Vikan


Vikan - 12.11.1992, Side 12

Vikan - 12.11.1992, Side 12
„Þegar ég er svona nálægt viöfangsefninu tek ég smáatriöi úr tengslum viö heildina..." hvort ég kæmist í Mills College sem er í Oakland en þeir taka innan við tíu nemendur inn á ári í framhaldsnám í myndlist. Það gekk upp og þá fluttum við hingað aftur og keyptum þetta hús. í skólanum hafði ég mjög frjálsar hendur og hitti prófessorinn aðeins einu sinni eða tvisvar í mánuði en síðan kenndi ég líka sjálf töluvert. Maður gat ráðið því hvort maður tæki einhverja tíma og ég lét mér nægja að taka kvennalistasögu. Skólinn er lítill og í fyrri- hlutanáminu eru eingöngu konur en í fram- haldsdeildunum er hann blandaður. Það lá mjög beint fyrir mér að byrja að sýna snemma því seinasta árið mitt í Art Institute kom til mín náungi sem varð umboðsmaður minn um tíma og bauð mér að taka þátt í sam- sýningum og ég var einnig með einkasýningu hér og út frá því fór ég líka að sýna heima. Eft- ir að ég kom til baka hingað var mjög erfitt fyrir mig að halda sýningar utan skólans vegna þess að skólayfirvöld eru mikið á móti því að nemendur sýni fyrr en námi er lokið. Ég var til dæmis með sýningu á Kjarvalsstöðum og það var gert meiri háttar mál úr því en mér tókst sem betur fer að afgreiða það á farsælan hátt. Ég er mjög ósammála þessum hugsunarhætti því þessar stofnanir, sérstaklega í masters- náminu, eru að búa mann undir að vera sjálf- stæður myndlistarmaður og svo þegar maður er það þá er stokkið upp til handa og fóta og látið öllum illum látum. Ég skil það ekki.“ - Ungir listamenn heima verða tika oft fyrir gagnrýni fyrir að sýna verk sem þeir hafa gert í skóia. Hefurþú ekki orðið fyrirþví? „Jú, það kom fyrir enda átti sú gagnrýni al- veg rétt á sér; kannski aðallega á þeim for- sendum að maður væri ekki alveg mótaður. Það er alveg rétt en mín skoðun er samt sú að það sé bara jákvætt að vera ekki of mótað- ur. Ég er langhrifnust af listamönnum sem fylgjast með tímanum og þora að breyta til. Eg er ekki að tala um að menn eigi að vaða úr einu í annað án hugsunar í eltingaleik við einhverjar tískustefnur heldur að það sé á- kveðin þróun í gangi." Arngunnur sýnir mér skyggnur af verkunum sem hún var með á útskriftarsýningu sinni en þau eru mörg að hluta til unnin með Ijós- myndatækni. „( fyrstu vann ég mest með röntgenmyndir, sem ég varð mér úti um hér og þar, en seinna fékk ég áhuga á að vinna meira með eigin lík- ama. Verkin fjalla að ákveðnu leyti um sam- band yfirborðs og kjarnans og tengsl einingar og heildarmyndar; það er þátttöku okkar í hinu stóra reikningsdæmi. Þannig vildi ég vinna með Ijósmyndunina á persónulegri hátt en röntgenmyndirnar leyfðu en tæknilega séð gekk það ekki nógu vel. Ég er með svona ekta gamaldags harmónikkumyndavél og þetta eru nærmyndir svo ég þarf að teygja úr belgnum á vélinni eins og hægt er og þá er erfitt að vera bæði fyrir framan og aftan myndavélina á sama tíma. Lokaniðurstaðan varð því sú að ég notaði módel mér til aðstoð- ar. Þegar ég fer svona nálægt viðfangsefninu tek ég smáatriði úr tengslum við heildina þannig að á sama tíma og ekki er hægt að hugsa sér skýrari mynd verður hún óljós og líkaminn verður kannski að landslagi. A þann hátt brenglast mörk hins óhlutbundna og hlut- bundna í verkunum." - Hvernig stóð á því að þú fórst að vinna með röntgenmyndir. „Ég hafði unnið mikið með líkamann og hvað hann er brothættur, verið að velta fyrir mér hvað lífið er óáþreifanlegt á sama tíma og það er „konkret", hvernig það eru ákveðnir hlutir sem maður skilur ekki og hefur lítil völd yfir. Eg held að það hafi verið út frá þessu sem ég fór að vinna með röntgenmyndirnar. Þær eru Ijósmyndir og ákveðin staðfesting á því sem við vitum að er en um leið eitthvað sem er mjög fjarri okkur. Þær eru draum- kenndar og furðulegar og mér fannst þær sameina hið líkamlega og andlega að á- kveðnu leyti. Ég heillaðist af mystíkinni yfir þeim en það er mystík yfir okkur öllum og okkar andlega lífi. Áður fyrr var ég með mál- verk sem voru mjög þykk, jarðkennd og á- þreifanleg. Ég hafði lengi hugsað um að mála andstöðu þeirra en það var mér ekki eðlilegt á þeim tíma og röntgenmyndirnar urðu að vissu leyti svarið við þeirri leit. Það er aftur á móti að koma núna en þetta er langt ferli þegar á heildina er litið og allt hefur sinn vitjunartíma. Þetta eru allt sömu hlutirnir sem ég hef ver- ið að vinna með í mörg ár og kannski er að skýrast núna sumt sem ég fór að hugsa um fyrir fimm árum. Ég leik mér með hugmyndirn- ar fram og til baka og nýrri myndirnar eru gegnsæjar og hafa sitt innra líf, en þær eru búnar til úr mörgum lögum. Ég prenta Ijós- myndir á glærar filmur og mála á glær efni með ýmiss konar lakki og þó svo að Ijós- myndirnar séu teknar af yfirborði líkamans verður áhorfandinn að fara djúpt inn í mynd- irnar til að skoða þær þannig að um ákveðið framhald af röntgenmyndunum er að ræða. Ég hef alltaf unnið í þunnum lögum ofan á hvert annað, hvort sem ég hef verið að mála eða ekki og í þessum verkum verður það greinilegra. Verkin eru lýst upp þannig að þau lifna ekki við fyrr en kveikt er á Ijósinu og Ijós- ið verður þannig lífsorka þeirra. Mér finnst ég núna vera að gera nákvæm- lega það sem mig langar til að gera og þó að það séu alltaf ákveðnar spurningar er ég ekki lengur í neinum vafa um að þetta er það sem stendur mér næst. Já, mér líður bara mjög vel með það sem ég er að gera,“ segir Arngunnur og virðist hálfhissa á eigin orðum. Á meðan við höfum verið að spjalla hefur tíkin Machine (Vél) verið að leika sér í kring- Framhald á bls. 42 Þegar tföindamaöur Vikunnar hitti Arngunni Ýr var hún aö gera veggmynd i félagi viö hóp unglinga og ellilífeyrisþega í San Francisco.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.