Vikan


Vikan - 28.01.1993, Síða 50

Vikan - 28.01.1993, Síða 50
888 ÍSTEX ÍSLENSKUR TEXTILIÐNAÐUR HF. Flos, Flóra eða tvöfaldur plötulopi Hönnun: ÍSTEX HF. STÆRÐ: 38 40 Yfirvídd: 104 118 cm Sídd: 61 63 cm Ermalengd: 47 49 cm EFNI: FLOS - 90% nýull, 10% mohair Grænt (nr. 9033): 200-200 g Rauðbleikt (nr. 9010): 150-150 g Dökkgrátt (nr. 0454): 150-150 g Brúnt (nr. 0416): 100-100 g Blátt (nr. 0427); 50-50 g Prjónar: Hringprjónar nr. 4 og 5, 80 cm langir. Hringprjónn nr. 5, 40 cm langur. Sokkaprjónar nr. 4. Hnappar (tölur): 7-9 stk. PRJÓNFESTA: 17 lykkjur og 20 umferðir tvíbandaprjón á prjóna nr. 5 = 10 x 10 cm. Sannreynið prjónfestuna, breytið um prjóna- stærð ef með þarf. SKAMMSTAFANIR: L = lykkja(-ur), umf = umferð(-ir), sl = slétt, br = brugðið, prj = prjónið. PRJÓNAÐFERÐIR: Stroff: * 1 L sl, 1 L br *, endurtakið frá * til *. Munstur A, B og C: Prj sl samkvæmt teikningum. BOLUR: Fitjið upp með dökkgráu 175-197 L á hringprjón nr. 4. Prj fram og til baka þannig: Prj 1 L sl (jaðarlykkja sem er prjónuð slétt á réttu og röngu), prj stroff (sjá prjónaðferðir), endið á 1 L sl (jaðarL). Athugið að á réttu verður næsta L við hvora jaðarL að vera sl L, annars verða hnappa- og hnappagatalisti ekki réttir. Prj fram og til baka þar til stroffið mælist 2 cm, gerið þá hnappagat hægra megin frá réttu þannig: Prj 4 L (jaðarL meðtalin), sláið band- inu um prjóninn, prj 2 L sl saman, prj út umf (prj uppsláttarbandið í næstu umf). Prj stroff eins og áður þar til stykkið mælist 6-8 cm. Næsta umf (frá réttu): Prj 10 L, setjið þær L síðan á hjálparband/-nælu, aukið út 22-24 L yfir næstu 155-177 L, setjið síðustu 10 L á hjálparband/-nælu. Nú eru 177-201 Lá prjón- inum. Skiptið yfir á hringprjón nr. 5. Fitjið upp 2 L (aukaL sem eru prj br upp allan bolinn og teljast ekki með í munstri), tengið saman í hring og prj munstur A, B og 35 umf af munstri C. Hálsmál: Fellið af 2 br aukaL fyrir miðju. Prj nú fram og til baka, prj áfram munstur C og fellið af í 2. hverri umf báðum megin við miðju að framan 3 x 4 L, 1 x 2 L og 2-3 x 1 L. Þegar munstri C lýkur, prj þá með rauðbleiku þar til allur bolurinn mælist 61-63 cm. Prj 28-33 L, fellið af 28-33 L, prj 33-35 L (hálsmál aftan), fellið af 28-33 L, prj 28-33 L. ERMAR: Fitjið upp með dökkgráu 40-40 L á sokkaprjóna nr. 4. Tengið saman í hring og prj stroff (sjá prjónaðferðir) 6-6 cm. í síðustu stroffumf er aukið út með jöfnu millibili 12-12 L (= 52-52 L). Skiptið yfir á stuttan hring- prjón/sokkaprjóna nr. 5 og prj munstur A, B og hluta af munstri C, aukið samtímis út 2 L (1 L eftir fyrstu L og 1 L fyrir síðustu L í umf) í 4. hverri umf 19-21 sinnum upp ermina (=90- 94 L á prjóni eftir síðustu útaukningu). Prj þar till öll ermin mælist 47-49 cm (eða eins oq þarf). FRÁGANGUR: Gangið vel frá öllum lausum endum. Notið breidd handvegs á ermi til þess að ákveða sídd handvegs á bol, merkið sídd- ina með þræðispori. Saumið í vél með beinu þéttu spori 2 sauma hvorum megin við þræðinguna, þ.e. 4 sauma í hvorn handveg. Klippið upp á milli. Saumið eins í hvora br aukaL fyrir miðju að framan, klippið síðan upp á milli. Lykkið axlir saman. Saumið ermar í handveg frá réttu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.