Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 47
allt átti að vera í lagi. En... að
sjálfsögðu fundu þeir eitthvað.
Eftir ítarlega leit fannst þeim
rúðuþurrkurnar ekki vinna
nógu HRATT! Glenn sagði að
hann skyldi gera við þær á
staðnum og spurði hvort við
fengjum ekki að sleppa við
sektina. Áður hafði Glenn
nefnilega sagt okkur að hann
ætlaði ekki að láta lögregluna
komast upp með neitt múður.
Lögreglumaðurinn reyndist
álíka ákveðinn og Glenn því
hann stóð fast á sínu, pening-
ana vildi hann fá. Enn neitaði
Glenn að borga en þá sagði
hinn að við færum ekki fet fyrr
en við borguðum. Glenn sagði
að það gerði ekki mikið til því
að við hefðum daginn fyrir
okkur og þess vegna næstu
daga líka ef svo bæri undir.
Okkur var hreint ekkert far-
ið að lítast á blikuna því það
var farið að líða að hádegi og
okkur bráðlá á að komast til
Bangui. Glenn var samt hinn
rólegasti, tók fram stólana,
kom sér vel fyrir og nú
mændu þeir hvor á annan -
hvor öðrum þrjóskari. Glenn
kallaði til okkar að við skyld-
um fara að útbúa hádegismat
en í því kom einn Ameríkan-
inn í hópnum niður úr trukkn-
um með miklurh hamagangi.
Hann stormaði að Iögreglu-
manninum með allt sitt
myndavélahafurtask, kynnti
sig fyrir honum sem blaða-
mann hjá Times (sem var
vægast sagt haugalygi) og
sagðist vera að kynna sér
starfsemi lögreglunnar í Mið-
afríkulýðveldinu. Þá héldum
við að öllu væri lokið og við
yrðum að dúsa þarna það
sem eftir væri en lögreglu-
maðurinn gleypti við þessari
vitleysu og bað okkur blessuð
að drffa okkur af stað.
Áður en við yfirgáfum Mið-
afríkulýðveldið stoppuðum við
hjá Cembefossum og fengum
okkur þar ærlegt bað, það
síðasta almennilega í langan
tíma því framundan var tími
kattarþvottar í Zaire. í ánni var
brugðið á leik með slöngu úr
varadekki og flotið á henni
niður ána.
Eftir baðið héldu allir upp í
fararskjótann hreinir og sælir
en við komumst ekki langt.
Við komum að brú í hálfgerðri
niðurníðslu þannig að upp-
hófst bráðabirgðaviðgerð til
að trukkurinn kæmist yfir. Við-
gerðinni lauk fljótt og örugg-
lega og þá gátum við haldið
ferð okkar áfram. □
► Við kom-
um dag
einn aö
þessari
brú sem
var ekki
upp á
marga
fiska. Pví
þurftum
viö aö
standa í
örlitlum
vegafram-
kvæmdum
áöur en
óhætt var
aö halda
yfir.
► Blóm-
legt tré í
bænum
Socadib.
► Á vegum
Miö-
afríkulýð-
veldisins.
► Áöí
skugga
trés.
2.