Vikan


Vikan - 16.04.1992, Page 39

Vikan - 16.04.1992, Page 39
tákn heilagrar þrenningar eins og áöur er getið. Krossinn birt- ist í ýmsum myndum en stendur þó einatt fyrir kristin- dóminn og stjarnan, sem áöur táknaöi guðinn Alter, er nú full- trúi happs og gæfuríks lífs. Táknin úr jurtaríkinu standa fyrir kærleika, örlæti, velvilja, styrk, frjósemi, góöa heilsu og uppskeru. Erfiðast er aö teikna dýra- myndirnar enda eru þær sjald- séöari en hin munstrin. Hestar og hreindýr tákna auö og vel- gengni. Fuglar eru yfirleitt sýndir í hvíldarstööu og hanar, sem tákna frjósemi og full- nægju, sitja gjarnan á priki. Fiðrildamunstur er samnefnari yfir myndir af skordýrum og táknar þaö ætíö uþþrisuna. Ýmsar sögur eru til um upp- haf krashanka og pysanka. í gamalli úkraínskri þjóðsögu segir af skrímsli nokkru illu sem hlekkjaö er við klett meö keðju. Ár hvert sendir það út erindreka til að telja hversu mörg egg eru skreytt í þaö skiptiö. Ef eggjaframleiðslan er rýr losnar um keðjuna og illska flæöir yfir heimsbyggð- ina en ef siðurinn dafnar vel heröist ólin um skrímsliö og kærleikur kæfir hatrið í heimin- um. Úr kristnum siö segir sagan aö farandsali hafi lagt frá sér körfu meö eggjum viö vegar- kant til aö rétta manni hjálpar- hönd. Sá hafi verið aö rogast meö kross og blóð hafi dropiö af honum á eggin í körfunni og gefið þeim fagurt munstur. Maöurinn meö krossinn var aö sjálfsögöu Jesús og farandsal- inn Símon en eggin hin fyrstu pysanka. Margir fleiri goösög- ur eru til um fyrstu eggin en viö látum þessar duga að sinni með von um að súkkulaðiegg- in bragðist vel. □ kraft aö geyma, eru tveggja megingerða. Annars vegar eru hin einlitu harösoönu krash- anka en heiti þeirra er dregið af orðinu krasha sem þýöir lit- ur og eru þau borðuð aö lok- inni blessun á páskadags- morgni. Skurninni er síðan komið fyrir undir þakskeggjum húsa til verndar gegn veörum og vindum eöa þá úti á akri til aö tryggja ríkulega uppskeru. Áður fyrr voru eggin sérstaklega valin undan ung- hænum til að stuðla að frjósemi þeirra sem þau fengju. eggið var hins vegar brotið eöa því hafði verið stolið um nóttina þótti vísast aö hóa saman liöi og leggjast á bæn. Til þess aö tryggja tilætlað- an árangur eru eggin skreytt samkvæmt nákvæmri formúlu eins og siður er viö trúarat- hafnir og af þeim sökum hefur aöferðin varðveist í farvegi kynslóðanna. Eggjunum er dýft í röö af litaböðum og bý- flugnavax borið á meö sér- stöku áhaldi á milli umferöa. Þannig heldur hvert svæöi þeim lit sem á því er þegar vaxiö er borið á þaö. Byrjað er á Ijósum lit, oftast gulum, og haldiö áfram aö dekkri lit og endað á svörtum. Vaxiö er síðan hreinsaö af og eftir stendur fagurmynstraö egg í jafnmörgum litum og litaböðin. Hver litur hefur ákveöna tákn- ræna merkingu. Rautt, litur blóös og sólarorku, er oftast undirstööuliturinn og táknar ást og hamingju. Hvítt táknar aö vanda hreinleika og gult gott heimilislíf og frjósemi. Grænn litur vorsins stendur fyrir endurfæðingu og vöxt og viðgang jurtaríkisins. Úkr- aínumenn trúa að blái liturinn geti haft góö áhrif á heilsuna og svartur og brúnn tákna móöur jörö. Áöur fyrr voru eggin sér- staklega valin undan unghæn- um til aö tryggja aö þau væru blómguð því annars gátu þau boðaö ófrjósemi. Þau voru síöan skreytt meö mikilli leynd inni á heimilunum á föstunni og þess gætt aö ekki festist viö þau illt auga ókunnugra. Nú til dags er hjátrúin aö vissu leyti um garö gengin og eggin fyrst og fremst notuð til skrauts. Þá hafa hefðbundin munstur vikiö að ákveönu marki fyrir „frjálsri listrænni tjáningu" og eftir- myndum úr ýmsum áttum. Engin tvö egg eru eins en flest byggjast þau á þremur klassískum munsturgeröum sem er raðað upp á mismun- andi hátt. Þær eru dýramunst- ur, plöntumunstur og munstur sem styðjast við rúmfræöi eins og finna má f „frumstæðri“ listgerð, en notkun þeirra á eggjunum gefur þeim nýja merkingu. Borðar og belti, sem ná í kringum eggiö, tákna eilífðina vegna þess aö munstrið hefur hvorki upphaf né endi og þríhyrningurinn er T Engin tvö egg eru eins en flest byggjast þau á þremur munsturgerðum sem raðað er upp á mismunandi hátt. Einlitu eggin eru kölluð „krasha'* og eru þau snædd að lokinni blessun á páskadags- morgni. Pysanka af sögninni pystaty (að skrifa) kallast hin gerðin. Þau egg eru miklu skrautlegri og aldrei boröuö heldur blásin. Þau eru notuð til verndar gegn illum öflum áriö um kring og á páskum skiptast ættingjar og vinir á þeim til að minnast friö- ar- og kærleiksboöskapar Jesú Krists. Eggin eru lika vin- sælar frjósemisgjafir og ef stúlka gefur pilti egg er þaö til marks um aö hann geti beðið um hönd hennar. Þá eru ýms- ar sagnir um margvíslega gagnsemi eggjanna. Til dæm- is tíðkaðist áöur fyrr aö setja egg á gröf nýlátinna manna og væri þaö óhreyft daginn eftir haföi feröin yfir móöuna miklu gengið aö óskum. Ef ◄ Til þess að tryggja til- ætlaðan árangur eru eggin skreytt eftir ná- kvæmri for- múlu sem varðveist hefur kyn- slóð fram af kynslóð. 8. TBL.1992 VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.