Vikan


Vikan - 28.12.1992, Page 68

Vikan - 28.12.1992, Page 68
HONNUN: JOHANNA HJALTADOTTIR PEYSUR ÚR VÉLÞVÆGU BANDI FRÁ ÍSLENSKUM ' TEXTÍLIÐNAÐI HF. — Endurtakið [XI Aðallitur I | Aukalitur Skiptið um aukalit eftir hverjar 3 umf með aðallit í „krókamunstri". Band: FLÓRA ffrá ÍSTIX HF. STÆRÐ: 4 6 8 10 ára Yfirvídd: 81 86 89 94 cm Sídd: 42 47 51 54 cm Ermalengd: 28 32 36 40 cm EFNI: FLÓRA -100% nýull (vélþvæg ull) Aðallitur: 100 100 150 150 g 3 aukalitir - hver litur: 50 100 100 100 g PRJÓNAR: Hringprjónar nr. 4 og 4 1/2, 60 cm langir. Hringprjónn nr. 4 1/2, 40 cm langur. Sokkaprjónar nr. 4 og 4 1/2. PRJÓNFESTA: 18 lykkjur og 23 umferðir slétt prjón = 10 x10 cm á prjóna nr. 4 1/2. SKAMMSTAFANIR: L = lykkja(-ur), umf = umferð(-ir), sl = slétt, br = brugðið, prj = prjónið. BOLUR: Fitjið upp með aðallit 120-128-140- 148 L á hringprjón nr. 4. Tengið saman í hring og prj 2 L sl, 2 L br 4-4-5-5 cm, gjarnan má prj 2 umf með skærasta aukalitnum um mitt stroff. Prj 1 umf sl og aukið út 25-27-20- 22 L. Skiptið yfir á prjóna nr. 4 1/2 og prj munstur skv. teikningu. Prj þar til allur bolurinn mælist 25-29-31-33 cm. Skiptið L til helminga og merkið miðjuL undir höndum, aukið út 2 L í miðjuL hvorum megin, prj þessar 3 L br upp bolinn. Prj áfram munstur þar til allur bolurinn mælist 37-42-46-49 cm. Setjið 24-26-28-30 L fyrir miðju á framstykki á prjón eða band. Fitjið upp 3 L á milli og prj áfram í hring þar til allur bolurinn mælist 42- 47-51-54 cm. Felliðaf. ERMAR: Fitjið upp með aðallit 32-32-36-36 L á sokkaprjón nr. 4. Tengið saman í hring og prj stroff eins og á bol 4-4-5-5 cm. Prj 1 umf sl og aukið út 8-8-9-9 L. Skiptið yfir á prjóna nr. 4 1/2 og prj munstur, aukið út undir hendi 2 L í 4. hverri umf 5 sinnum og í 5. hverri umf 7-9-10-12 sinnum. Þegar ermin mælist 28- 32-36-40 cm eru prj 3 umf með aðallit og fellt af frá röngu. FRÁGANGUR: Gangið vel frá öllum lausum endum. Saumið í vél með beinu þéttu spori 2 sauma hvorum megin á litla haftið milli axla og 2 sauma hvorum megin við miðL í hand- vegum. Klippið varlega upp á milli sauma. Saumið axlasauma og takið upp með aðallit 64-68-72-72 L í hálsmáli á prjóna nr. 4. Prj 1 umf sl, 1 umf br, 2 umf sl. Prj 2 umf þannig: 2 L aðallit, 2 L aukalit sitt á hvað út prjóninn. Prj 2 umf sl, 1 umf br. Prj 7 umf sl (innafbrot), fellið af. Saumið ermar í frá réttu, látið garðinn fara vel. Saumið niður hálslíninguna. Pressið létt yfir flíkina, sleppið stroffum. 68 VIKAN 26. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.