Vikan


Vikan - 28.01.1993, Qupperneq 12

Vikan - 28.01.1993, Qupperneq 12
^ Sportúlpa úr gulllituöu selskinni. Tvíhnepptur minkapels. uppi með gífurlegar birgðir af pelsum í öllum verðflokkum. Þegar verðið var lægst voru dæmi um að minkapelsar af vönduðustu gerð, sem áður seldust á jafnvirði um 900 þúsund íslenskra króna, kost- uðu innan við 200 þúsund. Undanfarin misseri hefur verð á pelsum hækkað. Ekki hefur verið um neinar stökkbreyt- ingar að ræða. Þróunin hefur verið fremur hæg en óhætt er að segja að pelsaiðnaðurinn sé að mjakast upp úr öldu- dalnum. Þetta hefur meðal annars komið fram í því að mun betra verð fékkst fyrir minka- og refaskinn á upp- boði í Kaupmannahöfn ( byrj- un september en á slíkum uppboðum lengi undanfarið. Enn ákveðnari vísbending en verðþróun á skinnamark- aði eru þó sýningar tískufröm- uða í París og Mílanó nú í haust. í fyrsta sinn í mörg ár hafa jöfrar á borð við Lacroix og Armani nú prýtt glæsifatn- að vetrarins loðskinnum, eink- um í Ijósbrúnum litum svo ekki fari á milli mála að skinn- in séu ósvikin. Á haustsýning- um tískuhúsanna sáust að vísu ekki flíkur sem voru úr skinnum einvörðungu en mjög bar á kápum og drögtum með stórum skinnkrögum og skinn- bryddingum framan á ermum og jafnvel neðan á faldi. Þótt margt bendi þannig til þess að pelsar séu að komast í tísku á nýjan leik og að verð á þeim fari því hækkandi eru fáir sem búast við að verðið eigi eftir að rjúka upp í þær svimandi upphæðir sem feng- ust fyrir pelsa áður en mál- flutningur verndarsinna lagði þennan markað nánast í rúst. Enn má gera reyfarakaup en ekki skal um það spáð hvenær verðið fer að hækka til muna. Á hinn bóginn má fullyrða að hlutverk pelsa hafi verið að breytast til muna. Á meðan pelsar voru svo dýrir að fæstar konur höfðu ráð á að veita sér slíkan munað voru þeir fyrst og fremst sjald- hafnarflíkur sem hæfðu til daglegra nota. Þetta viðhorf er á undanhaldi og sportlegir pelsar hafa átt vaxandi vin- sældum að fagna eins og sjá má á þessum myndum. □ Stuttur minkapels sem fer ekki síöur vel viö síöbuxur en pils. 12VIKAN 2.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.