Vikan


Vikan - 28.01.1993, Qupperneq 60

Vikan - 28.01.1993, Qupperneq 60
UMSJON: GUNNAR H. ARSÆLSSON NÝJAR HLJÓMPLÖTUR t NÝJAR HUÓMPLÖTUR * NÝJAR HUÓMPLÖTUR THE POLICE: GREATEST HITS LÖGGUSMELLIR Tríóið The Police var stofnað árið 1977 af þeim Stewart Copeland, Gordon Sumner (síðar Sting) og gftarleikaran- um Henry Padovani. Sá síð- astnefndi heltist fljótlega úr lestinni og í hans stað kom Andy Summers. Þeir voru í fyrstu í stíl við tíðarandann, pönkaðir og lituðu hár sitt eins og sjá má á umslagi fyrstu plötunnar, Outlandos D’Amo- ur. Af henni kom fyrsti smell- urinn, Roxanne, sem Eddie Murphy gerði svo rækileg skil í kvikmyndinni Beverly Hills Cop. Plötunum fjölgaði: Reggatta De Blanc, Zenyatta Mondatta, Ghost in the Machine og Synchronicity. Af þessum fimm plötum hefur nú verið tekinn saman pakkinn Greatest Hits. Það er réttnefni því langflest þessara laga voru og eru stórsmellir, nægir að nefna Every Breath You Take, sem er með flottasta „sneril-sándi“ (snerill=tromma) sem undirritaður hefur heyrt, Walking on the Moon, De Do Do Do, De Da Da Da og Don’t Stand so Close to Me. Hér eru sextán lög, hvert öðru betra og er diskurinn kærkom- inn gleðigjafi allra Police-að- dáenda, sem og þeirra sem unna góðri popptónlist. Þegar síðasta plata Police, Synchronicity, kom út árið 1983 voru komnir brestir í samstarfið og áður en langt um leið var Sting búinn að gefa út sína fyrstu sólóplötu og Andy og Stewart fóru sinn f hvora áttina. Staðreyndin er samt þessi: The Police var eitt besta popptríó sem frá Bret- um hefur komið. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ SIMPLE MINDS: GLITT- ERING PRIZE 81-92 STOLT SKOTA í ROKKI Simple Minds (nafnið kemur úr laginu Jean Genie eftir D. Bowie) getur með réttu talist stolt Skota í rokki. Með hinn dökkhærða og ákveðna Jim Kerr í broddi fylkingar hefur sveitin átt glæstan feril allt frá því fyrsta platan, Life in a Day, kom út árið 1979. En alls hafa „Einföldu hugarnir" sent frá sér tólf plötur, sú síðasta, Real Life, kom út í apríl 1991. Fyrstu sex plöturnar báru keim af tilraunamennsku og IPOLICE , GREATEST HITS The Police var eitt besta popptríó sem komið hefur frá Bretum Söngvarinn Jim Kerr og trommarinn Mel Gaynor úr Simple Minds, helsta stolti Skota í rokkinu. Grafík sendi frá sér urmul góöra popplaga á ferlinum (er honum lokiö?) og þau eru öll á Sí og æ. Niöursveifla hjá The Christi- ans á þriöju plötunni en von- andi veröur sú næsta betri. Söngkona The Sundays, Harriet Wheeler, er ein sú besta í Bretlandi um þessar mundir. voru meðal annars undir áhrif- um frá pönki, nýbylgjurokki, dansmúsík og frumstæðri tölvutónlist. Af þessum plötum eru á Glittering Prize hinn magnaði dansseiður Love Song og The American sem er kaldara og vélrænna. Straumhvörf urðu á ferli Simple Minds þegar platan New Gold Dream kom út á haustdögum 1982. Tignarlegri dægurmúsík er vart hægt að hugsa sér. Með þeirri plötu og Sparkle in the Rain (1984) náði sveitin hápunkti enda eru fimm af sextán lögum disksins af þessum tveimur plötum. Glittering Prize er ágæt heimild um glæstan feril fram til þessa, sýnir glögglega hvers sveitin er megnug og vonandi á enn eftir að heyrast hressilega í Kerr og