Vikan - 16.04.1992, Page 37
JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR
VÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR:
Skyldur
Flest höfum við sem bet-
ur fer einhverjum skyld-
um að gegna og gengur
auðvitað misjafnlega að fram-
fylgja þeim og leysa þær af
hendi. Þegar við erum í skóla-
kerfinu verðum við að sætta
okkur við að okkur eru ætl-
aðar ýmsar misskemmtilegar
skyldur. Við sem venjum okkur
á að láta skyldur ganga fyrír til
dæmis skemmtunum erum
sem betur fer vel stödd þegar
til dæmis kemur að því að taka
próf og skila verkefnum.
Vissulega verðum við að
sinna vinnu okkar vel hvort
sem hún tengist skyldum
heimilis eða vinnumarkaðar-
ins. Trúmennska er mikilvæg í
samskiptum okkar hvert við
annað og afleitt ef við van-
rækjum eða sláum slöku við
það sem augljóslega teljast
okkar skyldur, hvort sem er við
okkur sjálf eða aðra.
Við sem eigum börn og vilj-
um veg þeirra sem mestan
verðum að vera býsna árvökul
í allri okkar aðhlynningu þeim
til handa. Foreldri sem van-
rækir sjálfsagðar skyldur við
börnin sín, eins og þær til
dæmis að hlú að þeim á já-
kvæðan og kærleiksríkan
máta, auk þess að veita þeim
öryggi, jafnt tilfinningalegt og
félagslegt, er með einhverjum
hætti að bregðast börnunum.
Þeir sem vanrækja jafnframt
þá skyldu sína að veita börn-
um sínum skjól friðar og jafn-
vægis vanmeta gróflega
skyldur sínar við þau. Það er
beinlínis skylda okkar foreldr-
anna að veita af trúmennsku
börnum okkar uppfræðslu
sem er grandvör og kristileg
og líkleg til að auka líkur barn-
anna okkar á heiðarlegu og
hamingjuríku lífi í uppvextin-
um.
í tilfinningamálum okkar
sem eldri erum er mikilvægt
að átta sig á að jafnframt því
að hafa skyldur við okkur sjálf,
sem liggja meðal annars í því
að efla og hlú að öllu því sem
gerir okkur að heilsteyptum
manneskjum, höfum við miklar
og margþættar skyldur við þá
manneskju sem við óskum að
tengjast tilfinningalega. Öll
vanræksla á hollustu gagnvart
væntanlegum lífsförunaut er
hnekkur sem veldur viðjum
vandræða fyrr eða síðar. Eng-
in ástæða er til að ástunda
neins konar eftirgjöf hvað
varðar til dæmis sjálfsagðar
skyldur tengdar maka. Við
verðum að axla ákveðna
ábyrgð í öllum tilfinningasam-
böndum og temja okkur að
vera árvökul og samviskusöm
í aðhlynningu þeirra tilfinninga
sem við gefum líf. Annað er lít-
ilmótlegt og ósanngjarnt.
Við höfum skyldur gagnvart
samfélaginu og verðum að
efla af kostgæfni alla þá sam-
mannlegu reynsluþætti sem
falla undir samhygð og trú-
mennsku. Ekkert þjóðfélag
getur staðið af sér stríð efna-
hagslegra, heilsufarslegra og
náttúrlegra breytinga nema
þegnar þess kunni af skyldu-
rækni og eðlislægri sam-
viskusemi að efla flest það
sem reynst getur heppilegur
styrkur fyrir heildina, ekkert
síður en okkur sjálf.
Trúmennska er aðall þess
sem hana ástundar en van-
ræksla fjötrandi og lítil prýði í
fari fólks og veldur oftast vand-
ræðum og hana nú. □
Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík
sími: 39990
Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari,
Ásta K. Árnadóttir, Elva B. Ævarsdóttir,
Þórunn A. Gylfadóttir, Halla R. Ólafsdóttir.
4
Ek 676330
HVERAFOLD 1-3
GRAFARVOGI
HOFUÐLAUSNIR
HÁRSNYRTISTOFA
v Hársnyrtistofa
Lóuhólwn 2-6
(Hólagarði) S. 72653
hArsnyrtistofan
a
QRAriDAVEQI 47 0 626162
Hársnyrting fyrir dömur og herra
OPIÐ A LAUQARDÖOUM
SÉRSTAKT VT.RD FYRIK CLLlLlPCYRlSPEQA
Veitum
10% afslátt
Við afhendingu
þessa korts!
Hrafnhildur Konrádsdóttir hárgreiðslumeistari
lielena Hólm hárgreiðslumeistari
Ásgerður Felixdóttir hárgreiðslunemi
\mt13314
<unsi
X
mARA- & HÁRCjRE/ÐSCMSTDFA
HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVlK
8. TBL.1992 VIKAN 37