Vikan


Vikan - 28.01.1993, Qupperneq 19

Vikan - 28.01.1993, Qupperneq 19
um við Helga fulltrúar evr- ópskra ritara á fyrstu alþjóð- legu ritararáðstefnunni, sem haldin var í New York. Þetta eru því afar sterk samtök í örum vexti,“ segir hún og hin- ar samsinna. „íslenski hópurinn er sterk- ur,“ heldur Valerie áfram. „Þegar við héldum ritaraþingið hér árið 1986 bauð Vigdís for- seti okkur á Bessastaöi og heiðraði okkur auk þess með nærveru sinni á þinginu." RÓTTÆKAR BREYT- INGAR í VÆNDUM - Hver er tilgangur samtak- anna? Valerie verður fyrir svörum: „Vegna þess að við höfum fimmtán hundruð meðlimi í fimmtán löndum höfum við komið á sambandaneti sem er ómetanlegt í viðskiptaheimin- um. Tjáskipti eru svo hröö nú til dags að viðskiptasamfélagið, sem við erum úr, kann vel aö meta það að við getum brotið niður hindranir samstundis með því að nota ritaranetið." Wendy tekur dæmi af ís- lenskum ritara, Jóhönnu Svansdóttur, sem fékk starf í Lundúnum og starfaði þar í átján mánuði. „Hún átti sjálf- krafa stóran vinahóp um leið og hún kom til London; fólk sem aðstoðaði hana með ráö- um og dáð í sambandi við vinnu og einkalíf." „Stjórn IPS kemur saman fjórum sinnum á ári,“ segir Tove, „og við álítum skoöana- skipti, sem eiga sér stað á fundum okkar með riturum víðs vegar um Evrópu, vera það sem er meðlimum sam- takanna til mestra hagsbóta." Valerie tekur undir þetta og bendir á að um áramótin 1992-1993 verði Evrópa orð- in frjáls markaður og þar með fylgi að fólk eigi nú auðveld- ara með að færa sig milli landa í atvinnuleit. „Þess vegna er enn mikilvægara að við skiljum menningu hver annarrar og vitum hver mark- mið hinna eru því við eigum eftir að upplifa róttækar breyt- ingar í viðskiptaheiminum. Þess vegna álítum viö okkur afar mikilvæg viðskiptasam- tök. Eftir kreppuna sáum við miklar breytingar á stjórnunar- sviði, fólk neyddist til að líta á fyrirtæki sín og rekstur þeirra gagnrýnum augum. Við sáum stigveldið fletjast út og ábyrgð starfsfólks aukast að mun. Þess vegna hefur ritarastarfiö líka þróast inn á önnur svið, við þurfum aö vita miklu meira um rekstur fyrirtækjanna en áður. Um allan heim er starfs- vettvangurinn að breytast og okkar störf verða að taka mið af því. Tæknin hefur opnað fyrir fleiri tækifæri fyrir ritara að rækta með sér enn fleiri hæfileika og vera meira skap- andi en áður. í fyrstu óttaðist fólk að ritarastarfið yrði úrelt við örtölvubyltinguna en því fer fjarri, við höfum aðeins þurft að aðlaga okkur að breyttu umhverfi." Það er greinilegt á tali kvennanna að þær eru afar miklir „Evrópusinnar“ og þær vitna mikið í fyrirhugaða sam- einingu Evrópu í eitt markaðs- svæði og hvað hún kemur til með að hafa í för með sér. Samtökin gefa út tímarit og bæklinga, auk þess sem þau halda fundi og námskeið. Árið 1992 stóðu samtökin fyrir skoðanakönnun um starfsskil- yröi félaga sinna, sem líklega er fyrsta könnun sem birt er um starfsskilyröi evrópskra kvenna. ALLRA HAGUR „Yfirmenn okkar eru sérlega hrifnir af samtökunum,“ segir Valerie, „vegna þess að þau gera ekki annað en auka fag- mennsku okkar og þar af leið- andi koma þau þeim og fyrir- tækjum þeirra til góða, auk þess sem þau gera okkur á- hrifaríkari og betra starfsfólk svo allir græða. Við leitumst eftir að viðhalda hlutverki einkaritarans og sjá til þess að hún sé viðurkenndur meðlimur framkvæmdastjórn- ar. Þetta er sérlega áríðandi á umbrotatímum í samfélaginu eins og nú eru,“ heldur Valerie áfram. „Okkur finnst mikilvægt að einkaritarar eigi sér tals- menn og hver okkar fyrir sig reynir að vera talsmaöur heild- arinnar," bætir hún við. Wendy tekur undir þetta: „Við höfum allar visst vald og þá ábyrgð sem því fylgir,“ segir hún. „Þegar örtölvubylt- ingin átti sér stað og talað var um að ritarar heyrðu sögunni til held ég að fólk hafi ekki gert sér grein fyrir þeirri á- byrgðarstöðu sem við erum í, vegna þess að við vitum manna best hvað yfirmanni okkar er mikilvægt og því hlut- verki gæti engin vél tekið við.