Vikan


Vikan - 28.01.1993, Síða 42

Vikan - 28.01.1993, Síða 42
Á HVAÐ ERTU VIKU-könnun leiöir í Ijós hvað „kveikir í“ hvoru kyninu fyrir sig HÚN fellur fyrir blikinu í aug- um hans. HANN fellur fyrir lögulegum leggjum. Aðallega laðast þó bæði kynin að góðum persónuleika. Hvað veldur því að hún tekur eftir einmitt honum meðal hundrað annarra? Tæplega eru það Armanifötin eða vöðvarnir. Það er miklu fremur augna- ráðið og augun sem vekja at- hygli hennar. Vikan spurði hóp lesenda af báðum kynjum fyrir hverju þeir féllu fyrst hjá gagnstæða kyninu. í Ijós kom að það er hægt að slá því föstu að: • Karlmenn falla fyrir þrýstn- um barmi og lögulegum leggj- um. • Konur falla fyrir augum og fallegum höndum. Munurinn einskorðast þó ekki við kyn vegna þess að karlar á mismunandi aldri falla fyrir mismunandi atriðum, rétt eins og konur. Tökum sem dæmi mann með lítinn, laglegan rass sem nýtur sín vel í hæfilega slitnum gallabuxum. Sé kona undir þrítugu spurð hvað kveiki í henni er góður möguleiki að hún hafi einmitt mestan á- huga á að sjá baksvipinn á honum. Séu eldri vinkonur hennar spurðar virðist líkamsbygging ekki gegna nærri eins stóru hlutverki, að minnsta kosti ekki við fyrstu kynni. Hvað karla varðar er þetta þveröfugt. Vöxtur stúlkunnar skiptir þá vissulega svo að segja öllu máli strax sem unga menn en líkamsþráhyggjan nær þó há- marki nokkurn veginn í takt við fertugsfiðringinn. Þriðji hver maður á aldrinum þrjátíu ára til fimmtugs tekur fyrst eftir fallegum brjóstum, fallegum rassi eða fallegum fótleggjum. Það eru umtalsvert hærri tölur en hjá bæði yngri og eldri mönnum. Hjá yngri mönnum skiptir fallegt andlit mestu máli, einn af hverjum fimm tekur fyrst eftir þvf. Meðal eldri herra er það per- sónuleikinn sem fyrst nær at- hyglinni. Persónuleikinn, já. Það er hann sem flestir segjast taka fyrst eftir hjá gagnstæða kyn- inu - og það á við um bæði kynin. Persónuleikinn virðist þó gegnumgangandi skipta kon- ur meira máli en karla; önnur hver kona milli þrítugs og fimmtugs fellur fyrst fyrir per- sónuleika manns. Meðal yngri kvenna er ívið sjaldgæfara að persónuleiki geri útslagið. Hjá konum undir þrítugu má aftur á móti merkja meiri áhuga á vöðvum karla, baki og bringu. Og á augunum. Næstum þriðja hver kona undir þrítugu tekur fyrst eftir augunum. Karlar á aldrinum þrjátfu til fimmtíu falla aftur á móti fyrst fyrir fallegum munni en hins vegar aldrei fyrir fallegum höndum. Klæðaburður virðist litlu máli skipta, nema hugsanlega hjá eldra fólki sem gæti fallið fyrir vel klæddum einstaklingi. (

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.