Vikan - 16.04.1992, Side 56
56 VIKAN 8. TBL. 1992
þykir hvað öðru flottara, hið fyrra betra
en hið síðara og þar fram eftir götunum.
Hárfínar fyrirsæturnar, sitjandi eða
standandi, þurfa síðan að bíða þess að
dómararnir hafi lokið sér af, farið í hár
saman og hárrétt dómgæsla viðhöfð.
Sjálfsagt er þær sumar farið að langa að
reyta hár sitt en stranglega bannað er að
kemba glerfínar keppnishærurnar á
sviðinu.
Ekki vitum við hvort fyrirsætur þær
sem þarna voru staddar eiga vanda til að
reyta hár annarra. Þó hefur þetta fólk
boðið fagfólki að kemba hærur sínar en
gamalt máltæki segir eitthvað á þessa
leið: Sá býður sitt hár er annars reytir.
Eftir því sem best varð séð voru fyrir-
sæturnar þó til mikillar fyrirmyndar og
friðs að keppni lokinni og ekki hafa
gengið fjallháar sögur af hártogunum í
kjölfar hennar.
Óhætt er að segja að höfðað hafi verið
til flestra þátta láðs, lagar og lofts í þess-
ari keppni en það var tímaritið Hár og
fegurð sem stóð fyrir henni. Höfuðatrið-
ið var að aliir gætu skemmt sér og fag-
fólk lagt höfuðið í bleyti þannig að þeir
fjölmörgu sem ekki létu undir höfuð
leggjast að koma til keppninnar fengju
notið þessarar höfðinglegu skemmt-
unar. Og að hætti íþróttaandans fögn-
uðu keppendurnir hver öðrum þegar
úrslit voru kynnt og enginn þeirra hefur
síðan hvorki sést berja höfði sínu né
fyrirsætu sinnar við hinn fræga stein,
enda ekki til neins, höfuð og herðar
koma sárir seint til með að bera yfir aðra.
LANGAR ÞIG LÖGLEGA
TIL BANDARÍKJANNA?
Með öruggum samtökum með mikla reynslu? Þá
eru „Au Pair in America" réttu samtökin tyrir þig.
Samtökin hafa sent 13.000 ungmenni á aldrinum
18-25 ára á síðustu sex árum.
í BOÐI ER:
Fríar ferðir ♦ Frítt fœði og húsnæði ♦ Fjögurra
daga námskeið í New York, dvalið á fjögurra
stjörnu hóteli á Manhattan þér að kostnaðarlausu
♦ Frítt námskeið í bandarískum skóla ♦ 6.000
ísl. kr. á viku í vasapening. ♦ 15.000-100.000
USD sjúkra- og slysatrygging í
13 mánuði ♦ Vegabréfsáritun
J-1 í 13 mánuði G Klúbbur Au
Pair með afsláttarkorti í versl-
anir, ársáskrift að tímariti sam-
takanna svo og skemmtileg gjöf
til þín ♦ Sérþjálfaður ráðgjafi
úti allt árið ♦ Brottför í hverjum
mánuði ♦ ATH.: Engin um-
sóknargjöld ♦ Kynntu þér mál-
ið hjá fulltrúa samtakanna,
Bergllndi Hallgrímsdóttur.
Sími 91-611183.
rfmsK