félögum. STJÖRNUGJÖF: ★★★ GRAFÍK: SÍ OG Æ GOH LAGASAFN Allt frá því að fyrst heyrðist ( Grafík á plötunni Út í kuldann (1981), en lagið Videó sló í gegn af þeirri plötunni, hefur sveitin verið í sérflokki í hér- lendum poppheimi. Úr smiðju hennar hefur á rúmum áratug komið hvert gæðalagið á fæt- ur öðru; Þúsund sinnum segðu já, 16, Tangó (mynd- band ársins á Norðurlöndum 1985), Húsið og ég (mér finnst rigningin góð), Himna- lagið, Presley og Prinsessan en tvö þau síðastnefndu eru frá þeim tíma er Andrea Gylfadóttur söng með Grafík (1987-1989) en allt fram að því var Helgi Björnsson að sjálfsögðu spriklandi í framlín- unni og myndaði ásamt Rafni Jónssyni (trommur) og Rúnari Þórissyni (gítar) hinn harða kjarna hljómsveitarinnar. Á safndiskinum Sí og æ eru átján lög og samdi Rúnar flest þeirra einn en sum í félagi við aðra meðlimi. Fleiri koma við sögu í textasmíðum en þó á Helgi flesta texta. Á diskinum eru fjögur lög sem ekki hafa heyrst áður, Minningar og Sólin skín frá 1992 og Komdu nær og Til og frá paradís frá 1989. Af þeim finnst mér rokk- arinn Sólin skín, sem Helgi syngur, best en Komdu nær, sem Andrea syngur, er einnig fínasta lagasmíð, rólegri en með nokkuð þungri undiröldu. Trompetleikurinn í laginu set- ur skemmtilegan svip á það. Sítar/tabla millikaflinn í Til og frá paradís, sem Björgvin Gíslason og Steingrímur Guð- mundsson eiga heiðurinn af, er einnig sérkennilegur og gefur því lagi aukinn „karakt- er“. Sí og æ er góður safndisk- ur og það verður enginn svik- inn af honum enda var eins konar þjóðarsátt um Grafík. Hún höfðaði til breiðs hóps á- heyrenda sem fengu smekk- lega og metnaðarfulla popptónlist í eyrun. Og þá er markmiðinu náð af beggja hálfu. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ THE CHRISTIANS: HAPPY IN HELL HEFUR DALAÐ Eftir tvær mjög vel heppnaðar plötur, The Christians (1987) og Color (1989) veldur þriðji diskur sveitarinnar vissum vonbrigðum. Sveitin hefur dal- að nokkuð, aðallega vegna þess að lagasmíðarnar eru ekki eins sterkar og á fyrri plötum, sérstaklega ef miðað er við Color sem var í sér- flokki. Fjórir upptökustjórar koma við sögu á Happy in Hell og er það galli að mínu mati, kemur niður á heildar- svipnum. Tónlistin er dans- skotnari en fyrr (til dæmis The Bottle) en What’s in a Word og Father (klassísk Christi- ans-ballaða) eru bestu lög disksins. STJÖRNUGJÖF: ★★ THE SUNDAYS: BLIND RÓLEGT, KREFJANDI, FRAMSÆKIÐ Fyrir tveimur árum kom út fyrsti diskur þessarar þræl- skemmtilegu bresku hljóm- sveitar og hlaut hylli meðal gagnrýnenda. The Sundays flaggar einni ef betri söngkon- unum í bresku rokki, hinni mjóróma Harriet Wheeler sem yfirleitt syngur eins og engill (til dæmis í Life & Soul) á nýj- ustu afurð „Sunnudaganna", Blind. Hún sér einnig um text- ana en gítarleikarinn David Gavurin semur öll lögin. Hann leikur sér mikið að hinum margbreytilegustu gítarstefj- um og hefur skapað sér mjög persónulegan stfl. Tónlistina má flokka sem nýbylgjurokk, stundum rólegt, stundum framsækið og á köflum krefj- andi. Bestu lög: Love, More, Medicine og I Feel. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ 60 VIKAN 2. TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.