Vikan


Vikan - 28.01.1993, Síða 63

Vikan - 28.01.1993, Síða 63
Aðgætinn maður er eins og nagli. Höfuðið á honum kemur í veg fyrir að hann gangi of langt. Ungfrú Sylvía var hjá lækni og var mjög áhyggjufull: - Ég þarf að tala við þig um ömmu mína. Hún reykir allt of mikiö. - Já, en góða mín, getur þú nú ekki unnt henni þeirrar á- nægju? Pú reykir sjálf of mik- ið. - Ég veit þaö, svaraði Sylvía - en það er öðruvísi með ömmu, hún tekur ofan í sig reykinn. - Pað gerir þú, benti læknir- inn á. - Annars væri ekkert varið i að reykja. - Þaö er satt, sagði Sylvía þá, - en sjáðu til, amma blæs alls ekki reyknum frá sér. Maður, sem við skulum nefna Pétur, hringdi á dögunum til skrif- FINNDU 6 VILLUR I stofufyrirtækis hér í bæ. Hann spurði þar eftir vissum Jóni Jóns- syni. Símastúlkan gaf honum samband og önnur stúlká svar- aði: - Á borði Jóns Jónssonar. Pétri fannst þetta hálfhjákátlegt tilsvar en var fljótur að átta sig og spurði kurteislega: - Gæti ég fengiö að tala við efstu skúffuna? - Geturöu hugsað þér meiri ó- heppni? Konan mín er saklaus á gangl og þaö fýkur hattur framan í hana og það kostaði 1500 krónur á slysavarðstof- unni. - Það var billega sloppið, kæri vinur. Konan mín kom auga á nýtísku hatt í búöar- glugga og það kostaöi mig 5000 krónur. - Heyrðu pabbi. Þegar við Pétur giftum okkur, fæ ég þá píanóið? - Hm, jú, píanóið skaltu fá en ég ráðlegg þér að láta ekki Pétur vita neitt um það fyrr en þið eruð gift. Samviska: Tilfinning sem hindrar fáa í að gera rangt en marga í að njóta þess. Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda 1. Spegillinn er stærri, 2. skyrtan er oröin köflótt, 3. fuglar eru komnir á himininn, 4. maðurinn við tjaldiö er húfulaus, 5. tjaldiö hefur hækkaö, 6. bakpoki framan viö tjaldiö hefur veriö færö- ur til. STJÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Það er tími til kominn að þú reynir að bæta sambúðina heima fyrir og á vinnustað, þó þér þyki hún ekki svo slæm. Bryddaðu upp á nýjungum og hresstu upp á sjálfan þig, vertu jákvæður. Þú færð einkennileg skilaboð sem þér líst ekki meira en svo á í upphafi. Engu að síður skaltu fylgja þeim fyrirmælum sem þú færð. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Þú skalt læra að skoöa líf- ið á annan hátt, reyndu að fá sem mest út úr því. Þú átt eftir að end- urskoða viðhorf þín til starfs þíns og heilsu - farðu samt varlega í sakirnar. Þér hefur þótt tilveran fremur grá að undanförnu. Útlit er fyrir að þú farir að líta hnarreistari fram á veginn. TVÍBURARNIR 22. maf-22. júní Þú skalt leitast við að öðl- ast meiri skilning á sjálfum þér og öðrum. Nú er rétti tíminn fyrir þig til að auka menntun þína og almenna þekkingu. Hafðu gömul ráð í huga þegar þú færð freistandi tilboð upp í hendurnar - að betra er að hafa vaðið fyrir neðan sig og aö vítin eru til að varast þau. /JgA KRABBINN 23. júní-23. júlf ^ Áhugi þinn á heimili og fjöl- skyldu eykst á næstunni og þú munt leggja þig betur fram en áður við að koma ár þinni fyrir borð. Reyndu að taka lífinu með meiri ró en þú hefur gert að undanförnu. Láttu ekki leiðinlegan atburö, sem gæti hent þig á næstu dögum, setja þig út af laginu. UÓNID 24. júlí-23. ágúst Þarfir þínar virðast sam- ræmast illa þörfum annarra. Þess vegna ættir þú að hugsa þig um og reyna aö koma til móts við sam- ferðafólk þitt og finna leiðir til að miðla málum. Þú hefur látið áríð- andi verkefni sitja á hakanum. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Þú lærir að skemmta þér á nýjan hátt og þráir að losna undan hömlum sem halda aftur af þér. Nýr einstaklingur gæti komið inn í líf þitt eða tilfinningasamband þitt við ást- vin slitnað. Leggðu áherslu á and- leg verðmæti fremur en veraldleg gæöi. Láttu ekki skapvont fólk fara í taugarnar á þér og koma þér úr jafnvægi. VOGIN 24. sept.-23. október Svo virðist sem eitthvað haldi aftur af þér þegar skemmtanir og dægrastytting eru annars vegar. Ástin gæti leikið þig grátt nema þú bregöist við aösteðjandi vanda á því sviði. Hresstu þig við og líttu á björtu hliðarnar, það mun gefast vel. Það væri líka heillaráð að leggja þeim lið sem þess þurfa. SPORÐDREKINN 24. október-22. nóv. Þú leggur hart aö þér við að skilja aðra og meta mikilvægi ýmissa hugmynda. Treystu á eigin dómgreind og taktu afstöðu til hinna ýmsu hugmynda eftir að hafa vegið og metið kosti þeirra og galla. Vinur þinn eða vinkona mun leita til þín. Reyndu að hjálpa þó að þér kunni að þyka erindið ómerki- legt í fyrstu BOGMAÐURINN 23. nóv.-21. desember Nú er tími til að horfast í augu við innri ótta og losa sig við sjálfskapaðar hömlur sem hafa staö- ið þér fyrir þrifum á ýmsum sviðum daglegs lífs. Þú ættir að verja meiri tíma með þeim sem þér þykir vænt um. Það gefur lífinu lit og þér mun smám saman fara að líða miklu bet- ur en áöur og þannig áttu auöveld- ara með að líta fram á veginn. STEINGEITIN 22. des.-20. janúar Ýmislegt bendir til þess aö áhrif þín á vinnustað og jafnvel í þjóðfélaginu almennt muni aukast á næstunni. Farðu varlega og gættu þess að halda friðinn og styggja engan. Þér kann aö finnast félagar þínir daufir og fáskiptnir í þinn garð. Því skaltu ekki búast við mikilli kæti í kringum þig - en láttu það ekki á þig fá. VATNSBERINN 21. janúar-19. febrúar Jafnvel þótt þú haldir þig hafa gert upp ákveðin mál úr fortíð- inni skaltu vera viðbúinn því að þau komi að einhverju leyti upp á yfir- borðiö aftur. Þú kemst í uppnám vegna framkomu einhvers sem þú umgengst nær daglega. Haföu um- buröarlyndi og sanngirni að leiðar- Ijósi, það mun gefast þér vel. FISKARNIR 20. febrúar- 20. mars Úthald þitt er ekki sem skyldi þó að þú gerir þér ekki grein fyrir því. Gerðu eitthvaö í málinu og hugsaðu meira um það sem þú setur ofan í þig en vertu ekki of dómharður á sjálfan þig. Láttu ekki segja þér fyrir verkum, geröu það sem þér þykir réttast. 2, TBL. 1993 VIKAN 63

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.