Vikan - 12.11.1992, Page 69
2 eggiarauður
2 msk. sykur
2 tsk. vanillusvkur eða 1/2 tsk.
vanilludropar og 2 tsk. sykur
400 g rjómaostur
2 msk. koníak eða kaffilíkjör
4 msk. sterkt svart kaffi
20 makkarónukökur
2 tsk. kakóduft, sigtað
í MOKKAKREMIÐ:
50 g Mónu lúxus-suðusúkkulaði
1 msk. sterkt kaffi
150 ml rjómi
1 tsk. flórsvkur. sigtaður
súkkulaðirúsínur til skrevtingar
Setjið eggjarauðurnar, vanillu-
sykurinn og sykurinn í skál. Þeytið
þar til blandan er þétt og freyðandi.
Setjið 2 msk. rjómaost út í blönduna
1. Setjið eggjarauðurnar og sykurinn í
skál og þeytið.
4. Leggið lög af kökum og ostablöndu til
skiptis í skálarnar.
og hrærið varlega saman. Bætið því
sem eftir er af ostinum út í, svo úr
verði mjúk og þétt kvoða.
Setjið koníakið eða kaffilíkjörinn og
kaffið í skál. Dýfið makkarónunum í
kaffið í tvær sekúndur. Kökurnar
þurfa að taka í sig kaffibragðið en
mega ekki leysast upp. Dýfið því að-
eins nokkrum kökum í í einu.
Notið annaðhvort fjórar litlar skál-
ar eða eina stóra. Leggið kökur og
ostablöndu í skálarnar til skiptis og
endið með lagi af osti. Stráið sigtuðu
kakói yfir, kælið síðan í ísskáp þar til
stíft.
Útbúið mokkakremið á meðan.
Brytjið súkkulaðið í smábita, setjið
síðan súkkulaðið og kaffidropana í
eldfasta skál yfir potti með sjóðandi
vatni. Gætið þess að botn skálarinn-
ar snerti ekki vatnið. Hrærið þar til
súkkulaðið er kekkjalaust. Takið
2. Bætið 2 msk. rjómaosti út í og blandið
létt.
5. Blandið þeytta rjómanum saman við
kælt, brætt súkkulaðið.
ofan af pottinum og látið kólna í
fimm mínútur.
Þeytið rjómann nokkuð stífan,
blandið honum síðan smátt og smátt
við brædda súkkulaðið. Lokið og
kælið í 30 mínútur.
Setjið skeiðar af mokkakreminu
ofan á eftirréttinn áður en hann er
borinn fram og stráið flórsykri yfir.
Skreytið með súkkulaðirúsínum.
HAGNÝT ÁBENDING:
Til tilbreytingar má skreyta með
koníaksblönduðum þeyttum
rjóma.
3. Hellið koníaki eða kaffilíkjör á disk og
dýfið kökunum í.
6. Skreytið með mokkakreminu, stráið
flórsykri yfir.
23. TBL. 1992 VIKAN 65