikan hefur lengi fylgst með vín- markaðnum og nú er komið að léttvínunum. Helst er innflutn- ingur þeirra hafður í huga, bæði hvað varöar einstaklinga sem og veitingamenn því að í tímans rás verða alltaf ein- hverjar breytingar á vinteg- undum auk þess sem neyslu- venjur og tíska hafa sitt að segja i þessum efnum eins og öörum. Og hér er breytinga að vænta sem við komum að síð- ar en snúum okkur fyrst að þeim sjónarmiðum sem ráða við val ÁTVR á þeim vínteg- undum sem fluttar eru inn. AUKAEFNI OG EITUR „Við höfum reynt að fylgja þeirri stefnu að helstu vínrækt- arlönd og vínræktarhéruð, sem við eigum viðskipti við, séu vel þekkt og aö þau bjóði upp á það sem fellur að ís- lenskum markaði. Hér má nefna til dæmis vín frá helstu vínræktarhéruðum Frakk- lands, Spánar og Ítalíu en auk þess höfum við reynt að bjóða vín frá Ungverja- landi, Rúmeniu og Búlgaríu. Einnig höfum við vín frá Bandaríkjunum og þá Kali- forníu einna helst. Vín frá Chile höfum við boðið á sér- lista en eftir þeim hefur verið töluverð eftirsþurn og því get- ur verið að vín frá þvi landi fái inni á aðalsölulista okkar. Við reynum einnig að velja vín eftir berjategundum, blönduöum eða einberjategundum. Reynslan hefur þó sýnt að það er ekki mikil eftirsþurn eftir vín- um úr ákveðnum berjategund- um. Við fylgjumst með innkaup- um hjá einkasölunum á Norðurlöndum. Þær eru þekkt- ar fyrir aö vanda val; strangt eftirlit er meö neysluhæfi vína og ekki flutt inn vín nema kannaö sé magn og tegundir aukaefna sem i þeim kunna að leynast. Það er mjög gott að eiga aðgang að upplýsing- um frá þeim því það er dýrt að fá vín rannsökuð. Til dæmis hefur það gerst tvívegis frá árinu 1986 að á al- þjóðlegan markað hafa komið vín með aðskotaefnum. Ann- ars vegar var frostlögur í aust- urrískum vínum og hins vegar var um að ræða tréspíra í ítölskum," segir Höskuldur og bendir á dálk í verðskrá yfir vín þar sem tiltekin eru auka- efni í víninu. SUMIR MEÐ OFNÆMI „Einstaka sinnum getur komið fyrir að neytendur þurfi á upp- lýsingum um aukaefni að halda vegna ofnæmis. Þaö er til dæmis þekkt meðal bjór- neytenda að sumir þeirra hafa ofnæmi fyrir rotvarnarefnum sem sett eru í bjór. Af þessum sökum er okkur mjög illa við að flytja inn vörur frá fram- leiðendum sem við þekkjum hvorki haus né sporð á,“ segir Höskuldur og á hér til dæmis við það þegar fólk kemur er- lendis frá þar sem það hefur fengið „eitthvert það besta vín“ sem inn fyrir varir þess hefur farið og óskar þess að Áfengisverslunin panti það. „Hvernig vín er munað getur nú verið háð stemmningunni sem ríkir á hverjum stað og tíma þegar þess var neytt. Þegar vínið kemur síðan hing- að er alls ekki sama bragð af því og fyrsta reynsla sýndi svo dæmi sé tekið,“ bætir Höskuldur við. MILLJÓN LÍTRAR Starfsmenn Áfengisverslunar- innar prófa vín sem til greina kemur að setja á aðalsölulist- ann. „Ef okkurfinnst vínið vont þá tökum við það ekki en ef okkur líkar þaö kemur það til greina. En það eru þúsundir vína í veröldinni og mikill hluti þeirra er góður þannig að eng- inn vegur er að taka allt inn.“ Hefur Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins menn á sínum snærum við smökkun og slíkt? „Við höfum hér starfandi mat- vælafræðing sem hefur lagt vínsmökkun fyrir sig en síðan reynum við að fá upplýsingar um sölu hvers víns og eftir- spurn þó að það þurfi ekki endilega að þýða að um bestu vínin sé að ræða,“ svarar Höskuldur. í húsakynnum ÁTVR á Stuðlahálsi hefur ver- ið tekið í notkun sérstakt her- bergi til vínsmökkunar með þar til gerðum vöskum til að hægt sé að spýta veigunum út úr sér eftir að hafa velkt þeim jaxlanna á milli. Aðstaðan sú er fyrst og fremst hugsuð sem kynningarstofa fyrir aöila sem hafa sérstakan áhuga á vínum svo og þá sem hafa af þeim at- vinnu á einhvern hátt. Eitt af því sem almenningi jafnt sem fagfólki í veitinga- rekstri býðst að notfæra sér

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.