Vikan - 16.04.1992, Síða 84
UNDA KAREN
KETTLER
Linda Karen Kettler er fædd í
Vestmannaeyjum en fluttist fljótt
til Reykjavíkur. Hún er nítján ára,
fædd í krabbamerkinu, 18. júlí
1972.
Linda Karen útskrifast nú í vor
frá Kvennaskólanum. Skólafélag-
arnir ætla í útskriftarferö til Mall-
orca en þegar heim kemur fer
Linda aö vinna við garðyrkjustörf
eins og hún geröi í fyrrasumar.
Henni finnst frískandi og gaman
aö vinna úti og segist þar að auki
vinna meö yndislegum stelpum.
Hvaö svo tekur við hjá Lindu er
alls óráðiö en hana langar aö fara
til Englands og Frakklands á
meöan hún hugsar sig um hvað
áframhaldandi nám varðar.
Nám í ensku eða frönsku í Há-
skólanum kemur til greina en svo
gæti allt eins farið að við ættum
eftir að sjá Lindu Karen á sviði
einhvers leikhúsanna því leiklist-
arnám er henni líka ofarlega í
huga. Það er því skiljanlegt að
hún var valin formaður leikfélags
Kvennaskólans í fyrra og lék sjálf
með. Henni hafa verið falin fleiri
störf í skólanum því hún varfram-
kvæmdastjóri söngkeppni fram-
haldsskólanna i sínum skóla.
Hún hlustar líka mikið á tónlist og
„pælir" mikið í henni, eins og hún
segir. Óskastarfið er eitthvað það
sem tengist leik- eða sönglist.
Linda Karen leggur mikla
áherslu á að stunda líkamsrækt
því hún segir það orsaka miklu
betri líðan, bæði andlega og lík-
amlega. Hún hefur bæöi lagt
stund á ballett, djassballett og er-
óbikk. Linda hefur ferðast mikið
með foreldrum sínum og um tíma
bjó fjölskyldan í Austurríki en
þaðan er faðir hennar. Hún hefur
komið til Þýskalands, Grikklands,
Ítalíu, Lúxemborgar, Frakklands
og Spánar, auk Austurríkis, en
langar að komast til Tíbet og Suð-
ur-Ameríku. Um þessar mundir er
hún að vinna að ritgerð um indí-
ána og menningu þeirra, svo og
inka og viðfangsefnið heillar
hana. Draumaferðin er að hennar
mati óhefluð ferð um Himalaja-
fjöll.
Þegar öllum ævintýrum er
sleppt langar hana að vinna að
því að eignast gott heimili og fjöl-
skyldu. Foreldrar Lindu Karenar
eru Ágústa Óskars Kettler og
Ernst Kettler. Hún á tvö systkini
og er i miðið.
Linda Karen er 178 sm á hæð.
Hún er dökkhærð og bláeygð.
PÁLÍNA SIGRÚN
HALLDÓRSDÓTTIR
Fegurðardrottning Norðurlands er
Pálína Sigrún Halldórsdóttir.
Pálína er að verða tvítug, fædd
29. maí 1972 á Húsavík og er í
tvíburamerkinu. Hún ólst upp á
Tjörnesi en býr núna á Akureyri
par sem hun stundar nám á
félagsfræðibraut Menntaskólans.
Pálína útskrifast í vor og ætlar
þá að fara að vinna til að safna
sér fyrir námi við Bændaskólann
á Hólum. Þangað fer hún aðal-
lega til að læra að temja hross og
hirða um þau en hefur ekki hugs-
að sér að verða bóndi. Pálínu
langar því næst að vinna í stuttan
tima á búgaröi í Þýskalandi eða
Hollandi til að skoða sig um og
fylgjast með hrossarækt í öðrum
löndum. Það kemur því ekki á
óvart að fyrst áhugamála telur
Pálína hestamennsku en hún
stundar líka blak og hefur gaman
af að fara i bíó.
Undanfarin sumur hefur Pálína
unnið ýmis störf, svo sem í
sjoppu, bókabúð og frystihúsi og
á haustin vinnur hún í sláturhúsi,
sem hún segir að megi alveg
venjast. Hún hefur farið hringinn
um landið, að undanskildum
Vestfjörðunum. Hún hefur líka
heimsótt Spán og Þýskaland.
Til þess að geta framkvæmt allt
sem hér hefur verið nefnt ætlar
Pálína að bíða með barneignir en
hefur alltaf hugsað sér að eignast
tvö til þrjú börn. Eiginmanninn
segist hún vonandi vera búin að
finna. Heima á Tjörnesi á Pálína
hest og fjölskyldan hund og
kindur. Foreldrar hennar eru Mary
Anna Guðmundsdóttir og Halldór
Sigurðsson. Hún á þrjá yngri
bræður.
Pálfna Sigrún er 168 sm á
hæð, Ijóshærð, með mógræn
augu.
84 VIKAN 8. TBL. 1992