Vikan


Vikan - 28.01.1993, Page 32

Vikan - 28.01.1993, Page 32
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN Kaj Svarthul er íslands- vinur eins og þeir ger- ast bestir; hefur komið i margar heimsóknir til íslands og hyggst halda því áfram þrátt fyrir að gestsaugu hans sjái ýmislegt sem betur mætti fara. Blaðamaður Vikunnar hitti Kaj á förnum vegi og fannst skoðanir mannsins á- hugaverðar. Hann tók vel í að tjá sig nánar um skoðun sína á landi og þjóð; sem segja má að sett sé fram á skorinorðan hátt. Kaj ólst upp á landsbyggð- inni, á frumstæðum bóndabæ afa síns og ömmu í Noregi. „Ég er ekkert borgarbarn," segir Kaj og gætir stolts - eða þvermóðsku - í röddinni. „Ég er alinn upp í stórfjölskyldu í guðsgrænni náttúrunni og máski er það þess vegna sem ég er gagnrýninn á borgar- búa. Við bjuggum í miklu ná- vigi og hjálpuðum hvert öðru og það er táknrænt fyrir mín störf að ég hef alltaf unnið mikið með fólki," segir hann þar sem við fáum okkur kaffi á Hótel Óðinsvéum. 32VIKAN 2.TBL.1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.