“ HOLLUSTA, TRAUST OG HREINSKILNI - Hvaö þarf þá einkaritari aö hafa til aö bera? Wendy verður fyrir svörum: „Allar fengum við mjög góða ritaramenntun og fyrsta flokks ritaraþjálfun er lágmarkskrafa til góðs einkaritara. Margir meðlima samtakanna eru einnig með háskólagráður og allar höfum við mjög góða al- menna menntun í viðbót við rit- aramenntunina. Margar eru fjöltyngdar, tala þrjú eða fjögur tungumál. Sjálf fór ég í verslun- arskóla og síðan í toppstöðu eftir nokkra reynslu í starfi. Það er misskilningur að maður þurfi að hætta ritarastörfum eftir aö hafa tekið háskólagráðu; við segjum að toppritari þurfi á toppmenntun að halda. Við erum meira en vélritunarstúlk- ur; sem dæmi þá rekur yfir- maður minn fimmta stærsta banka í Evrópu en ég víla ekki fyrir mér að segja honum ef mér finnst hann kominn á villi- götur og það held ég að við myndum allar gera.“ Helga nefnir að þagmælska og lagni sé afar mikilvæg í starfi ritarans en auk þess myndist sérstakt samband við yfirmanninn, náið samband sem einkennist af hollustu og trausti. Tove tekur orðið og segir að sérstaklega á Norðurlönd- um sé algengt að ritarar mennti sig hliöstætt við menntun forstjórans til að verða enn verðmætari fyrir það stjórnunarteymi sem þær vinna með. „í okkar stöðu er ritarinn hlekkur milli allra starfsmanna og stjórnar fyrir- tækisins. Ritarinn hefur því verðmætt innsæi að miðla til lausnar á þeim vandamálum er kunna að rísa. Ritarinn fær að heyra alla fleti málsins og fær vitneskju sem yfirmaður- inn býr ekki alltaf yfir.“ Wendy tekur undir þetta: „Hitt starfsfólkið treystir ritar- anum fyrir skoðunum sínum. Það veit að hún hleypur ekki með slúður eða kemur illu af stað, það veit að hún er og á að vera sú manneskja sem er fyrirtækinu trú - 101 prósent. Slíkt traust er ekkert sem maður stofnar í hættu, maður fer vel með það því það tekur mörg ár að afla sér þess.“ Helga hin þýska hefur starf- að með sínum yfirmanni um árabil og segir að maður hennar kvarti yfir því að hún sé meira með yfirmanninum en honum. „Það er vitanlega satt en eftir öll þessi ár í starfi þekkjumst við mjög vel og ég get stuðlað að því aö skapa rétta andrúmsloftið. Stundum virðast það litlir hlutir sem ég geri en árangurinn getur þó vel verið stór, það er ekki alltaf hægt að mæla hann. Með því besta sem við getum gert fyrir yfirmenn okkar er að ▲ Skrif- stofa yfir- manns Wendyar í Lundúnum; starfsvett- vangur sem henni þykir vænt um og ber viröingu fyrir. skapa tíma fyrir þá, þeir geta falið okkur hluti sem þeir vita aö viö sjáum um.“ „Meðlimir okkar starfa með forstjórum stærstu stofnana Evrópu,“ segir Valerie formað- ur, „með þeim sem hæstir eru í tign og við njótum virðingar sem hægri hönd þeirra manna." - Hverjirgeta orðiö meölim- ir IPS? Wendy svarar: „Ritarinn verður að hafa starfað fyrir for- stjóra stórfyrirtækis í minnst þrjú ár. Það eru skilyrðin en yfirleitt er riturum boðin inn- ganga í samtökin. Valerie bauð mér á fund fyrir sex árum þannig að þær gátu hitt mig og gert upp við sig hvort þær vildu kynnast mér betur og hvort ég yrði samtökunum að gagni. Eftir að hafa komið á tvo fundi var mér síðan boð- ið að ganga í samtökin." VILL FÁ STARF YFIRMANNSINS - Hugsa þær sér til hreyfings innan fyrirtækjanna? „Yfirmaður minn hefur oft nefnt við mig hvort ég vilji ekki fá starf í miðstjórn bankans en ég svara því ævinlega neit- andi,“ segir Wendy. „Ég vinn fyrir yfirmanninn, veit hver stefna fyrirtækisins er næstu fimm til tfu árin, hef betri tekjur og meiri áhrif en fólk í mið- stjórn. Hvers vegna ætti mig að langa í miðstjórn? Það væri skref aftur á bak. Eina starfið sem mig langar í innan bank- ans er starf yfirmanns rníns..." bætir hún við og skellihlátur brýst út við borðið. - Hvernig er dæmigeröur dagur einkaritara? Wendy svarar: „í dagslok höfum við ekki reynt að gera okkur vinsælar; heldur verjum við starf okkar, fyrirtæki og yf- irmenn. Okkar starf er engan veginn fólgið í því að halda friðinn undir öllum kringum- stæðum. Ég segi fólki hreint út ef mér finnst það haga sér kjánalega og ég tel gott aö vera ekki álitin sú sem hægt er að smjaðra fyrir. Starfið býður upp á margháttaðar á- skoranir og þó maður sé ekki viss um að komast heim til sín um kvöldið þá er það aldrei leiðinlegt." □ 2.TBL. 1993 VIKAN 19 TEXTI: ÞORDIS BACHMANN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.